Fréttir: 2025

Arsskyrsla-rannis-forsidumynd-2024

28.2.2025 : Ársskýrsla Rannís 2024 birt

Ársskýrsla Rannís fyrir árið 2024 er komin út á rafrænu formi.

Lesa meira
_RAN2804

28.2.2025 : Heimsókn menningar-, nýsköpunar- og háskólaráðherra

Logi Einarsson, menningar-, nýsköpunar- og háskólaráðherra heimsótti Rannís á dögunum og fræddist um fjölbreytta starfsemi stofnunarinnar. 

Lesa meira

27.2.2025 : Auglýst eftir umsóknum í Jafnréttissjóð Íslands

Opnað hefur verið fyrir umsóknir í Jafnréttissjóð Íslands og er umsóknarfrestur til 10. apríl 2025, kl. 15:00

Lesa meira
Sustainable-blue-economy-partnership

27.2.2025 : Upplýsingafundur: Nýtt kall - Sustainable Blue Economy Partnership

Styrkur til rannsóknaverkefna sem þurfa aðgang að rannsóknaraðstöðu í sjö löndum. Rafrænn upplýsingafundur 28. febrúar kl. 12:00.

Lesa meira

26.2.2025 : Auglýst er eftir umsóknum um styrki úr Rannsóknarsjóði Sigrúnar Ástrósar Sigurðardóttur og Haralds Sigurðssonar

Markmið sjóðsins er að veita styrki til eflingar rannsókna á korta- og landfræðisögu Íslands eða íslenskri bókfræði og stuðla að útgáfu rita um þau efni. Umsóknarfrestur er til kl. 15:00 þann 5. maí 2025.

Lesa meira
Shutterstock_81341863-starfsmenntun

26.2.2025 : Rannís hýsir ReferNet – Evrópumiðstöð fyrir þróun starfsmenntunar

Rannís hefur gert samning til næstu fjögurra ára um rekstur ReferNet, samstarfsnets Evrópulanda á vegum CEDEFOP sem safnar og miðlar upplýsingum um starfsmenntun. Hlutverk Rannís er að afla gagna og vinna skýrslur um þróun og stefnumótun í starfsmenntun á Íslandi fyrir þeirra hönd.

Lesa meira
Image_1740501363718

25.2.2025 : Skráning opin: Horizon Europe Cluster 4 Digital tengslaráðstefna

Rafræn tengslaráðstefna sem veitir rannsakendum og nýsköpunaraðilum einstakt tækifæri til að finna alþjóðlega samstarfsaðila, kynna verkefnahugmyndir og byggja upp samstarfshópa.

Lesa meira

21.2.2025 : Auglýst eftir umsóknum í Markáætlun í tungu og tækni

Opnað hefur verið fyrir umsóknir um styrki í Markáætlun í tungu og tækni fyrir styrkárin 2025-2028. Umsóknarfrestur er 10. apríl 2025 kl. 15:00.

Lesa meira

19.2.2025 : Opið fyrir framhaldsumsóknir um skattfrádrátt

Umsóknarfrestur er þriðjudaginn 1. apríl 2025 á miðnætti.

Lesa meira

18.2.2025 : NordForsk auglýsir kall um ábyrga notkun gervigreindar

Markmiðið er að kanna notkun, þróun og innleiðingu gervigreindar, á einstaklings-, skipulags- og samfélagsstigi. Umsóknarfrestur rennur út 13. maí 2025 klukkan 11:00 að íslenskum tíma.

Lesa meira

18.2.2025 : „Taktu stökkið!“ – Viðtal við Sigríði Halldóru Pálsdóttur, nýjan eTwinning sendiherra við Tækniskólann

Sigríður Halldóra Pálsdóttir hefur kennt við Tækniskólann frá árinu 2010 og er nýr eTwinning sendiherra á Íslandi. Hún er menntaður enskukennari en hefur frá árinu 2020 starfað sem brautarstjóri K2 Tækni- og vísindaleiðar skólans. Þar kennir hún einnig frumkvöðlafræði, lokaverkefni og valáfanga um notkun gervigreindar í skólastarfi. Í viðtalinu segir hún frá reynslu sinni af eTwinning, áhrifum alþjóðlegs samstarfs á skólastarf og markmiðum sínum sem sendiherra.

Lesa meira

17.2.2025 : Úthlutun styrkja til íslenskukennslu fyrir útlendinga 2025

Mennta- og barnamálaráðuneyti hefur úthlutað styrkjum til íslenskukennslu fyrir útlendinga á árinu 2025. Alls barst 21 umsókn frá fyrirtækjum og stofnunum til þessara verkefna og fengu allar styrk.

Lesa meira

14.2.2025 : Framtíð evrópsk samstarfs í mótun: Samráð Evrópusambandsins við almenning opið til 7. maí

Nú stendur yfir undirbúningur næsta fjárhagstímabils Evrópusambandsins sem tekur við eftir 2027. Framkvæmdarstjórn Ursulu von der Leyen leggur áherslu á stefnumiðaða, einfaldaða og áhrifaríka nálgun og boðar til samtals við almenning um hvernig fjármununum sé best varið. 

Lesa meira

14.2.2025 : Starfslaunasjóður sjálfstætt starfandi fræðimanna auglýsir eftir umsóknum

Hlutverk sjóðsins er að styðja við starfsemi fræðimanna sem starfa sjálfstætt í sinni fræðigrein til ritunar efnis á íslensku. Umsóknarfrestur er 17. mars 2025, kl. 15:00.

Lesa meira

14.2.2025 : Upplýsingaveitan Eurodesk heldur upp á 35 ára afmæli sitt í ár!

Eurodesk gegnir lykilhlutverki við að tengja ungt fólk í Evrópu við alþjóðleg tækifæri til náms, skiptináms, starfsnáms, styrkja og annarra verkefna. Slík tækifæri bjóðast ekki síst gegnum Erasmus+ og European Solidarity Corps áætlanir ESB, en Ísland tekur þátt í þeim á grundvelli EES samningsins.

Lesa meira
ISS_24519_00123

13.2.2025 : Áframhaldandi aukning á útgjöldum til rannsókna og þróunarstarfs á Íslandi

Útgjöld til rannsókna og þróunar héldu áfram að aukast verulega á árinu 2023 og námu rúmlega 114 milljörðum króna. Frá árinu 2018 hafa útgjöld tvöfaldast og munar þar mest um aukin útgjöld fyrirtækja til rannsókna og þróunar, en þau hafa meira en tvöfaldast á fimm árum. Telja má víst að opinber stuðningur hafi hvetjandi áhrif, en styrkir til nýsköpunarfyrirtækja þrefölduðust frá 2018 til 2023.

Lesa meira

13.2.2025 : Norræna-kínverska norðurslóðaráðstefnan

Tíunda norræna-kínverska norðurslóðaráðstefnan verður haldin í Sjanghæ, Kína 23. - 24. apríl 2025. 

Lesa meira
Visindakako-Bokasafn-Hafnarfjardar_1739189251204

10.2.2025 : Vísindakakó fyrir forvitna krakka á Bókasafni Hafnarfjarðar 15. febrúar

Dr. Margrét Helga Ögmundsdóttir ræðir við gesti um rannsóknir sínar sem prófessor við Læknadeild Háskóla Íslands.

Lesa meira
Máluð mynd af blómum

10.2.2025 : Auglýst eftir umsóknum úr Barnamenningarsjóði

Hlutverk sjóðsins er að styðja fjölbreytta starfsemi á sviði barnamenningar með áherslu á sköpun, listir og virka þátttöku barna í menningarlífi.

Lesa meira
Netoryggi-2

7.2.2025 : Varðmenn gegn netvættum – Styrkjum skjaldborgina!

Rannís, Eyvör (NCC-IS) og Miðstöð stafrænnar nýsköpunar (EDIH-IS) bjóða á viðburðinn „Varðmenn gegn netvættum – Styrkjum skjaldborgina!“ mánudaginn 17. febrúar í Fenjamýri, Grósku.

Lesa meira

4.2.2025 : Auglýst eftir umsóknum í Bókasafnasjóð

Öll bókasöfn sem falla undir bókasafnalög geta sótt um styrki, ein eða í samstarfi með öðrum bókasöfnum eða með aðilum sem hafa það að markmiði að efla bókasöfn í landinu. Umsóknarfrestur er 17. mars 2025 kl. 15:00.

Lesa meira

31.1.2025 : Örnámskeið um náms- og starfsráðgjöf: Fimm víddir umhverfisvænnar starfsráðgjafar

Euroguidance á Norðurlöndunum og í Eystrasaltsríkjunum bjóða upp á röð örnámskeiða tengd náms- og starfsráðgjöf. Þann 18. febrúar 2025 kl. 14:00-15:15 að íslenskum tíma verður fjallað um fimm víddir umhverfisvænnar starfsráðgjafar.

Lesa meira
Ranni-us-30.01.2025-88

30.1.2025 : Valdimar Sveinsson hlýtur Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands fyrir verkefnið Lífupplýsingafræðileg greining á kælisvari frumna

Verðlaunin voru afhent við hátíðlega athöfn á Bessastöðum fimmtudaginn 30. janúar.

Lesa meira

30.1.2025 : Sérfræðingur í nýsköpunarteymi

Starfið felur í sér fullt starf í nýsköpunarteymi rannsókna- og nýsköpunarsviðs Rannís þar sem stærstu verkefnin eru rekstur skattfrádráttar rannsókna- og þróunarverkefna og Tækniþróunarsjóðs. Verkefni starfsmanns snúa að skattfrádrætti rannsókna- og þróunarverkefna  og felast m.a. í yfirferð umsókna, samskiptum við umsækjendur, upplýsingagjöf og kynningum.
Umsóknarfrestur rann út 12. febrúar síðastliðinn og er ráðningarferli í gangi.

30.1.2025 : Menntasamstarf

Hefur þú áhuga á menntamálum og vilt stuðla að árangursríku innlendu og evrópsku menntasamstarfi? Rannís óskar eftir sérfræðingi í fullt starf á mennta- og menningarsvið, til að hafa umsjón með innlendum sjóðum og erlendum samstarfsverkefnum á sviði menntamála. Starfið felur í sér umsýslu umsókna og verkefna, gerð vinnuáætlana og skýrslna auk þátttöku í kynningarmálum og alþjóðlegu samstarfi. 
Umsóknarfrestur rann út 10. febrúar síðastliðinn og er ráðningarferli í gangi.

Lesa meira

27.1.2025 : Evrópsk háskólanet: Ný skýrsla sýnir jákvæð áhrif á háskólanám í Evrópu

Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hefur birt nýja skýrslu sem fjallar um þann árangur sem evrópsk háskólanet hafa náð í að auka samþættingu, samkeppnishæfni og inngildingu í háskólanámi og þær áskoranir sem þau standa frammi fyrir.

Lesa meira

24.1.2025 : Samfjármögnun um sniðlækningar auglýsir (EP PerMed) hraðkall

Hraðkall (Fast Track Call) er hraðari leið fyrir fyrir frumkvöðla með nýjungar í sniðlækningum til að sannreyna lausnir sínar.

Lesa meira
_RAN2778

24.1.2025 : eTwinning fagnar 20 ára afmæli á árinu!

eTwinning er flaggskip Evrópusambandsins þegar kemur að rafrænu skólasamstarfi. Það býður kennurum og skólum öruggt netumhverfi þar sem hægt er að vinna saman og þróa bæði innlend og alþjóðleg verkefni.

Lesa meira

23.1.2025 : Umskipti Evrópu í sjálfbærara og hringlaga hagkerfi

Viðburðurinn SustainableSolutionsMatch 2025 er þverfaglegur, stafrænn viðburður sem fer fram á netinu 7.-21. febrúar nk.

Lesa meira
Logo Tækniþróunarsjóða og textinn kynningarfundur

22.1.2025 : Kynningarfundir á styrkjum Tækniþróunarsjóðs og Netöryggisstyrk Eyvarar

Sérfræðingar Tækniþróunarsjóðs verða með þrjár kynningar í janúar 2025, ein á Akranesi og tvær rafrænar.

Lesa meira

22.1.2025 : Upplýsingadagur COST 2025

Þann 18. febrúar nk. verður haldinn opinn upplýsingadagur COST á netinu. Tilgangur COST verkefna er að byggja upp samstarfsnet á ákveðnum rannsóknasviðum.

Lesa meira
ISS_24519_00123

22.1.2025 : Kynningarfundur um Tækniþróunarsjóð, skatthvata og Enterprise Europe Network

Samtök iðnaðarins, Samtök sprotafyrirtækja og Rannís standa fyrir kynningarfundi þriðjudaginn 28. janúar kl. 9:00-10:30 í Húsi atvinnulífsins, Borgartúni 35, fundarsalnum Hyl á 1. hæð.

Lesa meira

22.1.2025 : Kynningarfundur um Eurostars-3 og Innowwide

Fundurinn verður haldinn fimmtudaginn 6. febrúar 2025 kl. 12:30-13:30 á Teams.

Lesa meira
Sls25uthl_frett21jan25

21.1.2025 : Úthlutun úr Sviðslistasjóði 2025

Umsóknarfrestur í Sviðslistasjóð rann út 1. október 2024. Sjóðnum bárust 115 umsóknir og sótt var um ríflega 1,6 milljarð króna í Sviðslistasjóð og launasjóð sviðslistafólks (1581 mánuðir í launasjóðinn). 

Lesa meira

21.1.2025 : NordForsk auglýsir væntanlegt kall um fjandsamlegar ógnir sem ögra samfélagsöryggi Norðurlandanna og Eystrasaltsríkjanna

Fjandsamlegar ógnir og blandaðar árásir er ofarlega á baugi á Norðurlöndum og Eystrasaltssvæðinu.

Lesa meira
Visindakako-Borgarbokasafnid-Kringlunni

21.1.2025 : Vísindakakó fyrir forvitna krakka á Borgarbókasafninu Kringlunni 25. janúar

Dr. Arnar Eggert Thoroddsen ræðir við gesti um störf sín sem félags- og fjölmiðlafræðingur við Háskóla Íslands auk starfa hans sem tónlistargagnrýnandi og -fræðingur.

Lesa meira

20.1.2025 : Opið er fyrir aðra lotu netöryggisstyrks Eyvarar, hæfniseturs fræðslu, menntunar og rannsókna á sviði netöryggis

Markmið styrksins er að efla netöryggisgetu á landsvísu og er ætlað að efla aðlögun og innleiðingu á nýjum netöryggislausnum og hönnun þeirra meðal íslenskra fyrirtækja og opinberra aðila. Umsóknarfrestur er 17. mars nk. kl. 15:00.

Lesa meira

20.1.2025 : Evrópska nýsköpunarráðið (EIT) kynnir nýtt þekkingar- og nýsköpunarsamfélag (EIT KIC) á sviði vatns, sjávar- og hafsvæða og vistkerfa

EIT Water kallið mun taka á alþjóðlegum áskorunum, þar á meðal vatnsskorti, þurrkum og flóðum, auk hnignunar í ferskvatni og sjó.

Lesa meira
Hvatningarverdlaun-Rannsoknasjods-2025-JEG-LE

16.1.2025 : Dr. Jón Emil Guðmundsson, lektor í stjarneðlisfræði við Háskóla Íslands, hlýtur Hvatningarverðlaun Rannsóknasjóðs

Hvatningarverðlaun Rannsóknasjóðs fyrir árið 2025 voru afhent við hátíðlega athöfn á Rannsóknaþingi sem fór fram á Hótel Reykjavík Natura. 

Lesa meira
ING_38192_52041

16.1.2025 : Úthlutun úr Rannsóknasjóði styrkárið 2025

Stjórn Rannsóknasjóðs hefur lokið við úthlutun styrkja til nýrra rannsóknaverkefna fyrir árið 2025. Alls bárust 381 gildar umsóknir í Rannsóknasjóð og voru 64 þeirra styrktar eða tæp 17% umsókna.

Lesa meira









Þetta vefsvæði byggir á Eplica