Kínversk-norræna norðurslóðamiðstöðin í Shanghai (China - Nordic Arctic Research Centre) auglýsir rannsóknastyrki fyrir tímabilið 1. desember 2019 til 30. júní 2020.
Lesa meiraVísindasmiðjan hlaut viðurkenningu fyrir vísindamiðlun, sem afhent var við opnun Vísindavöku Rannís laugardaginn 28. september 2019. Jón Atli Benediktsson, rektor og Guðrún Bachmann kynningarstjóri vísindamiðlunar hjá Háskóla Íslands, veittu viðurkenningunni viðtöku.
Lesa meiraVísindavaka Rannís verður haldin í dag, laugardaginn 28. september kl. 15:00-20:00 í Laugardalshöllinni. Á Vísindavöku finna allir eitthvað við sitt hæfi og er fólk á öllum aldri boðið velkomið, en markmiðið er að almenningur fái tækifæri til að spjalla við vísindafólk um viðfengsefni þess. Aðgangur er ókeypis og margt spennandi að sjá og reyna á Vísindavöku!
Lesa meiraRannís auglýsir eftir umsóknum um styrki úr Tónlistarsjóði til verkefna sem
efnt verður til á tímabilinu 1. janúar til 30. júní 2020.
Jón Ólafsson prófessor við hugvísindadeild HÍ verður gestur á fjórða Vísindakaffinu í aðdraganda Vísindavöku, fimmtudaginn 26. september kl. 20:30-22:00 á Kaffi Laugalæk.
Lesa meiraGuðbjörg Ásta Ólafsdóttir, forstöðumaður Rannsóknarseturs HÍ á Vestfjörðum og Anja Nickel doktorsnemi standa fyrir Vísindakaffi sem haldið verður í Bolungarvík laugardaginn 28. september kl. 14:00-16:00 í tengslum við Vísindavöku Rannís.
Lesa meiraHalldór Björnsson og Hrafnhildur Hannesdóttir frá Veðurstofu Íslands verða gestir á þriðja Vísindakaffinu í aðdraganda Vísindavöku, miðvikudaginn 25. september kl. 20:30-22:00 á Kaffi Laugalæk.
Lesa meiraGréta Bergrún Jóhannesdóttir, kynjafræðingur og doktorsnemi við Háskólann á Akureyri verður gestur á Vísindakaffi í Orðakaffi, Amtsbókasafninu á Akureyri, fimmtudaginn 26. september kl. 20:00-21:30, í tengslum við Vísindavöku Rannís.
Þjóðfræðingarnir Jón Jónsson og Eiríkur Valdimarsson standa fyrir Vísindakaffi á Kaffi Kind, Sauðfjársetrinu í Sævangi á Ströndum, fimmtudaginn 26. september kl. 20:00 í tengslum við Vísindavöku Rannís.
Lesa meiraGuðrún Dóra Bjarnadóttir geðlæknir og Gyða Guðmundsdóttir sálfræðingur verða gestir á öðru Vísindakaffinu í aðdraganda Vísindavöku, þriðjudaginn 24. september kl. 20:30-22:00 á Kaffi Laugalæk.
Lesa meiraSigurður Ingi Erlingsson prófessor við HR verður gestur á fyrsta Vísindakaffinu í aðdraganda Vísindavöku, mánudaginn 23. september kl. 20:30-22:00 á Kaffi Laugalæk.
Lesa meiraTil stendur að úthluta 44 milljónum norskra króna til allt að fjögurra verkefna að þessu sinni og er umsóknarfrestur 20. nóvember nk. Lögð er áhersla á að bakvið hverja umsókn séu að minnsta kosti þrír norrænir aðilar, en hvert verkefni hlýtur að hámarki 12 milljónir norskra króna og getur varað upp að fjögurra ára tímabil.
Lesa meiraOpnað hefur verið fyrir umsóknir Uppbyggingarsjóðs EES í samstarfi við Portúgal í flokknum "Blue Growth" – viðskiptaþróun, nýsköpun og lítil og meðalstór fyrirtæki í bláa hagkerfinu. Umsóknarfrestur hefur verið framlengdur til 29. nóvember nk.
Lesa meiraÁ þessu ári varð Ísland formlega aðili að nýrri áætlun á sviði sjálfboðastarfs ungs fólks, European Solidarity Corps. Vakin er athygli á að næsti umsóknarfrestur er til 1. október nk.
Lesa meiraNæsti umsóknarfrestur um styrki úr Íþróttasjóði er 1. október 2019.
Lesa meiraVísindavaka 2019 verður haldin í Laugardalshöllinni, laugardaginn 28. september kl. 15:00-20:00 Rannís stendur fyrir Vísindavöku á Íslandi, en hún er haldin samtímis í helstu borgum Evrópu síðustu helgina í september undir heitinu Researchers' Night.
Lesa meiraHvatningarverðlaun Vísinda- og tækniráðs eru árlega veitt vísindamanni sem snemma á ferlinum þykir hafa skarað framúr og skapað væntingar um framlag í vísindastarfi sem styrki stoðir mannlífs á Íslandi.
Lesa meiraRannís hefur úthlutað úr mennta- og æskulýðshluta Erasmus+ áætlunarinnar um 4,7 milljónum evra eða um 650 milljónum króna til 18 evrópskra samstarfsverkefna og þátttöku íslenskra skóla í 39 skólaverkefnum. Mest aukning varð á úthlutun til leik-, grunn- og framhaldsskóla og ánægjulegt að sjá góða þátttöku af öllu landinu.
Lesa meiraFrestur til að taka þátt í opnu samráði um stefnumótun fyrir næstu rannsókna- og nýsköpunaráætlun ESB, Horizon Europe, hefur verið framlengdur til 4. október 2019. Þetta er kjörið tækifæri fyrir stofnanir, fyrirtæki og aðra hagsmunaaðila til að hafa áhrif á nánari útfærslu og framkvæmd áætlunarinnar.
Lesa meiraViðurkenning Rannís fyrir vísindamiðlun verður veitt við opnun Vísindavöku 2019, sem haldin verður í Laugardalshöllinni laugardaginn 28. september kl. 15:00-20:00. Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra afhendir viðurkenninguna fyrir hönd Rannís.
Lesa meiraOpnað hefur verið fyrir umsóknir í Uppbyggingarsjóð EES í samstarfi við Portúgal um verkefni tengd strandmenningu.
Lesa meiraFramkvæmdastjórn Evrópusambandsins og mennta- og menningarmálaráðuneytið veita Evrópumerkið sem viðurkenningu fyrir nýbreytni í tungumálanámi og tungumálakennslu.
Lesa meirajan., feb., mar., apr., maí, jún., júl., ágú., sep., okt., nóv., des.
jan., feb., mar., apr., maí, jún., júl., ágú., sep., okt., nóv., des.
jan., feb., mar., apr., maí, jún., júl., ágú., sep., okt., nóv., des.
jan., feb., mar., apr., maí, jún., júl., ágú., sep., okt., nóv., des.
jan., feb., mar., apr., maí, jún., júl., ágú., sep., okt., nóv., des.