Evrópsku bókmenntaverðlaun 2024
Verðlaunin sem voru veitt þann 4. apríl 2024 hlaut danski rithöfundurinn Theis Ørntoft fyrir skáldsöguna Jordisk.
Af 13 tilnefndum höfundum hlutu fimm höfundar sérstaka viðurkenningu og var María Elísabet Bragadóttir ein þeirra. Hún var tilnefnd fyrir skáldsöguna Sápufuglinn sem var gefin út 2022. Sérstakri viðurkenningu fylgir 750 þúsund kr. verðlaunafé og annað eins í þýðingastyrki.
Markmið Evrópsku bókmenntaverðlaunanna er að koma á framfæri evrópskum bókmenntum landa á milli. Þau lönd sem taka þátt eru öll þátttakendur í Creative Europe menningaráætlun ESB sem er bakvörður verðlaunanna. Þriðjungur þátttökulanda (41) tilnefna ár hvert höfunda til þátttöku.
Creative Europe hefur þau megin markmið að auka tengsl og samskipti í skapandi greinum, auka dreifingu á listum og menningu landa á milli og efla samtal ólíkra menningarhópa.
Nánar um verðlaunin: https://www.euprizeliterature.eu/