Úthlutun styrkja úr Innviðasjóði árið 2025

13.3.2025

Alls bárust Innviðasjóði 33 umsóknir og þar af voru 30 gildar umsóknir sem voru metnar af fagráði. Af þeim voru 12 þeirra styrktar eða um 40,0% umsókna.

  • Iss_6429_03132

Heildarkostnaður innviða sem sótt var um og metinn af fagráði er 2.392.196.236 kr. Sótt var um 74,4% af þeim kostnaði til sjóðsins, eða 1.780.291.468 kr., en 429.780.860 kr. voru veittar eða 24,1% umbeðinnar upphæðar.

Innviðir á vegvísi
Alls bárust 13 umsóknir um styrki til vegvísa og voru átta styrktar. Heildarkostnaður Innviða á vegvísi var 2.135.365.467 kr. og sótt var um til sjóðsins 1.588.536.510 kr. en 378.610.784 kr. voru veittar eða 23,8% af umbeðinni upphæð. Hlutfall vegvísastyrkja af úthlutun Innviðasjóðs er 88,1% af úthlutaðri upphæð.

Tækjakaupastyrkir
Alls bárust 11 umsóknir um styrki til tækjakaupa og voru fjórar styrktar. Heildarkostnaður umsókna var 197.287.223 kr. og sótt var um til sjóðsins 147.965.415 kr. en 53.876.826 kr. voru veittar eða 36,4% af umbeðinni upphæð.
Hlutfall tækjakaupastyrkja af úthlutun Innviðasjóðs er 11,9% af úthlutaðri upphæð.

Uppbyggingarstyrkir
Alls bárust fjórar umsóknir um uppbyggingarstyrki og var engin styrkt. Heildarkostnaður umsókna var 57.703.028 kr. og sótt var um til sjóðsins 42.537.992 kr.

Uppfærslu-/viðhaldsstyrkir
Engin umsókn barst í þennan flokk í ár.

Listi yfir úthlutun úr Innviðasjóði 2025.

Nánari greining á umsóknum og styrkjum verður birt á vefsíðu Innviðasjóðs á næstunni.

Innviðir á vegvísi

Stofnun

Forsvarsmaður

Heiti

Veitt í kr.

Háskóli Íslands

Guðmundur H Kjærnested

IREI –Empowering Science with Secure Infrastructure

45.772.959

Háskóli Íslands - Hugvísindasvið

Ólöf Garðarsdóttir

Miðstöð stafrænna hugvísinda og lista

37.128.731

Háskóli Íslands - Verkfræði- og náttúruvísindasvið

Unnar Bjarni Arnalds

Efnisvísinda- og efnisverkfræðisetur

36.729.093

Háskóli Íslands - Heilbrigðisvísindasvið

Erna Magnúsdóttir

SAMSNIÐ – From molecules to precision medicine

55.644.752

Háskóli Íslands - Heilbrigðisvísindasvið

Óttar Rolfsson

Efnagreining 2025 - frá samsætum til sameinda (EFNGREIN)

80.328.720

Háskóli Íslands - Félagsvísindasvið

Sigrún Ólafsdóttir

Samfélagsgrunnar: Rannsóknainnviðir til öflugra samfélags

49.125.000

Stofnun Rannsóknasetra Háskóla Íslands

Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir

Marine Open Observation Network (MOON)

36.434.839

Veðurstofa Íslands

Kristín Sigríður Vogfjörð

EPOS Ísland

37.446.690

Tækjakaupastyrkir 

Stofnun

Forsvarsmaður

Heiti

Veitt í kr.

Veðurstofa Íslands

Þorsteinn Þorsteinsson

Búnaður til ískjarnarannsókna

5.389.380

Háskólinn í Reykjavík - Verkfræðideild

Vala Hjörleifsdóttir

Ljósvaki - DAS interrogator

7.330.500

Landbúnaðarháskóli Íslands

Bjarni Diðrik Sigurðsson

Tæki til mælinga á losun hláturgass (N2O) í rauntíma

10.359.066

ÍSOR-Íslenskar orkurannsóknir

Ögmundur Erlendsson

Jarðlagamælir til hafsbotnsrannsókna á haf- og strandsvæðum Íslands

28.091.130

Birt með fyrirvara um innsláttarvillur.









Þetta vefsvæði byggir á Eplica