Þann 25. ágúst var haldinn upphafsfundur fyrir þau samstarfsverkefni sem fengu úthlutað styrk í fyrri umsóknarfresti Erasmus+ árið 2022. Að þessu sinni voru 17 verkefni styrkt um samtals 3.640.000 evrur eða um 512 milljónir króna.
Lesa meiraKynnið ykkur umsóknarferlið á fundum um samstarfsverkefni sem haldnir verða þann 5. og 9. september nk.
Lesa meiraMennta- og menningarsvið Rannís stóð fyrir opnum kynningarfundi á Austurbrú á dögunum, þar sem Austfirðingum voru kynnt tækifæri innan evrópskra og norrænna styrkjaáætlana.
Lesa meiraDagarnir sem eru rafrænir verða haldnir 28. og 29. september nk. og eru öllum opnir. Um er að ræða árlegan viðburð á vegum framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins.
Lesa meiraEuroguidance á Norðurlöndunum og í Eystrasaltsríkjunum bjóða í sameiningu upp á rafrænt námskeið fyrir náms- og starfsráðgjafa þar sem kynntar verða grunnhugmyndir um ráðgjöf fyrir fólk sem hyggur á nám erlendis, erlenda nemendur sem eru hér í námi og þá sem snúa heim að námi loknu.
Lesa meiraÍ öllum Evrópuáætlunum er mikilvægt að fylgjast vel með framkvæmd og árangri þeirra til að sjá hvað hefur heppnast vel og hvað mætti betur fara. Nú er að hefjast matsferli fyrir Erasmus+ sem almennilegur er hvattur til að taka þátt í.
Lesa meiraFyrr á árinu var í fyrsta skipti auglýst eftir umsóknum um UK-Iceland Explorer námsstyrki, en sjóðurinn var settur á laggirnar til að styðja við samstarf milli Bretlands og Íslands á sviði háskólamenntunar og þjálfunar. Styrkjum hefur nú verið úthlutað til fjögurra Íslendinga sem hefja framhaldsnám í Bretlandi nú í haust.
Lesa meiraÞann 25. ágúst kl.12:00 verður rafrænn upplýsingafundur haldinn um úthlutun á styrkjum til undirbúningsheimsókna í Nordplus.
Lesa meiraHátíðarstemning ríkti í Laugardalnum í gær, fimmtudaginn 18. ágúst, þegar Rannís blés til sumarveislu í sundlauginni í tilefni af Evrópuári unga fólksins.
Lesa meiraSamstarfsnefnd um endurmenntun framhaldsskólakennara (SEF) auglýsir eftir umsóknum um gestafyrirlesara- og ráðstefnustyrki. Umsóknarfrestur er til 6. október 2022, kl. 15:00.
Lesa meiraOpnað hefur verið fyrir umsóknir um námsorlof á framhaldsskólastigi fyrir skólaárið 2023-2024. Umsóknir þurfa að berast Rannís eigi síðar en föstudaginn 6. október næstkomandi, kl. 15:00.
Lesa meiraÞriðjudaginn 13. september næstkomandi verður haldin vinnustofa í tengslum við umsóknar skrif í LIFE, umhverfis- og loftslagsáætlun Evrópusambandsins.
Lesa meiraMennta- og menningarsvið Rannís sækir Egilsstaði heim og býður til hádegisfundar miðvikudaginn 24. ágúst kl. 12:15 – 13:15. Fundurinn fer fram á Austurbrú, Tjarnarbraut 39e.
Lesa meiraStyrkir til rannsóknaverkefna eru nýjung hjá NOS-HS. Ætlunin er að styrkja norrænt rannsóknarumhverfi og veita yngra vísindafólki tækifæri til að byggja upp norrænt tengslanet. Umsóknarfrestur 15. nóvember nk.
Lesa meiraFundurinn verður haldinn á Vestfjarðastofu, Árnagötu 2-4 þriðjudaginn 23. ágúst nk. klukkan 10:00-11:00 á staðnum og í streymi.
Lesa meiraOpnað hefur verið fyrir skráningu sýnenda og þátttakenda á Vísindavöku Rannís, sem haldin verður laugardaginn 1. október 2022. Frestur til að senda inn skráningu er til 26. ágúst nk.
Lesa meiraSviðslistaráð auglýsir eftir umsóknum um styrki til atvinnusviðslistahópa fyrir leikárið 2023/24. Umsóknarfrestur er 3. október 2022 kl. 15:00.
Lesa meiraAuglýst eru til umsóknar starfslaun listamanna sem úthlutað verður árið 2023 í samræmi við ákvæði laga nr. 57/2009 . Opið er fyrir umsóknir til 3. október 2022 kl. 15:00.
Lesa meiraVeittir eru styrkir til að taka upp nýja, frumsamda íslenska tónlist. Styrkir eru veittir til ákveðinna verkefna að hámarki til eins árs. Umsóknarfrestur er 15. september 2022 kl. 15:00.
Lesa meiraTækniþróunarsjóður hefur opnað fyrir umsóknir í styrktarflokkunum Sproti, Vöxtur og Markaður. Umsóknarfrestur er 15. september 2022, kl. 15:00.
Lesa meiraFræ og Þróunarfræ hafa það að markmiði að styðja við hugmyndir og verkefni á frumstigi sem geta leitt af sér stærri þróunarverkefni. Umsóknir sem berast fyrir 26. ágúst nk. verða teknar fyrir af fagráði sjóðsins í næstu lotu.
Lesa meiraSamtök iðnaðarins, Samtök sprotafyrirtækja og Rannís standa fyrir kynningarfundi um Tækniþróunarsjóð og Skattfrádrætti rannsókna- og þróunarkostnaðar fimmtudaginn 18. ágúst kl. 8:30-10:00 í fundarsalnum Hyl á 1. hæð í Húsi atvinnulífsins, Borgartúni 35.
Lesa meiraÁgúst Hjörtur Ingþórsson, forstöðumaður Rannís og Kristín Soffía Jónsdóttir, framkvæmdastjóri KLAK - Icelandic Startups, komu saman í Grósku 10. ágúst sl. til að undirrita samning milli Tækniþróunarsjóðs og KLAK um stuðningskerfið Dafna.
Lesa meiraOpnað hefur verið fyrir nýjar umsóknir um skattfrádrátt vegna rannsókna- og þróunarverkefna á árinu 2022. Umsóknarfrestur er 3. október 2022 kl. 15:00.
Lesa meiraBúið er að opna fyrir umsóknir í Íþróttasjóð vegna verkefna fyrir árið 2023. Frestur til að sækja um styrki úr sjóðnum er til mánudagsins 3. október 2022 klukkan 15:00.
Lesa meiraBúið er að opna fyrir umsóknir í Æskulýðssjóð. Frestur til að sækja um styrki úr sjóðnum er til fimmtudagsins 17. október 2022 klukkan 15:00.
Lesa meiraÍ tilefni af Evrópuári unga fólksins munum við hjá Landskrifstofu Erasmus+ og Rannís blása til heljarinnar hátíðar í Laugardalslaug 18. ágúst frá kl. 16. Árið 2022 er tileinkað ungu fólki vegna þess að það leikur lykilhlutverk við að móta framtíð Evrópu.
Lesa meiraValin hafa verið 18 verkefni sem hljóta styrki í tengslum við Evrópuár unga fólksins 2022. Markmiðið með styrkjunum er að skipuleggja viðburði, samkomur eða önnur verkefni þar sem ungt fólk kemur saman til að fjalla um þá málaflokka sem skiptir það máli.
Lesa meiraÓskað er eftir tilnefningum fyrir Vaxtarsprotann 2022. Vaxtarsprotinn er samstarfsverkefni Samtaka iðnaðarins, Samtaka sprotafyrirtækja, Háskólans í Reykjavík og Rannís. Tilgangur verkefnisins er að vekja athygli á góðum árangri sprotafyrirtækja í örum vexti. Tilnefningu er hægt að senda til og með 15. ágúst nk.
Lesa meiraÍ lok júlí tilkynnti framkvæmdastjórn Evrópusambandsins um úthlutun til evrópskra háskólaneta (e. European Universities) úr Erasmus+ áætluninni. Um er að ræða 16 net sem áður höfðu verið samþykkt auk fjögurra nýrra. Eitt netanna ber heitið UNIgreen og í því á Landbúnaðarháskóli Íslands sæti.
Lesa meirajan., feb., mar., apr., maí, jún., júl., ágú., sep., okt., nóv., des.
jan., feb., mar., apr., maí, jún., júl., ágú., sep., okt., nóv., des.
jan., feb., mar., apr., maí, jún., júl., ágú., sep., okt., nóv., des.
jan., feb., mar., apr., maí, jún., júl., ágú., sep., okt., nóv., des.
jan., feb., mar., apr., maí, jún., júl., ágú., sep., okt., nóv., des.