Fréttir: apríl 2022

29.4.2022 : Auglýst er eftir umsóknum til starfslauna listamanna fyrir tónlistarflytjendur og sviðslistafólk

Um er að ræða aukaúthlutun 2022 fyrir tónlistarflytjendur og sviðslistafólk. Umsóknarfrestur er 16. maí 2022 kl. 15:00.

Lesa meira

29.4.2022 : Opið fyrir umsóknir í Sviðslistasjóð

Sviðslistaráð auglýsir eftir umsóknum um styrki til atvinnusviðslistahópa fyrir leikárið 2022/23 – aukaúthlutun vegna átaks ríkisstjórnar Íslands. Veittar eru 25 milljónir til sjóðsins og að auki 50 listamannalaun til sviðslistafólks, 35 ára og yngri.

Lesa meira

29.4.2022 : Rannís tekur þátt í Nýsköpunarviku

Nýsköpunarvikan fer fram 16. - 20. maí nk. Hátíðin er haldin á Íslandi ár hvert en markmiðið er að auka aðgengi og sýnileika nýsköpunar á Íslandi og gefa fyrirtækjum og sprotum tækifæri á að kynna eigin nýsköpun.

Lesa meira

28.4.2022 : Rannís á Akureyri - Tækifæri og styrkir á sviði menntunar og menningar

Mennta- og menningarsvið Rannís sækir Akureyri heim og býður til hádegisfundar í Hofi, miðvikudaginn 4. maí kl. 12:00–13:00.

Lesa meira

27.4.2022 : Umsóknarfrestur í Markáætlun í tungu og tækni hefur verið framlengdur

Ákveðið hefur verið að framlengja umsóknarfrest Markáætlunar í tungu og tækni um tvær vikur, eða til 12. maí kl. 15:00. 

Lesa meira

26.4.2022 : Opið fyrir umsóknir í Fræ/Þróunarfræ

Fræ og Þróunarfræ hafa það að markmiði að styðja við hugmyndir og verkefni á frumstigi sem geta leitt af sér stærri þróunarverkefni. Umsóknir sem berast fyrir 2. maí nk. verða teknar fyrir af fagráði sjóðsins í næstu lotu.

Lesa meira
EEA-grants

25.4.2022 : Uppbyggingarsjóður EES í Rúmeníu auglýsir eftir umsóknum

Opnað hefur verið fyrir umsóknir í flokknum viðskiptaþróun, nýsköpun og lítil og meðalstór fyrirtæki. Umsóknarfrestur er til og með 14. júlí 2022.

Lesa meira

20.4.2022 : Loftslagsmót 2022

Stefnumót fyrirtækja um nýsköpun og lausnir á sviði umhverfis- og loftslagsmála þann 4. maí 2022 í Gullteig á Grand Hótel kl. 08:30 – 12:30

Lesa meira

12.4.2022 : Úthlutun Tækniþróunarsjóðs í Fyrirtækjastyrk Fræ og Þróunarfræ

Tilkynnt hefur verið um úthlutun úr Tækniþróunarsjóði Fræ/Þróunarfræ fyrir árið 2022.

Lesa meira

12.4.2022 : Úthlutun úr Nýsköpunarsjóði námsmanna 2022

Stjórn Nýsköpunarsjóðs námsmanna hefur lokið úthlutun fyrir sumarið 2022.

Lesa meira

11.4.2022 : Æskulýðssjóður fyrri úthlutun 2022

Tilkynnt hefur verið um fyrri úthlutun úr Æskulýðssjóði fyrir árið 2022.

Lesa meira

8.4.2022 : Úthlutun úr Loftslagssjóði 2022

Stjórn Loftslagssjóðs hefur lokið við úthlutun. Alls bárust 85 gildar umsóknir og verða 12 þeirra styrktar, eða um 14% umsókna.

Lesa meira

7.4.2022 : Sviðsstjóri rannsókna- og nýsköpunarsviðs

Rannís leitar að metnaðarfullum og öflugum sviðsstjóra rannsókna- og nýsköpunarsviðs til að leiða 22 manna teymi sérfræðinga í fjölbreyttum verkefnum. 

Lesa meira

6.4.2022 : Nordforsk auglýsir eftir umsóknum í áætlunina Future Working Life Research Programme

Vel starfhæft atvinnulíf er lykilatriði í þróun samfélagsins þar sem það skapar skilyrði fyrir hagvöxt og fjármögnun velferðarkerfa. Markmið áætlunarinnar Future Working Life Research Programme er að efla þekkingu á vinnumarkaði framtíðarinnar. 

Lesa meira

5.4.2022 : Nordforsk auglýsir eftir umsóknum í áætlunina Societal Security Beyond Covid-19

Áætlunin Societal Security Beyond Covid – 19 hefur það að markmiði að kanna afleiðingar af COVID-19 faraldrinum til lengri og skemmri tíma. 

Lesa meira
Ágúst Hjörtur Ingþórsson

1.4.2022 : Ágúst Ingþórsson nýr forstöðumaður Rannís

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra hefur skipað Ágúst Hjört Ingþórsson forstöðumann Rannsóknamiðstöðvar Íslands frá 1. apríl.

Lesa meira









Þetta vefsvæði byggir á Eplica