20 ár af eldmóði: eTwinning sendiherrarnir sem hafa fylgt þróuninni frá upphafi

12.3.2025

Kolbrún Svala Hjaltadóttir frá Íslandi og Tiina Sarisalmi frá Finnlandi hafa verið hluti af eTwinning samfélaginu frá fyrsta degi árið 2005. 
Í þessu viðtali deila þær einstökum reynslusögum, frá fyrstu skrefunum í stafrænu skólasamstarfi til þess hvernig eTwinning hefur þróast í gegnum árin og haft áhrif á kennsluaðferðir, nemendur og þeirra eigin starfsferil.

  • Rafraent-skolasamstarf-i-20-ar-3-

Þegar tveir reynslumiklir eTwinning sendiherrar hittust í fyrsta sinn, Kolbrún Svala Hjaltadóttir frá Íslandi og Tiina Sarisalmi frá Finnlandi, var það gleðileg stund, full af frásögnum og ólíkum reynslusögum. Þær hafa báðar verið virkir þátttakendur í eTwinning allt frá upphafi árið 2005. Saman skoðuðu þær feril sinn í gegnum árin og hvernig eTwinning hefur þróast og mótað bæði starfsferil þeirra sem og nám nemenda.


Byrjunin í Finnlandi og á Íslandi

Í Finnlandi hefur eTwinning verið í umsjón finnsku Menntamálastofnunarinnar (Finnish National Agency for Education) frá janúar 2005. Þremur mánuðum áður var Tiina Sarisalmi, enskukennari og verkefnastjóri í upplýsingatækni í grunnskóla, beðin um að taka þátt í tilraunaverkefni. Markmiðið var að búa til vefsíður skóla á ensku og tengjast evrópskum samstarfsaðilum í gegnum eTwinning. Þetta varð fyrsta skrefið hennar í eTwinning.

Á sama tíma var Alþjóðaskrifstofu Háskólastigsins falið að sjá um eTwinning á Íslandi, sem síðan sameinaðist undir Rannís – Rannsóknamiðstöð Íslands árið 2013. En í janúar 2005 fékk Kolbrún Svala Hjaltadóttir, grunnskólakennari og ráðgjafi í upplýsingatækni, ábendingu um þetta nýja evrópska verkefni. Hún tók strax þátt. Fyrsta eTwinning verkefni hennar snerist um rauða blöðru sem ferðaðist um Evrópu.

„Rauða blaðran var einföld en frábær hugmynd – blaðran fór með í kennslustofur og inn á heimili nemenda. Það sem blaðran „sá“ varð að þemum í verkefninu,“ segir Kolbrún.


Samskipti og tækifæri í gegnum bréfaskipti

Í byrjun eTwinning voru nemendur bæði í Finnlandi og á Íslandi að skrifa bréf og deila upplýsingum á spjallsvæðum á vef eTwinning. Tiina rifjar upp að hún hafi unnið með samstarfsaðilum í Póllandi og Grikklandi að því að skoða hvernig upplýsingatækni var notuð á þeim tíma, þegar fáir áttu farsíma og enn færri höfðu aðgang að tölvu með nettengingu heima.

„Í dag, 20 árum síðar, er handskrifað bréf enn vinsæll þáttur í verkefnum eTwinning, en nú er það vegna þess að það er algjörlega ný upplifun fyrir flesta nemendur,“ segir Kolbrún brosandi.


Hvernig hefur eTwinning haft áhrif á kennsluaðferðir ykkar?

Þó að Tiina sé ekki lengur að kenna, heldur hún áfram sem sendiherra og vinnur við þróunarverkefni í menntun. Kolbrún lauk síðasta eTwinning verkefninu sínu í janúar 2024 og er nú komin á eftirlaun.

„Ég hef alltaf verið opin fyrir nýjum kennsluaðferðum og vildi tengja nemendur við vini í öðrum löndum til að læra og deila reynslu. eTwinning er frábært tæki til þess,“ segir Kolbrún.

„Það var einstakt að fylgjast með gleði nemenda þegar þeir hittu jafnaldra sína á netinu. Það skapaðist öruggt umhverfi án eineltis, þar sem samheldni var lykilatriði,“ bætir hún við.


Hvernig hefur eTwinning haft áhrif á ferilinn ykkar?

Kolbrún hefur tekið þátt í um 70 eTwinning verkefnum og hvatt kollega sína áfram í hundruðum verkefna. Eitt eftirminnilegasta verkefnið hennar er Schoolovision, þar sem nemendur tóku þátt í grunnskólaútgáfu af Evrópsku söngvakeppninni. „Á hverju hausti komu nemendur til mín og spurðu: „Kolbrún, getum við tekið þátt í Schoolovision aftur?““

Tiina segir að eTwinning hafi opnað ný tækifæri á hennar starfsferli. Hún fékk verðlaun á árlegy eTwinning-ráðstefnunni árið 2006 fyrir nýstárlegt verkefni og var í framh

Tiina-og-Kolbrun

aldi að því fengin til að skapa og þróa námsefni í ensku. Síðar var hún fengin til að starfa við þróunarverkefni um alþjóðavæðingu í grunnskólum.


Ráð til nýrra þátttakenda: Byrjið smátt og verið óhrædd við mistök

Bæði Kolbrún og Tiina leggja áherslu á að byrjendur í eTwinning ættu ekki að óttast mistök. „Í mínu fyrsta eTwinning verkefni gerðum við öll hugsanleg mistök,“ segir Tiina hlæjandi. „En það gerði mig betur undirbúna fyrir næsta verkefni.“

„Mikilvægast er að byrja smátt og leyfa nemendum að taka þátt í skipulagningunni,“ segir Kolbrún. „Það sem nemendur læra í gegnum þessa skemmtilegu reynslu mun fylgja þeim út lífið.“

„Við deilum gleðinni og áskorununum saman. Þegar þú hjálpar nemendum að eignast vini erlendis geturðu tekið verkefnið á næsta stig,“ bætir hún við.


Hvað er eTwinning?

eTwinning er fjármagnað af Erasmus+ áætlun Evrópusambandsins. Vettvangurinn tengir saman skóla í Evrópu í gegnum stafrænt samstarf. European School Education Platform hýsir eTwinning, og yfir 44 lönd og hundruð þúsunda kennara og starfsfólk skóla hafa þegar skráð sig til að nýta sér fjölmörg tækifæri vettvangsins.

Sjá meira hér









Þetta vefsvæði byggir á Eplica