Fréttir: október 2020

28.10.2020 : Auglýst eftir umsóknum í Loftslagssjóð

Loftslagssjóður heyrir undir umhverfis- og auðlindaráðherra. Hlutverk sjóðsins er að styðja við nýsköpunarverkefni á sviði loftslagsmála og verkefni sem lúta að kynningu og fræðslu um áhrif loftslagsbreytinga. Rannís hefur umsjón með sjóðnum. 

Lesa meira

26.10.2020 : Málstofa á netinu um loftlags­breytingar á Íslandi síðustu 50 ár

Fimmtudaginn 5. nóvember nk. kl. 13:00 – 14:30 verður haldin málstofa í samstarfi við Rannís. Þar verður sjónum beint að þeim víðtæku áhrifum sem loftslagsbreytingar hafa haft á Ísland síðustu 50 ár. Enn fremur verður rýnt í þær breytingar sem búast má við á næstu 50 árum.

Lesa meira

16.10.2020 : Auglýst eftir umsóknum um styrki til íslenskukennslu

Rannís auglýsir eftir umsóknum um styrki til íslenskukennslu fyrir útlendinga sem er ekki hluti af almennu námi á grunn- eða framhaldsskólastigi. Upphæð sjóðsins er samþykkt af Alþingi í fjárlögum fyrir árið 2021. Umsóknarfrestur er til 3. desember 2020, kl. 16:00.

Lesa meira

15.10.2020 : Sérfræðingur í rannsóknateymi

Sérfræðingur óskast í fullt starf hjá Rannís. Starfið felur í sér umsjón með tveimur fagráðum Rannsóknasjóðs; raunvísinda og stærðfræði og verkfræði og tæknivísinda, umsjón með öðrum innlendum sjóðum og alþjóðlegum verkefnum á þessum fagsviðum.

Lesa meira

14.10.2020 : Byggðaþróun og fæðuöryggi á Norðurslóðum: Hlutverk jarðvarmaorku

Norðurslóðanet Íslands boðar til veffundar þann 20. okt. nk. í samstarfi við Utanríkisráðuneytið, Rannís, SSNE og EIMUR.

Lesa meira

9.10.2020 : Upplýsingafundur vegna verkefna fyrir vegvísi um rannsóknarinnviði

Veffundur (Zoom) um umsóknarferlið vegna verkefna fyrir vegvísi um rannsóknarinnviði verður haldinn fimmtudaginn 15. október kl. 15:00.

Lesa meira

7.10.2020 : Taktu þátt í stefnumótun Tækniþróunarsjóðs

Mikil gróska hefur verið í nýsköpunarsamfélaginu undanfarin ár sem meðal annars endurspeglast í síauknum fjölda umsókna til Tækniþróunarsjóðs. Á næsta ári er fyrirhugað að sjóðurinn fái aukið fjármagn til að styrkja nýsköpunarverkefni.

Lesa meira

7.10.2020 : Auglýst er eftir umsóknum í tvíhliða norðurslóðaáætlun Íslands og Noregs

Áætlunin Arctic Research and Studies 2019-2020 veitir sóknarstyrki til að styðja við samstarf á milli Íslands og Noregs á sviði norðurslóðafræða. Vakin er athygli á að unnið verður úr umsóknum jafnt og þær berast miðað við tiltækt fjármagn.

Lesa meira









Þetta vefsvæði byggir á Eplica