Menningarborg Evrópu 2030
Opnað hefur verið fyrir umsóknir um titilinn Menningarborg Evrópu (European Capital of Culture - ECOC) árið 2030.
Verkefnið Menningarborg Evrópu hefur tvö markmið:
- Að standa vörð um og efla fjölbreytileika menningarheima í Evrópu og varpa ljósi á sameiginleg einkenni sem menningarheimar deila ásamt því að auka tilfinningu borgaranna fyrir því að tilheyra sameiginlegu menningarsvæði.
- Að stuðla að framlagi menningar til langtímaþróunar borga/bæja í samræmi við stefnu og forgangsröðun hvers og eins.
Árið 2030 munu þrjár borgir bera titilinn menningarborg Evrópu: ein á Kýpur, ein í Belgíu og ein í EFTA/EES landi eða í umsóknarríki/hugsanlegum umsækjendum um aðild að ESB. Þar með opnast tækifæri fyrir borg og bæi hér á landi að sækja um útnefningu.
Sigurvegarar Menningarborgar Evrópu eiga möguleika á að hljóta Melina Mercouri verðlaunin, að upphæð 1,5 milljónir evra.
Reykjavík var ein menningarborga Evrópu árið 2000
Nánar um verkefnið menningarborg Evrópu
Umsóknarferlið:
- Umsækjendur skulu tilkynna skriflega um áform sín um að sækja um að minnsta kosti mánuði áður en umsóknarfrestur rennur út, eða þann 16. september 2024, með því að senda tölvupóst á EAC-ECOC@ec.europa.eu.
- Sjálfur umsóknarfresturinn er með lokadag 16. október 2024.