Hvaða áhrif hafa umhverfisbreytingar í sjó á ferðir þorskseiða?

Vísindakaffi í Bolungarvík

23.9.2019

Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir, forstöðumaður Rannsóknarseturs HÍ á Vestfjörðum og Anja Nickel doktorsnemi standa fyrir Vísindakaffi sem haldið verður í Bolungarvík laugardaginn 28. september kl. 14:00-16:00 í tengslum við Vísindavöku Rannís.

Rannsóknarsetur HÍ á Vestfjörðum býður gestum og gangandi upp á vísindakaffi og meðlæti í húsakynnum setursins að Hafnargötu 9b í Bolungarvík. 

Forstöðumaður setursins, dr. Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir, ásamt samstarfsfólki, mun taka á móti gestum og kynna það sem er helst á döfinni. Þá verður sagt frá nýjum rannsóknum þar sem þorskseiði eru merkt með hljóðmerkjum til að kanna ferðir þeirra um vestfirska firði og gestum gefst tækifæri til að skoða tilraunir á hegðun og ferðum þorskseiða í rannsóknabúrum. 

Vísindakaffið er haldið í samstarfi við Vísindavöku Rannís 2019. Allir velkomnir!

Í aðdraganda Vísindavöku Rannís 2019 verður hellt upp á fjögur vísindakaffi á Kaffi Laugalæk og þrjú vísindakaffi á landsbyggðinni, á Ströndum, í Bolungavík og á Akureyri.

Sjá dagskrá allra vísindakaffisikvöldanna hér. 









Þetta vefsvæði byggir á Eplica