Úthlutun úr Rannsóknasjóði styrkárið 2021

15.1.2021

Stjórn Rannsóknasjóðs hefur lokið við úthlutun styrkja til nýrra rannsóknaverkefna fyrir árið 2021, stærstu úthlutun sjóðsins frá upphafi. Alls bárust 402 gildar umsóknir í Rannsóknasjóð og voru 82 þeirra styrktar eða rúmlega 20% umsókna.

  • ISS_6117_03047

Rannsóknasjóður er leiðandi samkeppnissjóður hér á landi. Sjóðurinn styrkir verkefni á öllum sviðum vísinda, allt frá styrkjum til doktorsnema til öndvegisstyrkja. Öndvegisstyrkir eru veittir til stórra verkefna sem skara fram úr á sínu sviði og hafa alþjóðlega tengingu. Síðustu ár hafa fjárframlög til sjóðsins verið um 2.5 milljarðar króna en í samræmi við stefnu Vísinda- og tækniráðs sem samþykkt var á síðasta ári voru fjárveitingar til sjóðsins hækkaðar í 3.7 milljarða á árinu 2021.

Fjöldi nýrra verkefna og úthlutuð heildarupphæð hafa aldrei verið hærri. Styrkveitingar til nýrra verkefna nema á þessu ári 1.3 milljarði króna, en þar sem verkefnin eru almennt til þriggja ára verður heildarkostnaður vegna þeirra um 4 milljarðar króna á árunum 2021-2023. Auk styrkja til nýrra verkefna koma tæplega 2 milljarðar til greiðslu á árinu vegna styrkja til eldri verkefna. Rannsóknasjóður mun einnig styrkja þátttöku íslenskra aðila í alþjóðlega samfjármögnuðum verkefnum.

Hér á eftir er yfirlit yfir skiptingu milli styrktegunda. Frekari greiningu er að finna á vef Rannsóknasjóðs . Upphæðir geta breyst við samningagerð og eru birtar með fyrirvara um innsláttarvillur.

Öndvegisstyrkir (öll fagráð)

Alls bárust 31 umsóknir um öndvegisstyrki og voru 9 styrktar eða 29% umsókna.

Verkefnisstjóri Aðsetur verkefnis Heiti verkefnis ISK (þús.)
Kristín Jónsdóttir, Corentin Caudron, Thomas Lecocq Veðurstofa Íslands Rauntímagreining á jarðskjálftaóróa til að greina náttúruvá á Íslandi 34.285
Slawomir Marcin Koziel Háskólinn í Reykjavík - Verkfræðideild Hönnunarmiðuð og reiknilega hagkvæm aðferðarfræði fyrir beina og óbeina staðgengilslíkangerð af hátíðnikerfum 47.455
Bjarni Bessason, Rajesh Rupakhety, Sigurður ErlingssonUniversity of Iceland-School of Engineering and Natural Sciences Jarðskjálftaáhætta á Íslandi 47.003
Hans Tómas Björnsson Háskóli Íslands - Heilbrigðisvísindasvið Kerfisbundinn útsláttur utangenaþátta til að skilja hvernig truflun á utangenaerfðum veldur sjúkdómum. 54.679
Eiríkur Steingrímsson Háskóli Íslands - Heilbrigðisvísindasvið Hlutverk MITF í svipgerðarbreytingum sortuæxlisfruma 36.769
Sigurður Yngvi Kristinsson Háskóli Íslands - Heilbrigðisvísindasvið Greining og inngrip snemma í mallandi mergæxli: skimun og meðferð hjá heilli þjóð 50.670
Viðar Örn Eðvarðsson, Runólfur Pálsson Landspítali-háskólasjúkrahús Adenín-fosfóríbósýltransferasaskortur: Meinmyndun nýrnaskaða og einstaklingsmiðuð meðferð 49.281
Valdimar Hafstein Háskóli Íslands - Félagsvísindasvið Samlífi manna og örvera í daglega lífinu 50.415
Árni Daníel Júlíusson, Ramona Harrison Háskóli Íslands - Hugvísindasvið Völd, auður og pest í tveimur dölum: Svarfaðardalur, Hörgárdalur og nágrenni um 870/1500 42.116

Verkefnisstyrkir

Alls bárust 194 umsóknir um verkefnisstyrki og voru 38 styrktar eða um 20% umsókna.

Raunvísindi og stærðfræði (23%)

Verkefnisstjóri Aðsetur verkefnis Heiti verkefnis ISK (þús.)
Pavel Bessarab Raunvísindastofnun Stöðugleiki grannfræðilegra segulmynstra umfram skyrmeindir 19.883
Friðrik Magnus Raunvísindastofnun Myndlausir fjöllaga seglar fyrir spunatækni 18.750
Benjamín Ragnar Sveinbjörnsson Raunvísindastofnun Burstafjölliður með hringlaga og/eða tvíþættar hliðarkeðjur 18.750
Sveinn Ólafsson Raunvísindastofnun 2D Rydberg vetnisþétting 18.353
Gianluca Levi Raunvísindastofnun Leifturhröð hleðslu og orkufærsla í umbreytingu sólarljóseinda 15.550
Olgeir Sigmarsson Raunvísindastofnun Kvikukerfi Heklu 14.260

Verkfræði og tæknivísindi (19%)

Verkefnisstjóri Aðsetur verkefnis Heiti verkefnis ISK (þús.)
Mohammad Adnan Hamdaqa Háskólinn í Reykjavík - Tölvunarfræðideild Rammi fyrir smíði áreyðanlegra öryggisvottaðra bálkakeðju forrita 18.135
Antonios Achilleos, Anna Ingólfsdóttir, Luca Aceto Háskólinn í Reykjavík - Tölvunarfræðideild Líkön af Sannprófun og Eftirliti 17.908
Jón Tómas Guðmundsson Raunvísindastofnun Aflflutningur til rafeinda og rafgasefnafræði rýmdarafhleðslu 16.925
Páll Melsted Háskóli Íslands - Verkfræði- og náttúruvísindasvið Hraðvirk reiknirit fyrir RNA magngreiningu í stökum frumum 16.298
Magnús Már Halldórsson Háskólinn í Reykjavík - Tölvunarfræðideild Skorðuð dreifð netalitun 13.085
Kamilla Rún Jóhannsdóttir Háskólinn í Reykjavík - Sálfræðideild Þreyta í flugumferðastjórn: Greining og fyrirbyggjandi aðgerðir.. 4.388

Náttúru- og umhverfisvísindi (21%)

Verkefnisstjóri Aðsetur verkefnis Heiti verkefnis ISK (þús.)
Isabel Pilar Catalan Barrio Landbúnaðarháskóli Íslands Grasbítar á norðlægum slóðum: tengsl fjölbreytni og starfsemi 20.546
Ingibjörg Svala Jónsdóttir Háskóli Íslands - Verkfræði- og náttúruvísindasvið Föst í viðjum hnignunar? Viðbrögð túndruvistkerfa við beitarfriðun 19.938
Filipa Isabel Pereira Samarra Háskóli Íslands - Stofnun Rannsóknasetra Mikilvægi stöðugleika vistkerfa fyrir vistfræðilega sérhæfingu rándýra sem eru efst í fæðukeðju sjávar 19.770
Tómas Grétar Gunnarsson Háskóli Íslands - Stofnun Rannsóknasetra Vist- og þróunarfræðilegir drifkraftar farhegðunar hjá fuglum 18.363
Anna Guðrún Þórhallsdóttir, Jón Guðmundsson Hólaskóli - Háskólinn á Hólum Áhrif langtíma beitarfriðunar á kolefnisupptöku og kolefni í graslendisjarðvegi 12.251

Lífvísindi (18%)

Verkefnisstjóri Aðsetur verkefnis Heiti verkefnis ISK (þús.)
Pétur Heiðarsson Raunvísindastofnun Ofuróreiða í umritunarþáttum við endurmótun litnisagna kortlögð með einsameindatækni 20.523
Georgios Kararigas Háskóli Íslands - Heilbrigðisvísindasvið Hlutverk CXCR4 í hjartaofstækkun sökum of hás þrýstings 19.888
Sigríður Rut Franzdóttir Háskóli Íslands - Verkfræði- og náttúruvísindasvið Hlutverk Pontin og Reptin í próteinumbyltu í taugafrumum 18.750
Petur Henry Petersen Háskóli Íslands - Heilbrigðisvísindasvið Stjórn á virkni taugafrumna 18.750
Erna Magnúsdóttir Háskóli Íslands - Heilbrigðisvísindasvið Rhox-kóði fyrir frumkímfrumur músa 18.663
Sara Sigurbjörnsdóttir Háskóli Íslands - Heilbrigðisvísindasvið Nýting sebrafiska til rannsóknar á hlutverki SMO próteinsins í liðagigt 15.306

Klínískar rannsóknir og lýðheilsa (20%)

Verkefnisstjóri Aðsetur verkefnis Heiti verkefnis ISK (þús.)
Unnur Anna Valdimarsdóttir Háskóli Íslands - Heilbrigðisvísindasvið Hormónatengdar lyndisraskanir kvenna á barneignaraldri – orsakir og heilsufarslegar afleiðingar 17.884
Emma Marie Swift, Helga Zoéga Háskóli Íslands - Heilbrigðisvísindasvið Áhrifaþættir neikvæðrar fæðingarupplifunar afhjúpaðir: faraldsfræðileg nálgun 17.848
Birna Baldursdóttir Háskólinn í Reykjavík - Sálfræðideild Áhrif ljóss á dægursveiflu og svefn ungmenna 17.615
Magnús Gottfreðsson Landspítali-háskólasjúkrahús Bætt greining samfélagslungnabólgu sem krefst innlagnar á sjúkrahús 14.852

Félagsvísindi og menntavísindi (19%)

Verkefnisstjóri Aðsetur verkefnis Heiti verkefnis ISK (þús.)
Guðrún Valgerður Stefánsdóttir, Sigurður Gylfi Magnússon Háskóli Íslands - Hugvísindasvið Bíbí í Berlín. Fötlunarfræði og Einsaga. Ný akademísk nálgun. 19.081
Þórhildur Halldórsdóttir, Inga Dóra Sigfúsdóttir Háskólinn í Reykjavík - Sálfræðideild Áhrif COVID-19 á geðheilsu unglinga 18.833
Thomas Brorsen Smidt, Guðbjörg Ottósdóttir Háskóli Íslands - Félagsvísindasvið Hinsegin flóttafólk í hinsegin paradís: Félagsleg inngilding og útskúfun 18.738
Silja Bára Ómarsdóttir Háskóli Íslands - Félagsvísindasvið Árangur gegn alþjóðlegu bakslagi: Þungunarrof á Íslandi og Írlandi 18.350
Guðrún Ragnarsdóttir Háskóli Íslands - Menntavísindasvið Framhaldsskólinn og samkomubann á tímum COVID-19: Kreppa, áskoranir og aðlögun 17.289
Ásta Jóhannsdóttir, Kristín Björnsdóttir Háskóli Íslands - Menntavísindasvið Fötlun á tímum faraldurs 17.285
Valdimar Sigurðsson Háskólinn í Reykjavík - Viðskiptadeild Greiningar á hegðun neytenda og sjálfbær markaðssetning á hollum matvælum 7.284

Hugvísindi og listir (21%)

Verkefnisstjóri Aðsetur verkefnis Heiti verkefnis ISK (þús.)
Margrét Eggertsdóttir Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum Hið heilaga og hið vanheilaga. Viðtökur og dreifing veraldlegra og trúarlegra bókmennta eftir siðskipti á Íslandi. 18.750
Irma Jóhanna Erlingsdóttir, Ásdís Rósa Magnúsdóttir Háskóli Íslands - Hugvísindasvið Frönsk bylgja í íslensku leikhúslífi: 1960-2000 17.866
Einar Freyr Sigurðsson, Jim Wood Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum Samfall: Innsýn í mörk setningafræði og orðhlutafræði 16.749
Árni Heimir Ingólfsson Listaháskóli Íslands Tónlistarmenn í útlegð frá Þýskalandi og Austurríki og áhrif þeirra á íslenskt tónlistarlíf, 1935–1974 8.813

Nýdoktorsstyrkir

Alls bárust 75 umsóknir um nýdoktorsstyrki og voru 17 þeirra styrktar eða um 23% umsókna.

Raunvísindi og stærðfræði (21%)

Verkefnisstjóri Aðsetur verkefnis Heiti verkefnis ISK (þús.)
Muhammad Taha Sultan Háskóli Íslands - Verkfræði- og náttúruvísindasvið Stillanlegir ljósnemar fyrir rófgreina 9.705
Kasper Elm Heintz Háskóli Íslands - Verkfræði- og náttúruvísindasvið Snöggvar: Ráðgáta og tól 9.538
Helgi Sigurðsson Háskóli Íslands - Verkfræði- og náttúruvísindasvið Taugamynduð ljósskauteindatölvun 8.865
Hera Guðlaugsdóttir Raunvísindastofnun Langtímaáhrif eldgosa á hærri og lægri breiddargráðum á loftslag 8.113

Verkfræði og tæknivísindi (20%)

Verkefnisstjóri Aðsetur verkefnis Heiti verkefnis ISK (þús.)
Anna Bergljót Gunnarsdóttir Háskóli Íslands - Verkfræði- og náttúruvísindasvið Rafefnafræðileg framleiðsla á ammoníaki með bestun á rafskauti og raflausn 10.000
Atefe Darzi Háskóli Íslands - Verkfræði- og náttúruvísindasvið Megindlegt mat á áreiðanleika Bayesísks jarðskjálftaboðkerfis fyrir Ísland 9.870

Náttúruvísindi og umhverfisvísindi (13%)

Verkefnisstjóri Aðsetur verkefnis Heiti verkefnis ISK (þús.)
Camilo André Ferreira Carneiro Háskóli Íslands - Stofnun Rannsóknasetra Hvernig geta fæðutengdir þættir dregið úr áhrifum vegna umhverfisbreytinga á norðurslóðum? 9.595

Lífvísindi (67%)

Verkefnisstjóri Aðsetur verkefnis Heiti verkefnis ISK (þús.)
Jorgelina Ramos Háskóli Íslands - Heilbrigðisvísindasvið Aldursháð og kynbundin lífeðlisfræðileg virkni í vöðvum og beinum 9.873
Andrea Garcia Llorca Háskóli Íslands - Heilbrigðisvísindasvið Stökkbreytingar í Mitf með skert sjálfsát og raskanir í sjónhimnu 9.705

Klínískar rannsóknir og lýðheilsa (20%)

Verkefnisstjóri Aðsetur verkefnis Heiti verkefnis ISK (þús.)
Þórir Einarsson Long Háskóli Íslands - Heilbrigðisvísindasvið Einstofna mótefnahækkun og nýrnasjúkdómar 8.715

Félagsvísindi og menntavísindi (27%)

Verkefnisstjóri Aðsetur verkefnis Heiti verkefnis ISK (þús.)
Marco Solimene Háskóli Íslands - Félagsvísindasvið Hús í Bosníu og kofar í rómverskum búðum. Húsagerð og mótun heimilis á fjölhliða vettvangi á meðal Roma-flóttafólks. 9.836
Jón Gunnar Ólafsson Háskóli Íslands - Félagsvísindasvið Fjölmiðlar, lýðræði og falsfréttir á Íslandi 9.705
Inga María Ólafsdóttir Háskóli Íslands - Heilbrigðisvísindasvið Kortlagning sjónrænnar hlutaskynjunar barna 9.705

Hugvísindi og listir (21%)

Verkefnisstjóri Aðsetur verkefnis Heiti verkefnis ISK (þús.)
Skafti Ingimarsson Háskóli Íslands - Hugvísindasvið Einar Olgeirsson og kommúnistahreyfingin á Íslandi. 10.615
Valgerður Pálmadóttir Háskóli Íslands - Hugvísindasvið Konur stöðva samfélagið Kvennafrídagurinn og alþjóðleg áhrif hans 9.575
Caroline R. Batten Háskóli Íslands - Hugvísindasvið Heil heilög heilbrigð Líkami og sjálf í Skandinavíu á miðöldum 9.534
Hjalti Snær Ægisson Annað Bessastaðaþýðingarnar 7.455

Doktorsnemastyrkir

Alls bárust 102 umsóknir um doktorsnemastyrki og voru 18 styrktar eða um 18% umsókna.

Raunvísindi og stærðfræði (31%)

Verkefnisstjóri Aðsetur verkefnis Heiti verkefnis ISK (þús.)
Rohit Goswami Háskóli Íslands - Verkfræði- og náttúruvísindasvið Líkan fyrir segulvíxlverkun flökkurafeinda byggt á vélrænum lærdómi með aðferðafræði Bayes 6.650
Mohammad Hussein Ali Badarneh Raunvísindastofnun Orkuhagkvæm stýring spunamynstra 6.480
Yorick Leonard Adrian Schmerwitz Raunvísindastofnun Rannsóknir á orkuflutningi í skammtapunktum hálfleiðara byggðar á reiknuðum hvarfleiðum og tímaframvindu með stökkum milli rafeindaástanda 6.355
Helga Kristín Torfadóttir Raunvísindastofnun Bergfræðilegur arkítektúr kvikukerfisins undir Öræfajökli 6.480

Verkfræði og tæknivísindi (13%)

Verkefnisstjóri Aðsetur verkefnis Heiti verkefnis ISK (þús.)
Michelangelo Diamanti Háskólinn í Reykjavík - Tölvunarfræðideild Agora: Samræmd rannsóknarumgjörð fyrir mannfjöldahermun 6.625
Bjarni Örn Kristinsson Háskólinn í Reykjavík - Verkfræðideild Kerfisgreining á samspili flugsamganga og efnahagsumsvifa: Greining á Íslandi út frá alþjóðlegu samheng 6.625

Náttúruvísindi og umhverfisvísindi (60%)

Verkefnisstjóri Aðsetur verkefnis Heiti verkefnis ISK (þús.)
Stephen John Hurling Landbúnaðarháskóli Íslands Útbreiðsla, stofnþróun og verndun nætursjófugla á Íslandi 6.660
Quentin Jean Baptiste Horta-Lacueva Háskóli Íslands - Verkfræði- og náttúruvísindasvið Gangvirki æxlunareinangrunar milli samsvæða bleikjuafbrigða 6.615
Tatiana Marie Joséphine Marchon Háskóli Íslands - Verkfræði- og náttúruvísindasvið Vistfræðilegir og félagslegir drifkraftar í hljóðrænum samskiptum háhyrninga (Orcinus orca) 6.333

Lífvísindi (14%)

Verkefnisstjóri Aðsetur verkefnis Heiti verkefnis ISK (þús.)
Marta Sorokina Alexdóttir Háskóli Íslands - Heilbrigðisvísindasvið Rakning á ferðalagi fósturfruma í þroskun fylgju og meðgöngueitrun 6.800

Félagsvísindi og menntavísindi (17%)

Verkefnisstjóri Aðsetur verkefnis Heiti verkefnis ISK (þús.)
Paola Cardenas Háskólinn í Reykjavík - Sálfræðideild Félagslegur stuðningur, aðlögun og geðheilsa barna og ungmenna sem sækja um alþjóðlega vernd á Íslandi 6.625
Daði Rafnsson Háskólinn í Reykjavík - Sálfræðideild Greining á atferli afreksknattspyrnumanna og inngrip byggt á 5Cs hugmyndafræðinni 6.625
Eva Hrönn Árelíusd. Jörgensen Háskóli Íslands - Félagsvísindasvið Mannfræðileg rannsókn á reynslu ungmenna af COVID-19 heimsfaraldrinum 6.480
Anna Kristina Regina Söderström Háskóli Íslands - Félagsvísindasvið Lestur er bestur: hugmyndir um lestur í samtímanum 6.330

Hugvísindi og listir (19%)

Verkefnisstjóri Aðsetur verkefnis Heiti verkefnis ISK (þús.)
Nikola Machácková Háskóli Íslands - Hugvísindasvið Rannsókn á varðveislu handrita: Egils rímur og "Yngri Egla" 6.825
Alexandra Louise Tyas Háskóli Íslands - Hugvísindasvið Samfélagsneðansjávarfornleifarfræði: Samsteypt fornleifafræðiverkefni á Íslandi 6.675
Jonas Koesling Háskóli Íslands - Hugvísindasvið Hafið í forníslenskri menningu: vistfræði og skilvit í sambandi manna og sjávar á Ísland á miðöldin 6.638
Ólöf G. Sigfúsdóttir Háskóli Íslands - Félagsvísindasvið Endurmat rannsókna á söfnum 6.615

Upplýsingar eru birtar með fyrirvara um innsláttarvillur.

Upphæðir geta breyst við samningagerð.









Þetta vefsvæði byggir á Eplica