Auglýst eftir umsóknum í Bókasafnasjóð
Öll bókasöfn sem falla undir bókasafnalög geta sótt um styrki, ein eða í samstarfi með öðrum bókasöfnum eða með aðilum sem hafa það að markmiði að efla bókasöfn í landinu. Umsóknarfrestur er 17. mars 2025 kl. 15:00.
Bókasafnasjóður styrkir skilgreindar rannsóknir og þróunar- og samstarfsverkefni á sviði bókasafns- og upplýsingamála. Sjóðnum er heimilt að styrkja önnur verkefni til að efla faglegt samstarf bókasafna innanlands og utan.
Ath. Við úthlutun styrkja í ár njóta forgangs umsóknir sem tengjast markmiðum bókasafnalaga (6.gr) að efla:
- lestraráhuga og upplýsingalæsi
- samstarf og samvinnu bókasafna
- rannsóknir og þróun á starfsemi og þjónustu bókasafna
Umsóknarfrestur er 17. mars 2025, klukkan 15:00
Umsóknum skal skilað rafrænt. Aðgangur að umsóknarkerfi, eyðublöðum fyrir skýrslur, matskvarða, ásamt lögum og reglugerðum um sjóðinn o.fl., er að finna á síðu sjóðsins. Nota þarf rafræn skilríki við gerð umsóknar og eingöngu er tekið við rafrænum fylgigögnum.
Hægt er að senda fyrirspurn á bokasafnasjodur@rannis.is til að fá nánari upplýsingar eða hringja í 515 5838 / 515 5839.