Menntamálaráðherra hefur samþykkt tillögu stjórnar sjóðsins fyrir fyrri úthlutun Hljóðritasjóðs árið 2020. Umsóknarfrestur rann út 16. mars sl.
Lesa meiraStjórn Nýsköpunarsjóðs námsmanna hefur ákveðið að framlengja umsóknarfrest í sjóðinn til 8. maí nk.
Lesa meiraVel yfir 200 manns sóttu rafrænan kynningarfund Samtaka iðnaðarins og Rannís um Tækniþróunarsjóð sem haldinn var 28. apríl sl.
Lesa meiraAuglýst er eftir umsóknum um sérstaka styrki úr Tónlistarsjóði samkvæmt þingsályktun um sérstakt tímabundið fjárfestingaátak með styrkveitingum til menningar- og listaverkefna fyrir almenning.
Lesa meiraSamtök iðnaðarins og Rannís kynna Tækniþróunarsjóð, Nýsköpunarsjóð námsmanna og skattfrádrátt vegna rannsókna- og þróunarkostnaðar á fjarfundi þriðjudaginn 28.apríl kl.12.30-14.00.
Lesa meiraSamkvæmt þingsályktun um sérstakt tímabundið fjárfestingaátak til að vinna gegn samdrætti í hagkerfinu í kjölfar heimsfaraldurs kórónuveiru verður styrkjum veitt til átaksverkefna á sviði lista og menningar fyrir almenning.
Lesa meiraÍ ljós þeirrar jákvæðu reynslu sem fengist hefur af starfsemi skrifstofu
Norðurskautsvísindanefndarinnar (IASC) hefur Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og
menningarmálaráðherra samþykkt að framlengja starfsemi skrifstofunnar hjá Rannís á
Akureyri um fimm ár. Starfsemi skrifstofunnar sem hefur verið starfrækt frá 2017 er því tryggð til loka árs 2026.
Stjórn Nýsköpunarsjóðs námsmanna hefur lokið fyrri úthlutun fyrir sumarið 2020.
Lesa meiraÍ tilefni af 80 ára afmæli Margrétar Danadrottningar hinn 16. apríl og 90 ára afmæli Vigdísar Finnbogadóttur, fyrrverandi forseta Íslands, hinn 15. apríl í ár setur Carlsbergsjóðurinn á fót dansk-íslenskt rannsóknasetur í samvinnu við íslensk stjórnvöld og Rannsóknasjóð.
Lesa meiraOpnað hefur verið fyrir umsóknir í Vinnustaðanámssjóð og er umsóknarfrestur til 20. nóvember 2020, kl. 16:00.
Lesa meiraÍ ljósi breyttra aðstæðna í þjóðfélaginu hefur stjórn Nýsköpunarsjóðs námsmanna ákveðið að opna fyrir nýjar umsóknir frá og með miðvikudeginum 8. apríl. Umsóknarfrestur verður til 8. maí nk.
Lesa meiraÍ ljósi breyttra aðstæðna í þjóðfélaginu hefur stjórn Tækniþróunarsjóðs ákveðið að flýta öllum úthlutunum sjóðsins á árinu, í samráði við ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra. Sjóðurinn heyrir undir ráðherra og hafa stjórnvöld, sem hluti af aðgerðum til að örva atvinnulífið, aukið fjármagn til sjóðsins um 700 milljónir króna á þessu ári.
Lesa meiraÁkveðið hefur verið að framlengja umsóknarfrest Innviðasjóðs sem vera átti 21. apríl til 20. maí vegna Covid-19 faraldursins.
Lesa meiraKæru viðskiptavinir Rannís. Við óskum ykkur og fjölskyldu ykkar gleðilegra páska.
Við minnum á að vegna Covid-19 er tímabundið lokað fyrir komur á skrifstofu okkar. Við viljum þó aðstoða viðskiptavini okkar eins og kostur er. Unnt er að hafa samband við starfsmenn á skrifstofutíma milli 9-16, en netföng og bein símanúmer þeirra er að finna undir vefslóðinni: www.rannis.is/starfsemi/starfsmenn
Eins er hægt að senda tölvupóst á rannis@rannis.is eða hringja í síma 515 5800.
Gerlis Fugmann hefur verið ráðin í starf framkvæmdastjóra Alþjóðlegu norðurskautsvísindanefndarinnar (IASC). Hún hefur víðtæka starfsreynslu, hefur tekið þátt í rannsóknastarfi á norðurslóðum í meira en áratug og hefur mikla innsýn í málefni norðurslóða. Þá hefur hún unnið með vísindamönnum, alþjóðastofnunum og hagsmunaaðilum á heimskautssvæðinu og haft yfirumsjón með stórum verkefnum, viðburðum og fundum.
Lesa meirajan., feb., mar., apr., maí, jún., júl., ágú., sep., okt., nóv., des.
jan., feb., mar., apr., maí, jún., júl., ágú., sep., okt., nóv., des.
jan., feb., mar., apr., maí, jún., júl., ágú., sep., okt., nóv., des.
jan., feb., mar., apr., maí, jún., júl., ágú., sep., okt., nóv., des.
jan., feb., mar., apr., maí, jún., júl., ágú., sep., okt., nóv., des.