Kynningarfjarfundur um Tækniþróunarsjóð
Samtök iðnaðarins og Rannís standa fyrir rafrænum kynningarfundi um Tækniþróunarsjóð miðvikudaginn 3. febrúar kl. 9.00-10.30 með yfirskriftinni Nú er tækifæri til að ná lengra með Tækniþróunarsjóði. Hér er hægt að skrá sig á fundinn.
Dagskrá
Fulltrúar Rannís gera grein fyrir:
- Styrkjaflokkum Tækniþróunarsjóðs
- Skattfrádrætti vegna rannsókna- og þróunarkostnaðar
- Reglugerð um frádrátt frá tekjum erlendra sérfræðinga
Reynsla félagsmanna SI af umsóknaferli Tækniþróunarsjóðs
- Ívar Meyvantsson, þróunarstjóri, Valka
- Jan Eric Jessen, yfirmaður þróunarmála, Algalíf
Umræður
Fundarstjóri er Sigríður Mogensen, sviðsstjóri hugverkasviðs hjá SI.