Upplýsingafundur: Nýtt kall - Sustainable Blue Economy Partnership
Styrkur til rannsóknaverkefna sem þurfa aðgang að rannsóknaraðstöðu í sjö löndum. Rafrænn upplýsingafundur 28. febrúar kl. 12:00.
Samfjármögnunarverkefnið um Bláa Hagkerfið (e. Sustainable Blue Economy Partnership), sem Rannís á aðild að, auglýsir nýtt kall sem snýr að aðgengi að sameiginlegri rannsóknaraðstöðu í sjö löndum með það að markmiði að efla getu og styðja við framþróun bláa hagkerfisins.
Ef styrkur fæst, gefst rannsóknarverkefnum tækifæri á að nýta rannsóknaraðstöðu sem samstarfsaðilar samfjármögnunarverkefnis um Bláa Hagkerfið bjóða upp á í sjö mismunandi löndum um öll hafsvæði ESB og Atlantshafið.
Kallið verður birt á vefsíðu samstarfsverkefnisins föstudaginn 28. febrúar 2025.
Upplýsingarfundur á Teams um kallið verður haldinn föstudaginn 28. febrúar
frá klukkan 12:00 til 14:00 að íslenskum tíma, og eru áhugasöm hvött til að skrá sig og taka þátt.