Ársskýrsla Rannís fyrir árið 2024 er komin út á rafrænu formi.
Lesa meiraLogi Einarsson, menningar-, nýsköpunar- og háskólaráðherra heimsótti Rannís á dögunum og fræddist um fjölbreytta starfsemi stofnunarinnar.
Lesa meiraOpnað hefur verið fyrir umsóknir í Jafnréttissjóð Íslands og er umsóknarfrestur til 10. apríl 2025, kl. 15:00
Lesa meiraStyrkur til rannsóknaverkefna sem þurfa aðgang að rannsóknaraðstöðu í sjö löndum. Rafrænn upplýsingafundur 28. febrúar kl. 12:00.
Lesa meiraMarkmið sjóðsins er að veita styrki til eflingar rannsókna á korta- og landfræðisögu Íslands eða íslenskri bókfræði og stuðla að útgáfu rita um þau efni. Umsóknarfrestur er til kl. 15:00 þann 5. maí 2025.
Lesa meiraRannís hefur gert samning til næstu fjögurra ára um rekstur ReferNet, samstarfsnets Evrópulanda á vegum CEDEFOP sem safnar og miðlar upplýsingum um starfsmenntun. Hlutverk Rannís er að afla gagna og vinna skýrslur um þróun og stefnumótun í starfsmenntun á Íslandi fyrir þeirra hönd.
Lesa meiraRafræn tengslaráðstefna sem veitir rannsakendum og nýsköpunaraðilum einstakt tækifæri til að finna alþjóðlega samstarfsaðila, kynna verkefnahugmyndir og byggja upp samstarfshópa.
Lesa meiraOpnað hefur verið fyrir umsóknir um styrki í Markáætlun í tungu og tækni fyrir styrkárin 2025-2028. Umsóknarfrestur er 10. apríl 2025 kl. 15:00.
Lesa meiraUmsóknarfrestur er þriðjudaginn 1. apríl 2025 á miðnætti.
Lesa meiraMarkmiðið er að kanna notkun, þróun og innleiðingu gervigreindar, á einstaklings-, skipulags- og samfélagsstigi. Umsóknarfrestur rennur út 13. maí 2025 klukkan 11:00 að íslenskum tíma.
Lesa meiraSigríður Halldóra Pálsdóttir hefur kennt við Tækniskólann frá árinu 2010 og er nýr eTwinning sendiherra á Íslandi. Hún er menntaður enskukennari en hefur frá árinu 2020 starfað sem brautarstjóri K2 Tækni- og vísindaleiðar skólans. Þar kennir hún einnig frumkvöðlafræði, lokaverkefni og valáfanga um notkun gervigreindar í skólastarfi. Í viðtalinu segir hún frá reynslu sinni af eTwinning, áhrifum alþjóðlegs samstarfs á skólastarf og markmiðum sínum sem sendiherra.
Lesa meiraMennta- og barnamálaráðuneyti hefur úthlutað styrkjum til íslenskukennslu fyrir útlendinga á árinu 2025. Alls barst 21 umsókn frá fyrirtækjum og stofnunum til þessara verkefna og fengu allar styrk.
Lesa meiraNú stendur yfir undirbúningur næsta fjárhagstímabils Evrópusambandsins sem tekur við eftir 2027. Framkvæmdarstjórn Ursulu von der Leyen leggur áherslu á stefnumiðaða, einfaldaða og áhrifaríka nálgun og boðar til samtals við almenning um hvernig fjármununum sé best varið.
Lesa meiraHlutverk sjóðsins er að styðja við starfsemi fræðimanna sem starfa sjálfstætt í sinni fræðigrein til ritunar efnis á íslensku. Umsóknarfrestur er 17. mars 2025, kl. 15:00.
Lesa meiraEurodesk gegnir lykilhlutverki við að tengja ungt fólk í Evrópu við alþjóðleg tækifæri til náms, skiptináms, starfsnáms, styrkja og annarra verkefna. Slík tækifæri bjóðast ekki síst gegnum Erasmus+ og European Solidarity Corps áætlanir ESB, en Ísland tekur þátt í þeim á grundvelli EES samningsins.
Lesa meiraÚtgjöld til rannsókna og þróunar héldu áfram að aukast verulega á árinu 2023 og námu rúmlega 114 milljörðum króna. Frá árinu 2018 hafa útgjöld tvöfaldast og munar þar mest um aukin útgjöld fyrirtækja til rannsókna og þróunar, en þau hafa meira en tvöfaldast á fimm árum. Telja má víst að opinber stuðningur hafi hvetjandi áhrif, en styrkir til nýsköpunarfyrirtækja þrefölduðust frá 2018 til 2023.
Lesa meiraTíunda norræna-kínverska norðurslóðaráðstefnan verður haldin í Sjanghæ, Kína 23. - 24. apríl 2025.
Lesa meiraDr. Margrét Helga Ögmundsdóttir ræðir við gesti um rannsóknir sínar sem prófessor við Læknadeild Háskóla Íslands.
Lesa meiraHlutverk sjóðsins er að styðja fjölbreytta starfsemi á sviði barnamenningar með áherslu á sköpun, listir og virka þátttöku barna í menningarlífi.
Lesa meiraRannís, Eyvör (NCC-IS) og Miðstöð stafrænnar nýsköpunar (EDIH-IS) bjóða á viðburðinn „Varðmenn gegn netvættum – Styrkjum skjaldborgina!“ mánudaginn 17. febrúar í Fenjamýri, Grósku.
Lesa meiraÖll bókasöfn sem falla undir bókasafnalög geta sótt um styrki, ein eða í samstarfi með öðrum bókasöfnum eða með aðilum sem hafa það að markmiði að efla bókasöfn í landinu. Umsóknarfrestur er 17. mars 2025 kl. 15:00.
Lesa meirajan., feb., mar., apr., maí, jún., júl., ágú., sep., okt., nóv., des.
jan., feb., mar., apr., maí, jún., júl., ágú., sep., okt., nóv., des.
jan., feb., mar., apr., maí, jún., júl., ágú., sep., okt., nóv., des.
jan., feb., mar., apr., maí, jún., júl., ágú., sep., okt., nóv., des.