Rúmar 398 milljónir endurgreiddar vegna bókaútgáfu árið 2020

27.1.2021

Árið 2020 var fyrsta heila árið í starfsemi sjóðs til stuðnings bókaútgáfu. Á árinu voru afgreiddar 922 umsóknir. Heildarkostnaður sem taldist endurgreiðsluhæfur var rúmar 1.593 m.kr. og var fjórðungshlutur endurgreiddur til útgefenda, alls rúmar 398 m.kr.

  • 02g63349

Lög um tímabundinn stuðning við útgáfu bóka á íslensku tóku gildi 1. janúar 2019 og samkvæmt þeim eiga útgefendur rétt á 25% endurgreiðslu kostnaðar vegna bóka sem útgefnar eru frá þeim degi. Árið 2020 er fyrsta heila árið í starfsemi sjóðsins en útgefendur hafa níu mánuði frá útgáfudegi til að sækja um endurgreiðslu; stór hluti þeirra bóka sem afgreiddar voru á árinu voru því gefnar út árið áður.

Á eftirfarandi töflu má sjá frekari greiningu eftir kostnaðarliðum og fjölda umsókna. Af einstökum liðum vegur prentun þyngst (26,8%) og þar á eftir koma höfundarlaun (17,9%), auglýsingar (11,6%), og loks ritstjórn, þýðingar og hönnun (allt um 9%).

Ath. taka verður kostnaðarliðum með vissum fyrirvara því fyrir kemur að umsækjandi setji fleiri en eina tegund kostnaðar undir sama liðinn.

Nánara ársuppgjör er að finna á heimasíðu sjóðsins.

KostnaðarliðirUpphæðir% kostnaðarFjöldi umsókna% umsókna
Prentun426.705.11826,8%58663,6%
Höfundarlaun285.677.01517,9%59064,0%
Auglýsingar185.006.34311,6%65571,0%
Ritstjórn144.651.3449,1%37540,7%
Þýðing145.487.4289,1%29231,7%
Hönnun143.392.8799,0%61366,5%
Hljóðupptaka84.901.7425,3%37240,3%
Prófarkalestur47.112.7913,0%32234,9%
Útgáfuréttur46.269.6472,9%16818,2%
Upplestur (hljóðb.)35.967.2532,3%32835,6%
Kynning32.915.2422,1%26128,3%
Ljósmyndir30.862.8031,9%12914,0%
Lestur25.177.3041,6%10111,0%
Rafbókavinna2.970.1110,2%13915,1%
Styrkur-43.651.235-2,7%788,5%
Alls kostnaður1.593.445.678
Alls 922
Endurgreitt 2020398.361.527


*Lestri var á árinu skipt upp í ritstjórn, prófarkalestur og upplestur.

Allar upplýsingar birtar með fyrirvara um innsláttarvillu.









Þetta vefsvæði byggir á Eplica