Fréttir: apríl 2024

23.4.2024 : Æskulýðssjóður fyrri úthlutun ársins 2024

Æskulýðssjóði bárust alls 20 umsóknir um styrk vegna umsóknarfrests 15. febrúar 2024.

Lesa meira

19.4.2024 : Upplýsingadagur um ný köll í WIDERA, undiráætlun Horizon Europe

Þann 22. apríl næstkomandi stendur framkvæmdastjórn ESB fyrir rafrænum upplýsingafundi um köll í þeirri stoð Horizon Europe sem heitir Víðtækari þátttaka og efling evrópskarannsóknasvæðisins (e. Widening participation and strengthening the European Research Area - WIDERA). 

Lesa meira

19.4.2024 : Stærri styrktækifæri í mannvirkjaiðnaði

Askur – mannvirkjarannsóknasjóður og Rannís bjóða til fundar um stærri styrktækifæri í mannvirkjaiðnaði. Fundurinn er 2. maí 2024 frá klukkan 10:00-12:00 í húsakynnum HMS. Einnig er hægt að að fylgjast með fundinum í streymi.

Lesa meira
_90A3731

18.4.2024 : Dr. Heiða María Sigurðardóttir, prófessor við Háskóla Íslands, og Dr. Þórhildur Halldórsdóttir, lektor við Háskólann í Reykjavík, hljóta Hvatningarverðlaun Rannsóknasjóðs

Hvatningarverðlaun Rannsóknasjóðs fyrir árin 2023 og 2024 voru afhent við hátíðlega athöfn á Rannsóknaþingi Rannís sem fór fram á Hilton Reykjavík Nordica í dag.  

Lesa meira
ISS_24519_00123

18.4.2024 : Útgjöld til rannsókna og þróunarstarfs á Íslandi halda áfram að aukast

Útgjöld til rannsókna og þróunar héldu áfram að aukast á árinu 2022 og námu rúmlega 100 milljörðum króna. Frá árinu 2018 hafa útgjöld aukist um 44 milljarða króna eða um 77% og munar þar mest um aukin útgjöld fyrirtækja til rannsókna og þróunar, en þau hafa tvöfaldast á fjórum árum. Telja má víst að opinber stuðningur hafi hvetjandi áhrif, en styrkir til nýsköpunarfyrirtækja þrefölduðust frá 2018 til 2022.

Lesa meira

11.4.2024 : Næstu umsóknarfrestir LIFE: Upplýsingadagar og fyrirtækjastefnumót

Opnað verður fyrir umsóknir í LIFE, umhverfis- og loftslagsáætlun Evrópusambandsins, 18. apríl næstkomnandi og eru umsóknarfrestir í september. 

Lesa meira

10.4.2024 : Vinnustofa fyrir rannsakendur frá Íslandi, Grænlandi og Færeyjum

Vinnustofa fyrir rannsakendur frá Íslandi, Grænlandi og Færeyjum verður haldin 19.-21. ágúst 2024 í Norræna húsinu í Þórshöfn á Færeyjum. Vinnustofan er fjármögnuð af Norrænu ráðherranefndinni.

Lesa meira
Defend-Iceland-Vidburdur-11.-apr.24

9.4.2024 : Tökum við netárásir alvarlega? Netárásir og áfallaþol á tímum stafrænna ógna

Netöryggisfyrirtækið Defend Iceland, ásamt Rannís, Háskólanum í Reykjavík og Miðstöð stafrænnar nýsköpunar (EDIH-IS), efnir til hádegisfundar fimmtudaginn 11. apríl í Fenjamýri í Grósku þar sem sjónum verður beint að forvirkum netöryggisráðstöfunum.

Lesa meira

9.4.2024 : Menningarborg Evrópu 2030

Opnað hefur verið fyrir umsóknir um titilinn Menningarborg Evrópu (European Capital of Culture - ECOC) árið 2030.

Lesa meira
Sofia-Bulgaria

8.4.2024 : Uppbyggingarsjóður EES: Tækifæri til sóknar á sviði græna hagkerfisins

Samstarf með evrópskum aðilum á vegum Uppbyggingarsjóðs EES. Fyrirtækjastefnumót í Búlgaríu 4.-5. júní og opið kall í tvíhliðasjóð í Rúmeníu.

Lesa meira

8.4.2024 : Heilbrigðari jarðvegur gegnum lifandi rannsóknarstofur – rafræn vinnustofa

Eflum samstarf á Íslandi með þátttöku í vinnustofunni sem er 11. apríl næstkomandi frá klukkan 10:00 til 11:30.

Lesa meira

8.4.2024 : Evrópsku bókmenntaverðlaun 2024

Verðlaunin sem voru veitt þann 4. apríl 2024 hlaut danski rithöfundurinn Theis Ørntoft fyrir skáldsöguna Jordisk.

Lesa meira

4.4.2024 : Þekkingarmiðlun og uppbygging færnineta til að styrkja sjónarmið frumbyggja í rannsóknum, nýtt NordForsk kall

Styrkt verða tvö til fjögur norræn verkefni vísindafólks sem vinnur við rannsóknir sem tengjast frumbyggjum og/eða frumbyggjarannsóknum.

Lesa meira
Nordplus-for-a-greener-future

3.4.2024 : Nordplus fyrir grænni framtíð

Nordplus stendur fyrir rafrænni ráðstefnu undir yfirskriftinni "Nordplus for a greener future" 28. maí 2024 kl. 11:00-14:00. 

Lesa meira
COST-info-day

3.4.2024 : Samnorrænn upplýsingadagur COST

Upplýsingadagurinn verður haldinn á netinu þann 23. apríl næstkomandi frá 11:00 - 13:30 að íslenskum tíma. 

Lesa meira

2.4.2024 : Culture Moves Europe styrkir 114 vinnustofur listamanna (residensíur) í Evrópu

Styrkir eru alls 1,8 milljónir evra á árinu 2024.

Lesa meira









Þetta vefsvæði byggir á Eplica