Rannís hýsir ReferNet – Evrópumiðstöð fyrir þróun starfsmenntunar
Rannís hefur gert samning til næstu fjögurra ára um rekstur ReferNet, samstarfsnets Evrópulanda á vegum CEDEFOP sem safnar og miðlar upplýsingum um starfsmenntun. Hlutverk Rannís er að afla gagna og vinna skýrslur um þróun og stefnumótun í starfsmenntun á Íslandi fyrir þeirra hönd.
ReferNet er samstarfsnet Evrópulanda sem hefur það að markmiði að safna og miðla upplýsingum um starfsmenntun í Evrópu, greina stefnumótun og veita innsýn í þróun starfsmenntunar á hverjum stað.
Hlutverk ReferNet á Íslandi felst í því að afla gagna og vinna skýrslur sem veita heildstæða mynd af starfsmenntun í landinu. Nýverið voru birtar tvær umfangsmiklar skýrslur sem varpa ljósi á helstu áherslur og þróun í starfsmenntun í Evrópu:
- Implementing European Priorities in VET – Greining á því hvernig Ísland hefur innleitt evrópskar áherslur og stefnumótun í starfsmenntun.

- Vocational Education and Training – Policy Briefs 2023 – Yfirlit yfir lykilstefnur og nýjustu strauma á Íslandi í starfsmenntun á árinu 2023.
Skýrslurnar eru aðgengilegar á ensku á vef CEDEFOP, en þar má einnig finna nýjustu fréttir af stefnumótun, ráðstefnum og viðburðum sem tengjast starfsmenntun í Evrópu og þar birtast reglulega greinar um stöðuna á Íslandi í málaflokknum.
Einnig eru á síðunni að finna innlendar fréttir um starfsmenntun, meðal annars:
- Iceland: competence requirement on sustainability added to VET job descriptions
- Iceland: digital microcredentials in hospitality industry
Með aðild sinni að ReferNet stuðlar Rannís að öflugri þekkingarmiðlun og eflingu starfsmenntunar á Íslandi í takt við þróun og stefnumótun á evrópskum vettvangi.
