Næstu umsóknarfrestir LIFE: Upplýsingadagar og fyrirtækjastefnumót
Opnað verður fyrir umsóknir í LIFE, umhverfis- og loftslagsáætlun Evrópusambandsins, 18. apríl næstkomnandi og eru umsóknarfrestir í september.
Nánari upplýsingar um verkefnin og umsóknarfresti má finna á vef CINEA, Framkvæmdastofnun Evrópu um loftslags-, innviða- og umhverfismál.
CINEA stendur fyrir rafrænum upplýsingadögum dagana 23.-26. apríl næstkomandi þar sem tækifæri innan áætlunarinnar varða kynnt. Þá verður einnig farið yfir fjármálahlið LIFE-verkefna og hvað einkennir árangursríkar umsóknir. Nauðsynlegt er að ská sig á viðburðinn.
Að þessu sinni verður einnig boðið upp á stefnumótavef þar sem umsækjendum býðst að tengjast og eiga fundi við mögulega samstarfsaðila og meðumsækjendur. Opið er fyrir skráningar á vefinn en fundirnir geta átt sér stað frá og með 23. apríl 2023
Upplýsingar um LIFE veitir Björg María Oddsdóttir, landstengiliður (bjorg.m.oddsdottir@rannis.is)