Opið fyrir framhaldsumsóknir um skattfrádrátt
Umsóknarfrestur er þriðjudaginn 1. apríl 2025 á miðnætti.
Um er að ræða framhaldsumsóknir um skattfrádrátt vegna rannsókna- og þróunarverkefna sem hlotið hafa staðfestingu Rannís á árinu skv. lögum nr. 152/2009.
Framhaldsumsóknir eru aðgengilegar á Mínum síðum undir Umsóknir -> Framhaldsumsóknir (í rauða borðanum).
Rannís vekur athygli umsækjenda á þeim breytingum sem urðu á lögum nr. 152/2009 og reglugerð nr. 758/2011 um sl. áramót, þar á meðal breytingu á 5. gr. laga nr. 152/2009 sem tók gildi frá og með 1. janúar 2025, er óheimilt:
„að framlengja umsókn um sama verkefni sem fengið hefur
staðfestingu skv. 1. mgr. oftar en þrisvar. Ef sama verkefni hefur fengið
framlengingu í þrígang getur umsækjandi sótt um staðfestingu á nýju verkefni
sem byggist á fyrra verkefni ef sýnt er fram á að áfangamarkmiðum hafi
sannanlega verið náð og nýtt verkefni byggist á þeim árangri.
Óheimilt er að framlengja umsókn um sama verkefni sem
fengið hefur staðfestingu skv. 1. mgr. oftar en þrisvar. Ef sama verkefni hefur
fengið framlengingu í þrígang getur umsækjandi sótt um staðfestingu á nýju
verkefni sem byggist á fyrra verkefni ef sýnt er fram á að áfangamarkmiðum hafi
sannanlega verið náð og nýtt verkefni byggist á þeim árangri“.
Sjá nánar: https://www.althingi.is/lagas/nuna/2009152.html (XIV. Kafli í þingskjali 405, 18. nóvember 2024) og reglugerð 758/2011 https://island.is/reglugerdir/nr/0758-2011