Fréttir: nóvember 2021

29.11.2021 : Upplýsingadagar og tengslaráðstefna Horizon Europe - félags- og hugvísindi (Culture, Creativity and Inclusive Society)

Upplýsingadagar og tengslaráðstefna Framkvæmdastjórnar ESB verður haldin 7. og 8. desember nk. í tengslum við Horizon Europe umsóknir á sviði félags- og hugvísinda (Culture, Creativity and Inclusive Society).

Lesa meira

25.11.2021 : Stafræn tækifæri fyrir Ísland með nýju DIGITAL Europe áætluninni

DIGITAL Europe er ný styrkjaáætlun ESB sem leggur áherslu á að auka aðgengi að stafrænni tækni til fyrirtækja, einstaklinga og opinberra aðila. Í tilefni þess að fyrstu köllin hafa verið birt, bjóða Rannís og fjármála- og efnahagsráðuneytið til kynningar á áætluninni og tengdum stafrænum tækifærum fyrir íslenska aðila þann 2. des. nk.

Lesa meira
Pexels-monstera-7412073

25.11.2021 : Auglýst eftir umsóknum í Erasmus+ 2022

Senn líður að lokum þessa viðburðaríka árs hjá Erasmus+ og nýtt ár er handan við hornið. Nú hefur Evrópusambandið tilkynnt um umsóknarfresti sem verða í boði árið 2022 og munu færa íslensku mennta- og æskulýðssamfélagi fjölmörg tækifæri til samstarfs utan landsteinanna. 

Lesa meira

22.11.2021 : Námskeið í jafnréttisáætlunum Horizon Europe (Gender Equality Plan)

Rannís heldur námskeið á netinu 1. desember nk. frá 11:00-12:00 þar sem farið verður yfir jafnréttisáætlanir í Horizon Europe, helstu kröfur og innleiðingarferla.

Lesa meira

18.11.2021 : Upplýsingadagar og tengslaráðstefna Horizon Europe - stafræn tækni/digital hluti áætlunarinnar

Upplýsingadagar og tengslaráðstefna Framkvæmdastjórnar ESB verður haldin 29. nóvember - 3. desember nk. í tengslum við Horizon Europe umsóknir á sviði Stafrænnar tækni, iðnaðar og geims.

Lesa meira

18.11.2021 : Arctic Research and Studies 2019 – 2020 framlengt til 31. maí 2022

Áætlunin Arctic Research and Studies 2019 – 2020 veitir sóknarstyrki til að styrkja samstarf á milli Íslands og Noregs á sviði norðurslóðafræða. Alltaf er opið fyrir umsóknir.

Lesa meira

18.11.2021 : Sérfræðingur í rannsóknateymi

Sérfræðingur óskast í fullt starf hjá rannsókna- og nýsköpunarsviði Rannís. Starfið felur í sér umsjón með tveimur fagráðum Rannsóknasjóðs; fagráði raunvísinda og stærðfræði og fagráði verkfræði og tæknivísinda, umsjón með Loftslagssjóði og öðrum innlendum sjóðum og alþjóðlegum verkefnum á þessum fagsviðum með sérstakri áherslu á umhverfismál.

Lesa meira

17.11.2021 : Umsóknarfrestur Bókasafnasjóðs hefur verið framlengdur til 25. nóvember 2021

Athugið að innsendar umsóknir frá því í september eru gildar.

Lesa meira
ESC-CALL-eypbanner-1200x600px

17.11.2021 : European Solidarity Corps auglýsir eftir umsóknum fyrir árið 2022

Evrópusambandið hefur auglýst umsóknarfresti fyrir árið 2022 í European Solidarity Corps áætluninni sem skapar tækifæri fyrir ungt fólk til þess að takast á við samfélagslegar áskoranir.

Lesa meira

16.11.2021 : Dagur íslenskrar tungu er í dag

Dagur íslenskrar tungu er haldinn 16. nóvember ár hvert sem er fæðingardagur Jónasar Hallgrímssonar. Við óskum landsmönnum öllum til hamingju með daginn. Um leið viljum við benda á þrjá sjóði í umsýslu Rannís sem hafa það að markmiði að efla og vernda íslenska tungu.

Lesa meira
Pexels-judit-peter-1766604

11.11.2021 : Vefnámskeið um hvernig forðast megi villur í launauppgjöri í Horizon 2020 verkefnum

Námskeiðið verður haldið 2. desember nk. frá kl. 09:00-11:00 á Youtube. 

Lesa meira
B93A7807

11.11.2021 : Fyrstu samstarfsverkefnum nýrrar áætlunar ýtt úr vör

Á haustmánuðum voru 14 samstarfsverkefni í Erasmus+ valin úr hópi metnaðarfullra umsókna sem bárust Landskrifstofu fyrr á árinu og var þeim hleypt af stokkunum með opnunarfundi í lok október. Þau marka tímamót því þetta eru fyrstu samstarfsverkefni nýs tímabils í Erasmus+ og endurspegla áherslur þess vel.

Lesa meira

1.11.2021 : Seinni úthlutun Hljóðritasjóðs 2021

Mennta- og menningarmálaráðherra hefur samþykkt tillögu stjórnar Hljóðritasjóðs um seinni úthlutun úr sjóðnum 2021.

Lesa meira

1.11.2021 : Opinn kynningarfundur á Patreksfirði

Mennta- og menningarsvið Rannís stendur fyrir opnum kynningarfundi á FLAK á Patreksfirði, miðvikudaginn 3. nóvember kl: 17:00.

Lesa meira









Þetta vefsvæði byggir á Eplica