Fréttir: apríl 2020

30.4.2020 : Fyrri úthlutun Hljóðritasjóðs árið 2020

Menntamálaráðherra hefur samþykkt tillögu stjórnar sjóðsins fyrir fyrri úthlutun Hljóðritasjóðs árið 2020. Umsóknarfrestur rann út 16. mars sl.

Lesa meira

30.4.2020 : Nýsköpunarsjóður námsmanna framlengir umsóknarfrest

Stjórn Nýsköpunarsjóðs námsmanna hefur ákveðið að framlengja umsóknarfrest í sjóðinn til 8. maí nk.

Lesa meira
Ráðherra setur fund

29.4.2020 : Vel sóttur rafrænn kynningarfundur um Tækniþróunarsjóð

Vel yfir 200 manns sóttu rafrænan kynningarfund Samtaka iðnaðarins og Rannís um Tækniþróunarsjóð sem haldinn var 28. apríl sl.

Lesa meira

25.4.2020 : Tónlistarsjóður - átaksverkefni í menningu og listum vorið 2020

Auglýst er eftir umsóknum um sérstaka styrki úr Tónlistarsjóði samkvæmt þingsályktun um sérstakt tímabundið fjárfestingaátak með styrkveitingum til menningar- og listaverkefna fyrir almenning.

Lesa meira

24.4.2020 : Náðu lengra með Tækniþróunarsjóði

Samtök iðnaðarins og Rannís kynna Tækniþróunarsjóð, Nýsköpunarsjóð námsmanna og skattfrádrátt vegna rannsókna- og þróunarkostnaðar á fjarfundi þriðjudaginn 28.apríl kl.12.30-14.00.

Lesa meira
Atvinnuleikhopar_april2020

24.4.2020 : Leiklistarráð auglýsir eftir umsóknum um styrki til starfsemi atvinnuleikhópa 2020-2021

Samkvæmt þingsályktun um sérstakt tímabundið fjárfestingaátak til að vinna gegn samdrætti í hagkerfinu í kjölfar heimsfaraldurs kórónuveiru verður styrkjum veitt til átaksverkefna á sviði lista og menningar fyrir almenning. 

Lesa meira

21.4.2020 : Starfsemi IASC skrifstofunnar á Akureyri framlengd til ársins 2026

Í ljós þeirrar jákvæðu reynslu sem fengist hefur af starfsemi skrifstofu Norðurskautsvísindanefndarinnar (IASC) hefur Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra samþykkt að framlengja starfsemi skrifstofunnar hjá Rannís á Akureyri um fimm ár. Starfsemi skrifstofunnar sem hefur verið starfrækt frá 2017 er því tryggð til loka árs 2026. 

Lesa meira

17.4.2020 : Fyrri úthlutun úr Nýsköpunarsjóði námsmanna 2020

Stjórn Nýsköpunarsjóðs námsmanna hefur lokið fyrri úthlutun fyrir sumarið 2020.

Lesa meira

14.4.2020 : Nýtt rannsóknasetur um hafið, loftslag og samfélag í samvinnu Carlsbergsjóðsins, íslenskra stjórnvalda og Rannsóknasjóðs

Í tilefni af 80 ára afmæli Margrétar Danadrottningar hinn 16. apríl og 90 ára afmæli Vigdísar Finnbogadóttur, fyrrverandi forseta Íslands, hinn 15. apríl í ár setur Carlsbergsjóðurinn á fót dansk-íslenskt rannsóknasetur í samvinnu við íslensk stjórnvöld og Rannsóknasjóð.

Lesa meira
Vinnustadanamssjodur

8.4.2020 : Rannís auglýsir eftir umsóknum í Vinnustaðanámssjóð

Opnað hefur verið fyrir umsóknir í Vinnustaðanámssjóð og er umsóknarfrestur til 20. nóvember 2020, kl. 16:00.

Lesa meira

8.4.2020 : Nýsköpunarsjóður námsmanna opnar fyrir nýjar umsóknir

Í ljósi breyttra aðstæðna í þjóðfélaginu hefur stjórn Nýsköpunarsjóðs námsmanna ákveðið að opna fyrir nýjar umsóknir frá og með miðvikudeginum 8. apríl. Umsóknarfrestur verður til 8. maí nk.

Lesa meira

7.4.2020 : Tækniþróunarsjóður flýtir úthlutunum ársins

Í ljósi breyttra aðstæðna í þjóðfélaginu hefur stjórn Tækniþróunarsjóðs ákveðið að flýta öllum úthlutunum sjóðsins á árinu, í samráði við ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra. Sjóðurinn heyrir undir ráðherra og hafa stjórnvöld, sem hluti af aðgerðum til að örva atvinnulífið, aukið fjármagn til sjóðsins um 700 milljónir króna á þessu ári.

Lesa meira

7.4.2020 : Umsóknafrestur í Innviðasjóð framlengdur til 20. maí

Ákveðið hefur verið að framlengja umsóknarfrest Innviðasjóðs sem vera átti 21. apríl til 20. maí vegna Covid-19 faraldursins.

Lesa meira

6.4.2020 : Páskakveðja

Kæru viðskiptavinir Rannís. Við óskum ykkur og fjölskyldu ykkar gleðilegra páska.

Við minnum á að vegna Covid-19 er tímabundið lokað fyrir komur á skrifstofu okkar. Við viljum þó aðstoða viðskiptavini okkar eins og kostur er. Unnt er að hafa samband við starfsmenn á skrifstofutíma milli 9-16, en netföng og bein símanúmer þeirra er að finna undir vefslóðinni: www.rannis.is/starfsemi/starfsmenn

Eins er hægt að senda tölvupóst á rannis@rannis.is eða hringja í síma 515 5800.

Gerlis Fugmann

1.4.2020 : Gerlis Fugmann ráðin nýr framkvæmdastjóri IASC

Gerlis Fugmann hefur verið ráðin í starf framkvæmdastjóra Alþjóðlegu norðurskautsvísindanefndarinnar (IASC). Hún hefur víðtæka starfsreynslu, hefur tekið þátt í rannsóknastarfi á norðurslóðum í meira en áratug og hefur mikla innsýn í málefni norðurslóða. Þá hefur hún unnið með vísindamönnum, alþjóðastofnunum og hagsmunaaðilum á heimskautssvæðinu og haft yfirumsjón með stórum verkefnum, viðburðum og fundum.

Lesa meira









Þetta vefsvæði byggir á Eplica