Uppbyggingarsjóður EES í Portúgal auglýsir eftir umsóknum
Opnað hefur verið fyrir umsóknir í Uppbyggingarsjóð EES í samstarfi við Portúgal um verkefni tengd strandmenningu.
Markmið verkefnastyrkjanna er að stuðla að verndun, varðveislu og endurbyggingu á menningararfleifð strandmenningar með sérstaka áherslu á sjálfbæra þróun strandsamfélaga.
Umsóknarfrestur er til 5. febrúar 2020.
Ráðstefna verður haldin í Lissabon 12.-13. september þar sem styrkirnir verða kynntir nánar og veitir Rannís áhugasömum frekari upplýsingar um styrkina. Dagskrá ráðstefnunnar hér.
Uppbyggingasjóði EES er ætlað að styrkja samstarf EES ríkjanna þriggja, Íslands, Liechtenstein og Noregs við 15 móttökuríki.
Nánari upplýsingar má lesa hér.
Tengiliðir hjá Rannís: Ragnhildur Zoëga og Egill Þór Níelsson.