Fréttir: júlí 2022

27.7.2022 : Hugbúnaðarsérfræðingur

Rannís leitar að flinkum forritara til að bætast í hugbúnaðarhópinn. Um er að ræða fjölbreytt og skemmtilegt teymi sem vantar hressan „fullstack forritara” með mikinn áhuga á vefforritun og greiningarvinnu. Starfið felst í hönnun, hugbúnaðargerð og umsjón með kerfum Rannís.

Lesa meira

27.7.2022 : Sérfræðingur í nýsköpunarteymi

Rannís óskar eftir sérfræðing í fullt starf í nýsköpunarteymi rannsókna- og nýsköpunarsviðs. Starfið er fjölbreytt og spennandi og felur í sér aðstoð við umsýslu Tækniþróunarsjóðs og umsjón með Nýsköpunarsjóði námsmanna auk annarra verkefna. 

Umsóknarfrestur var 15. ágúst. Verið er að fara yfir umsóknir. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun hefur verið tekin um ráðningu.

Lesa meira

18.7.2022 : Úthlutað úr Markáætlun í tungu og tækni

Stjórn Markáætlunar í tungu og tækni ákvað á fundi sínum 13. júlí sl. að styrkja sjö verkefni á sviði tungu og tækni um allt að 170 milljónir króna í annarri úthlutun áætlunarinnar 2020-2023. Alls bárust 13 umsóknir um styrk.

Lesa meira
Carbfix-2

14.7.2022 : Carbfix hlýtur stærsta styrk sem veittur hefur verið úr sjóðum ESB

Carbfix hefur fengið styrk að upphæð um 16 milljarðar króna til uppbyggingar á móttöku og förgunarstöð fyrir CO2 sem reyst verður í Straumsvík. Þegar stöðin verður komin í full afköst mun hún geta fargað allt að þremur milljónum tonna af CO2 – sem nemur einum þriðja af heildarlosun Íslands árið 2019. 

Lesa meira

4.7.2022 : Sumarlokun Rannís

Skrifstofa Rannís verður lokuð frá og með 11. júlí til og með 5. ágúst. Við opnum aftur 8. ágúst.

Með kærri sumarkveðju,

Starfsfólk Rannís 

4.7.2022 : Kynningarfundur fyrir umsækjendur í Eurostars-3

Tækniþróunarsjóður vill vekja athygli forsvarsfólks nýsköpunarfyrirtækja á rafrænum kynningarfundi fyrir umsækjendur í Eurostars-3, sem haldinn verður 12. júlí nk. 

Lesa meira









Þetta vefsvæði byggir á Eplica