Auglýst eftir umsóknum um styrki úr Íþróttasjóði

17.9.2019

Næsti umsóknarfrestur um styrki úr Íþróttasjóði er 1. október 2019.

Styrkirnir eru ætlaðir íþrótta- og ungmennafélögum í landinu til að bæta aðstöðu til íþróttaiðkana. Einnig til að stunda rannsóknir á ýmsum þáttum íþróttastarfsemi í landinu.

Styrkir eru veittir til eftirfarandi verkefna:

  • sérstakra verkefna á vegum íþróttafélaga og samtaka þeirra sem miða að því að bæta aðstöðu til íþróttaiðkana
  • útbreiðslu- og fræðsluverkefna , sérstök áhersla verður lögð á verkefni sem stuðla að þátttöku barna af erlendum uppruna
  • íþróttarannsókna
  • verkefna samkvæmt 13. gr. Íþróttalaga.

Umsóknum skal skila á rafrænu formi í gegnum umsóknakerfi Rannís fyrir kl. 16:00 þriðjudaginn 1. október 2019.

Nánari upplýsingar er að finna á síðu Íþróttasjóðs.









Þetta vefsvæði byggir á Eplica