Ársskýrsla Rannís 2024 birt

28.2.2025

Ársskýrsla Rannís fyrir árið 2024 er komin út á rafrænu formi.

  • Arsskyrsla-rannis-forsidumynd-2024

Í skýrslunni er leitast við að gefa heildstætt yfirlit í máli og myndum yfir margþætta og umfangsmikla starfsemi stofnunarinnar og þau verkefni sem voru efst á baugi á árinu 2024. Má þar helst nefna fjölþætta starfsemi sviðanna og stóru samkeppnissjóðanna ásamt umsýslu minni sjóða og alþjóðlegra áætlana. Einnig skipuðu viðburðir og viðurkenningar stóran sess í starfsemi Rannís 2024 eins og áður.

Í ávarpi Ágústar Hjartar Ingþórssonar, forstöðumanns Rannís, kemur meðal annars fram að heildarumfang allra sjóða og alþjóðlegra áætlana sem Rannís hefur umsýslu með var um 35 milljarðar króna á árinu sem er nokkur aukning frá árinu áður þrátt fyrir að fjárveitingar til nokkurra rannsókna- og nýsköpunarsjóða hafi lækkað. .

Agust_hjortur_ingthorsson-1200x800px

Langstærsta einstaka úrræðið sem Rannís hefur umsjón með er stuðningur við nýsköpunarfyrirtæki sem hefur aldrei verið meiri en árið 2024.

Þá kemur fram í ávarpinu að alþjóðlegt samstarf gekk vel á árinu og sérstaka athygli vakti mjög stór styrkur sem Umhverfisstofnun og fleiri íslenskir samstarfsaðilar hlutu úr LIFE umhverfis- og loftslagsáætlun ESB en verkefnið er samstarf 23 aðila um innleiðingu á vatnaáætlun Íslands og er meðal stærstu Evrópustyrkja sem veittir hafa verið til íslenskra verkefna. Þá eru mannaskipti og mennasamstarf af margvíslegu tagi eru komin á fullt aftur eftir heimsfaraldurinn

Alþjóðlegt samstarf snýst ekki bara um að afla styrkja heldur ekki síður að efla samstarf á málefnasviðum stofnunarinnar. 

Rannís hefur umsjón með 26 innlendum styrktarsjóðum og átta erlendum samstarfsáætlunum. Heildarfjöldi umsókna sem Rannís tók á móti árið 2024 var um 6.100 og rúmlega 35 milljarðar voru veittir til stuðnings við rannsóknir, nýsköpun, menntun og menningu á Íslandi.

Rannis-i-hnotskurn-2024-arsskyrsla-2

Myndir sem notaðar eru til skreytingar í ársskýrslu Rannís 2024 eru gerðar af gervigreind. Grunnmyndir voru skapar af Microsoft designer með textalýsingu og þær svo unnar áfram með gervigreind í Photoshop.

Skoða ársskýrslu Rannís 2024









Þetta vefsvæði byggir á Eplica