Fréttir: janúar 2021

29.1.2021 : Kynningarfjarfundur um Tækniþróunarsjóð

Samtök iðnaðarins og Rannís standa fyrir rafrænum kynningarfundi um Tækniþróunarsjóð miðvikudaginn 3. febrúar kl. 9.00-10.30 með yfirskriftinni Nú er tækifæri til að ná lengra með Tækniþróunarsjóði. Hér er hægt að skrá sig á fundinn.

Lesa meira

28.1.2021 : Umsóknarfrestur í Nýsköpunarsjóð námsmanna framlengdur til 15. febrúar 2021

Markmið sjóðsins er að gefa háskólum, rannsóknarstofnunum og fyrirtækjum tækifæri til að ráða námsmenn í grunnnámi og námi á meistarastigi við háskóla til sumarvinnu að rannsókna- og þróunarverkefnum.

Lesa meira
02g63349

27.1.2021 : Rúmar 398 milljónir endurgreiddar vegna bókaútgáfu árið 2020

Árið 2020 var fyrsta heila árið í starfsemi sjóðs til stuðnings bókaútgáfu. Á árinu voru afgreiddar 922 umsóknir. Heildarkostnaður sem taldist endurgreiðsluhæfur var rúmar 1.593 m.kr. og var fjórðungshlutur endurgreiddur til útgefenda, alls rúmar 398 m.kr.

Lesa meira

26.1.2021 : Úthlutun úr Íþróttasjóði 2021

Íþróttanefnd bárust alls 145 umsóknir að upphæð rúmlega 124 m. kr. um styrki úr Íþróttasjóði vegna ársins 2021.

Lesa meira
Logo NordForsk

25.1.2021 : Listaháskóli Íslands þátttakandi í NordForsk verkefni um snjallar vefnaðarvörur

Nýverið úthlutaði NordForsk í fyrsta skipti til verkefna í áætlun um þverfaglegar rannsóknir. Um 176 milljónir norskra króna voru til úthlutunar. 12 verkefni fengu styrk en þau fjalla um margvísleg viðfangsefni, allt frá náhvalstönnum til heimsfaraldurs og til félagslegra vélmenna. Listaháskóli Íslands tekur þátt í verkefni um vefnaðarvörur og snjalltækni.

Lesa meira
Ing_38192_13776

21.1.2021 : Aukin útgjöld til rannsókna og þróunarstarfs á Íslandi

Útgjöld til rannsókna og þróunar á árinu 2019 hækka um 17% frá árinu 2018, 12 milljarða aukning á útgjöldum fyrirtækja til rannsókna- og þróunarstarfs og 2ja milljarða aukning hjá háskólum. Telja má víst að hér séu áhrif skattfrádráttar rannsókna- og þróunarverkefna að hafa áhrif hjá fyrirtækjum, en markmið laganna er að bæta samkeppnisskilyrði nýsköpunarfyrirtækja.

Lesa meira

21.1.2021 : Tónlistarsjóður fyrri úthlutun 2021

Alls bárust 248 umsóknir frá mismunandi greinum tónlistar og er það 56% aukning í umsóknum frá nóvember 2019. Sótt var um rúmlega 251 milljón króna. Styrkjum að upphæð 75.000.000 var úthlutað til 116 verkefna um allt land. 

Lesa meira

20.1.2021 : Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands 2021

Ari Kvaran, Ísól Sigurðardóttir, Sunneva Sól Ívarsdóttir og Þórdís Rögn Jónsdóttir hljóta Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands 2021 fyrir verkefnið Betri samskipti við sjúklinga sem bíða innlagnar og meðferðar á sjúkrahúsinu Vogi.

Lesa meira
ING_19061_312770

19.1.2021 : Sex verkefni valin á fyrsta íslenska vegvísinn um rannsóknarinnviði

Stjórn Innviðasjóðs hefur tekið ákvörðun um hvaða innviðaverkefni hljóta sess á fyrsta íslenska vegvísinum um rannsóknarinnviði. Alls bárust 28 umsóknir og voru 6 innviðaverkefni valin á þennan fyrsta vegvísi um rannsóknarinnviði.

Lesa meira
ISS_6117_03047

15.1.2021 : Úthlutun úr Rannsóknasjóði styrkárið 2021

Stjórn Rannsóknasjóðs hefur lokið við úthlutun styrkja til nýrra rannsóknaverkefna fyrir árið 2021, stærstu úthlutun sjóðsins frá upphafi. Alls bárust 402 gildar umsóknir í Rannsóknasjóð og voru 82 þeirra styrktar eða rúmlega 20% umsókna.

Lesa meira

14.1.2021 : Sex verkefni eru tilnefnd til Nýsköpunarverðlauna forseta Íslands

Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands verða afhent við hátíðlega athöfn á Bessastöðum, 20. janúar nk. Verðlaunin eru veitt þeim námsmönnum sem hafa unnið framúrskarandi starf við úrlausn verkefna sem styrkt voru af Nýsköpunarsjóði námsmanna árið 2020. 

Lesa meira

11.1.2021 : Auglýst eftir umsóknum í Æskulýðssjóð

Búið er að opna fyrir umsóknir í Æskulýðssjóð. Frestur til að sækja um styrki úr sjóðnum er til 15. febrúar 2020 klukkan 15:00. Athugið breyttan tíma!

Lesa meira

7.1.2021 : Sérfræðingur í alþjóða- og nýsköpunarteymi

Rannís óskar eftir sérfræðingi í fullt starf. Starfið felur í sér aðstoð og ráðgjöf við íslensk fyrirtæki og stofnanir sem nýta sér þjónustu Enterprise Europe Network eða sækja um í Tækniþróunarsjóð og Skattfrádrátt rannsókna- og þróunarverkefna.

Lesa meira
LL_logo_blk_screen

7.1.2021 : Úthlutun listamannalauna 2021

Úthlutunarnefndir Launasjóðs listamanna hafa lokið störfum vegna úthlutunar listamannalauna árið 2021. Þær starfa skv. lögum (57/2009) og reglugerð (834/2009) um listamannalaun, þar sem kveðið er á um að allar umsóknir fái sanngjarna umfjöllun.

Lesa meira

7.1.2021 : Úthlutun úr Sviðslistasjóði fyrir árið 2021

Umsóknarfrestur rann út 1. október 2020, alls bárust 143 umsóknir frá atvinnusviðslistahópum og sótt var um ríflega 738 milljónir króna.

Lesa meira
Skrifstofa-rannis

7.1.2021 : Breyttur afgreiðslutími skrifstofu Rannís

Frá og með 1. janúar 2021 mun afgreiðslutími skrifstofu vera frá 9-15 alla virka daga.

Lesa meira

7.1.2021 : Enterprise Europe Network flyst til Rannís

Frá og með 1. janúar 2021 flyst umsýsla með Enterprise Europe Network á Íslandi til Rannís frá Nýsköpunarmiðstöð Íslands (NMÍ). 

Lesa meira

6.1.2021 : Seinni úthlutun úr Æskulýðssjóði fyrir árið 2020

Æskulýðssjóði bárust alls 19 umsóknir um styrk vegna umsóknar­frests 15. október 2020. Sótt var um styrki að upphæð 18.015 þúsund.

Lesa meira

5.1.2021 : Auglýst eftir umsóknum um styrki úr Þróunarsjóði námsgagna

Umsóknarfrestur er 9. febrúar 2021, kl. 12:00. Hlutverk Þróunarsjóðs námsgagna er að stuðla að nýsköpun, þróun, gerð og útgáfu námsgagna fyrir leik-, grunn- og framhaldsskóla í því markmiði að tryggja framboð og fjölbreytileika námsgagna í samræmi við þarfir nemenda og skóla.

Lesa meira









Þetta vefsvæði byggir á Eplica