Fréttir: júní 2021

30.6.2021 : Tilnefningar til Vaxtarsprotans 2021

Óskað er eftir tilnefningum fyrir Vaxtarsprotann 2021. Vaxtarsprotinn er samstarfsverkefni Samtaka iðnaðarins, Samtaka sprotafyrirtækja, Háskólans í Reykjavík og Rannís. Tilgangur verkefnisins er að vekja athygli á góðum árangri sprotafyrirtækja í örum vexti og skapa þannig aukinn áhuga og skilning á uppbyggingarstarfi þessara fyrirtækja.

Lesa meira

30.6.2021 : Skattfrádráttur nýrra rannsókna- og þróunarverkefna 2021

Opið er fyrir umsóknir um skattfrádrátt vegna nýrra rannsókna- og þróunarverkefna 2021. Umsóknarfrestur rennur út á miðnætti (kl. 23:59) þann 1. október nk.

Lesa meira

25.6.2021 : Vorfundur Tækniþróunarsjóðs 2021

Árlegur vorfundur Tækniþróunarsjóðs var haldinn fyrir boðsgesti og í streymi sem var öllum opið á Nauthól fimmtudaginn 24. júní kl. 15:00-17:00 undir yfirskriftinni: Tækni og skapandi greinar og mikilvægi samspils þar á milli.

Lesa meira

22.6.2021 : Vorfundur Tækniþróunarsjóðs 2021

Hinn árlegi vorfundur Tækniþróunarsjóðs verður haldinn fyrir boðsgesti og í streymi sem er öllum opið fimmtudaginn 24. júní undir yfirskriftinni: Tækni og skapandi greinar og mikilvægi samspils þar á milli.

Lesa meira

18.6.2021 : Úthlutun úr Jafnréttissjóði Íslands fyrir árið 2021

Stjórn Jafnréttissjóðs Íslands hefur lokið úthlutun úr sjóðnum fyrir árið 2021 en umsóknarfrestur rann út 29. apríl síðastliðinn.

Lesa meira

16.6.2021 : BlueBio-ERA-NET auglýsir eftir umsóknum

ERA-NET Cofund Blue Bioeconomy – Unlocking the Potential of Aquatic Bioresources (BlueBio) er samstarfsnet 17 Evrópuþjóða til að efla samvinnu og ýta undir rannsóknir og nýsköpun á bláa lífhagkerfinu og er Ísland aðili að netinu í gegnum Rannís

Lesa meira

15.6.2021 : Tónlistarsjóður- seinni úthlutun 2021

Mennta- og menningarmálaráðherra hefur samþykkt tillögu tónlistarráðs um úthlutun úr Tónlistarsjóði fyrir seinna tímabil ársins 2021.

Lesa meira

15.6.2021 : Upplýsingadagar Rannís fyrir Horizon Europe

Dagana 21. júní - 30. júní stendur Rannís fyrir opnum kynningarfundum á netinu um Horizon Europe þar sem farið verður yfir þjónustu Rannís og helstu áherslur hvers klasa (cluster). Fundirnir eru einkum ætlaðir starfsfólki háskóla, rannsóknastofnana og nýsköpunarfyrirtækja.

Lesa meira

8.6.2021 : Tækifæri fyrir íslenska grunnskóla

Uppbyggingarsjóður EES í Króatíu auglýsir eftir áhugasömum íslenskum grunnskólum til að taka þátt í tvíhliða samstarfsverkefnum með króatískum skólum.

Lesa meira

7.6.2021 : Nýtt tímabil Creative Europe 2021-2027

Yfir 60% aukning verður á framlagi til Creative Europe, kvikmynda- og menningaráætlunar ESB, sem gildir frá 2021 til 2027. Með því vill áætlunin leggja sitt af mörkum svo menningargeirinn nái sér aftur á strik eftir heimsfaraldurinn.

Lesa meira
1622716115671_ING_38192_51346.eps_1800_2000

3.6.2021 : Úthlutun styrkja úr Innviðasjóði fyrir árið 2021

Alls barst sjóðnum 51 umsókn þar sem samtals var sótt um 1.047 milljónir króna. Sótt var um samtals 462 milljónir til 6 verkefna á vegvísi, og um 585 milljónir til 45 verkefna utan vegvísis.

Lesa meira

3.6.2021 : Auglýst eftir styrkjum til verkefna á sviði endurnýjanlegrar orku og orkukerfa

Opinn kynningarfundur verður haldinn á netinu þann 9. júní 2021 frá kl. 13:00 - 15:30, þar sem farið verður yfir áherslur og umsóknarskilyrði.

Lesa meira

2.6.2021 : Opið fyrir skráningu á rafræna Evrópska rannsókna- og nýsköpunardaga

Dagarnir verða haldnir 23.-24. júní nk. og eru öllum opnir og fara eingöngu fram á netinu. Yfirskrift þeirra er Mótum framtíðina saman

Lesa meira

1.6.2021 : Úthlutun úr Þróunarsjóði námsgagna 2021

Þróunarsjóður námsgagna hefur úthlutað styrkjum af fjárlögum ársins 2021.

Lesa meira









Þetta vefsvæði byggir á Eplica