Úthlutun listamannalauna 2021

7.1.2021

Úthlutunarnefndir Launasjóðs listamanna hafa lokið störfum vegna úthlutunar listamannalauna árið 2021. Þær starfa skv. lögum (57/2009) og reglugerð (834/2009) um listamannalaun, þar sem kveðið er á um að allar umsóknir fái sanngjarna umfjöllun.

  • LL_logo_blk_screen

Til úthlutunar úr launasjóðnum eru 2.150 mánaðarlaun, sem er 550 mánaða aukning frá 1.600 lögfestum mánuðum, til kominn vegna faraldurs. Fjöldi umsækjenda var 1.440 (1305 einstaklingar og 135 sviðslistahópar með um 940 listamönnum). Sótt var um 13.675 mánuði. Úthlutun fá 308 listamenn og 26 sviðlistahópar með um 145 sviðlistamönnum (alls um 450 listamenn).

Starfslaun listamanna eru 409.580 kr. á mánuði samkvæmt fjárlögum 2021. Um verktakagreiðslur er að ræða.

Eftirtöldum listamönnum voru veitt starfslaun*

Launasjóður hönnuða – 75 mánuðir 

Launasjóður myndlistarmanna – 526 mánuðir 

Launasjóður rithöfunda – 646 mánuðir 

Launasjóður sviðslistafólks – 307 mánuðir

Launasjóður tónlistarflytjenda – 315 mánuðir

Launasjóður tónskálda – 281 mánuður

Skipting umsókna milli sjóða 2021 var eftirfarandi:

Launasjóður hönnuða: 75 mánuðir voru til úthlutunar, sótt var um 793 mánuði.

  • Alls bárust 106 umsóknir í launasjóð hönnuða.
  • Starfslaun fá 10 hönnuðir, 6 konur og 4 karlar.


Launasjóður myndlistarmanna: 526 mánuðir voru til úthlutunar, sótt var um 4065 mánuði.

  • Alls bárust 373 umsóknir í launasjóð myndlistarmanna.
  • Starfslaun fá 83 myndlistarmenn, 50 konur og 33 karlar.


Launasjóður rithöfunda: 646 mánuðir voru til úthlutunar, sótt var um 3097 mánuði.

  • Alls bárust 295 umsóknir í launasjóð rithöfunda.
  • Starfslaun fá 94 rithöfundar, 45 konur og 49 karlar.


Launasjóður sviðslistafólks: 307 mánuðir voru til úthlutunar, sótt var um 1841 mánuði.

  • Alls bárust umsóknir frá 940 frá listamönnum sem tilheyrðu 135 sviðslistahópum og 68 einstaklingum
  • Starfslaun í sviðslistahópum fá 145 sviðslistamenn, 79 konur og 66 karl
  • Starfslaun einstaklinga fá 15 sviðslistamenn 59 mánuði, 10 konur og 5 karlar.


Launasjóður tónlistarflytjenda: 315 mánuðir voru til úthlutunar, sótt var um 1870 mánuði.

  • Alls bárust 237 umsóknir í sjóðinn frá tónlistarflytjendum
  • Starfslaun fá 62 tónlistarmenn, 34 konur og 28 karlar.


Launasjóður tónskálda: 281 mánuður voru til úthlutunar, sótt var um 2012 mánuð.

  • Alls bárust 226 umsóknir í sjóðinn frá tónskáldum.
  • Starfslaun fá 44 tónskáld, 21 kona og 23 karlar.

Úthlutunarnefndir 2021 voru skipaðar sem hér segir: 

  • Launasjóður hönnuða: Ástþór Helgason, formaður, Halldóra Vífilsdóttir, Þórunn Hannesdóttir
  • Launasjóður myndlistarmanna: Aldís Arnardóttir, formaður, Unnar Örn Jónasson, Sigurður Árni Sigurðsson
  • Launasjóður rithöfunda: Ingibjörg Sigurðardóttir, formaður, Þorgeir Tryggvason, Þórður Helgason.
  • Launasjóður sviðslistafólks: Agnar Jón Egilsson, formaður, Hrefna Hallgrímsdóttir, Vigdís Másdóttir.
  • Launasjóður tónlistarflytjenda: Helgi Jónsson, formaður, Jóhanna Ósk Valsdóttir, Sólveig Moravek Jóhannsdóttir.
  • Launasjóður tónskálda: Gunnar Karel Másson formaður, Elísabet Indra Ragnarsdóttir, Máni Svavarsson.

Stjórn listamannalauna 2018-2021 

  • Bryndís Loftsdóttir, formaður
  • Hlynur Helgason
  • Markús Þór Andrésson


*Birt með fyrirvara um villur.









Þetta vefsvæði byggir á Eplica