Úthlutun úr Sviðslistasjóði fyrir árið 2021
Umsóknarfrestur rann út 1. október 2020, alls bárust 143 umsóknir frá atvinnusviðslistahópum og sótt var um ríflega 738 milljónir króna.
Stjórnvöld juku framlag til sjóðsins um 37 milljónir og veitir Sviðslistasjóður nú 132 milljónum til 30 atvinnusviðslistahópa leikárið 2021.
Sviðslistaráð gerir 20 milljón króna samning við Gaflaraleikhúsið til tveggja ára með því skilyrði að Hafnarfjarðarbær leggi fram sambærilegt framlag til leikhússins.
Í ár fær Leikhópurinn dB hæsta styrkinn fyrir sviðsverkið Eyja eða 11.2 milljónir.
Eftirtalin verkefni hlutu styrk:*
Sviðslistahópur | Sviðsverk | Tegund(ir) | Úthlutun | Forsvarsmaður |
Animato | Mærþöll | Ópera | 391.870 kr. | Þórunn Guðmundsdóttir |
Aquarius | Tilraunin Hasim - Götustrákur í Kalkútta og Reykjavík | Leikverk | 3.300.000 kr. | Þóra Kristín Ásgeirsdóttir |
EP, félagasamtök | Venus Í feldi | Leikverk | 8.000.000 kr. | Edda Björg Eyjólfsdóttir |
Ferðalangar sögunnar | Söguferðalangar | Barnaverk Leikverk Handrit Gagnvirkt gönguleikhús |
2.700.000 kr. | Tryggvi Gunnarsson |
Fimbulvetur | Blóðuga Kanínan | Leikverk | 10.000.000 kr. | Guðmundur Ingi Þorvaldsson |
Fjórar kynslóðir | Fjórar kynslóðir | Dansverk Leikverk |
1.408.130 kr. | Kolfinna Nikulásdóttir |
Forspil að framtíð | Forspil að framtíð | Barnaverk Leikverk |
7.000.000 kr. | Ævar Þór Benediktsson |
Frystiklefinn / The Freezer |
DNA | Leikverk Handrit |
3.400.000 kr. | Kári Viðarsson |
Gaflaraleikhúsið | Samstarfssamningur | Barnaverk | 10.000.000 kr. | Lárus Vilhjálmsson |
GEIGEN | Club Geigen | Dansverk Tónleikhús |
2.500.000 kr. | Gígja Jónsdóttir |
Hellaðir | Heilinn í Hellinum | Leikverk | 2.500.000 kr. | Albert Halldórsson |
Kváma | Söngleikurinn Rokkarinn og rótarinn | Leikverk Söngleikur |
2.700.000 kr. | Þór Breiðfjörð Kristinsson |
LAB LOKI, félagasamtök | Skáldið í speglinum | Leikverk | 5.200.000 kr. | Rúnar Guðbrandsson |
Last Minute Productions | Þoka | Dansverk | 4.400.000 kr. | Inga Maren Rúnarsdóttir |
Leikfélagið Annað svið | Það sem er / DDR | Leikverk | 3.400.000 kr. | María Ellingsen |
Leikfélagið PóliS | Tu jest za drogo /Úff hvað allt er dýrt hérna | Leikverk | 2.800.000 kr. | Ólafur Ásgeirsson |
Ljós-til-líf-unun | Brum | Leikverk | 1.200.000 kr. | Kara Hergils Valdimarsdóttir |
Menningarfélagið Marmarabörn | Ó, veður | Leikverk Dansverk Brúðuleikhús Handrit |
1.000.000 kr. | Sigurður Arent Jónsson |
Menningarfélagið Tær | Alda | Dansverk | 7.000.000 kr. | Katrín Gunnarsdóttir |
Miðnætti leikhús | Tjaldið | Barnaverk Brúðuleikhús |
5.000.000 kr. | Agnes Þorkelsdóttir Wild |
Panic Production, félag- Sveinbjörg Þórhallsdóttir | ROF | Dansverk Rannsókn |
2.000.000 kr. | Sveinbjörg Þórhallsdóttir |
Pokahorn | Kossafar á ilinni | Tónleikhús | 8.300.000 kr. | Margrét Kristín Sigurðardóttir |
Selsaugu | Þoka/Mjørka | Barnaverk Leikverk |
6.500.000 kr. | Aðalbjörg Þóra Árnadóttir |
Skýjasmiðjan | HETJA - Heil(brigðis) grímuleikur á heimsmælikvarða | Dansverk Leikverk |
3.200.000 kr. | Greta Ann Clough |
Slembilukka | Sjáið mig | Þátttöku- leikhús | 1.300.000 kr. | Laufey Haraldsdóttir |
Soðið svið, félagasamtök | Framhald í næsta bréfi | Leikverk | 5.200.000 kr. | Salka Guðmundsdóttir |
Sómi þjóðar, félagsamtök | (Ó)sómi þjóðar | Leikverk Rannsókn |
2.000.000 kr. | Tryggvi Gunnarsson |
Sviðslistahópur Helga og Árna | Þögnin - óperuhljóðverk | Ópera Leikverk |
1.900.000 kr. | Helgi Rafn Ingvarsson |
Sviðslistahópurinn dB. | Eyja - leiksýning | Leikverk | 11.200.000 kr. | Ástbjörg Rut Jónsdóttir |
Undur og stórmerki | Fíflið | Leikverk Handrit |
6.500.000 kr. | Karl Ágúst Úlfsson |
Sviðslistaráð starfar samkvæmt ákvæði 15. gr laga nr. 165/2019 um sviðslistir. Hlutverk sviðslistasjóðs er að efla íslenskar sviðslistir og standa straum af öðrum verkefnum sem falla undir hlutverk og starfsemi á sviði sviðslista með úthlutun fjár úr sjóðnum til atvinnuhópa.
Sviðslistaráð skipa: Hrefna Hallgrímsdóttir formaður, án tilnefningar, Vigdís Másdóttir, tilnefnd af Bandalagi sjálfstæðra leikhúsa og Agnar Jón Egilsson, tilnefndur af Sviðslistasambandi Íslands.
*Birt með fyrirvara um villur.