Upplýsingadagur um ný köll í WIDERA, undiráætlun Horizon Europe

19.4.2024

Þann 22. apríl næstkomandi stendur framkvæmdastjórn ESB fyrir rafrænum upplýsingafundi um köll í þeirri stoð Horizon Europe sem heitir Víðtækari þátttaka og efling evrópskarannsóknasvæðisins (e. Widening participation and strengthening the European Research Area - WIDERA). 

Á fundinum verða meðal annars til umfjöllunar tvö ný köll sem snúast um að styrkja evrópska rannsókna- og nýsköpunarsvæðið. Annars vegar með því að efla vísindamiðlun og hins vegar með því að styðja við og efla starfsumhverfi nýdoktora og vísindafólks sem er að hefja starfsferilinn.

Fyrir hverja: háskóla- og rannsóknastofnanir, fyrirtæki, sveitarfélög, borgaraleg samtök.

Á fundinum gefst áhugasömum umsækjendum tækifæri til að fræðast um inntak kallanna og spyrja spurninga sem kunna að vakna.

Upplýsingafundurinn fer fram rafrænt og stendur frá klukkan 8:00 til 10:30 að íslenskum tíma.

Nánari upplýsingar









Þetta vefsvæði byggir á Eplica