Opið samfélag – Hvernig getur almenningur hamið valdið?

Vísindakaffi fimmtudag 26. sept. kl. 20:30

24.9.2019

Jón Ólafsson prófessor við hugvísindadeild HÍ verður gestur á fjórða Vísindakaffinu í aðdraganda Vísindavöku, fimmtudaginn 26. september kl. 20:30-22:00 á Kaffi Laugalæk. 

Á næstu mánuðum áforma íslensk stjórnvöld að endurskoða íslensku stjórnarskránna í víðtæku samráði við almenning og munu standa fyrir sk. rökræðukönnun en það er aðferð til að gera dýpri rannsókn á viðhorfum upplýsts almennings en venjuleg skoðanakönnun leyfir. 

Í tengslum við rökræðukönnunina verður staðið fyrir þriggja vikna lýðvistun, sem er opinn vettvangur fyrir umræðu um þau ákvæði stjórnarskrár sem ætlunin er að endurskoða á þessu kjörtímabili. Vísindakaffið er kynning á þessum tveimur aðferðum almenningssamráðs. 

Rætt verður um borgaraþátttöku og hvernig aðkoma almennings getur verið víðtæk, náð til sem flestra hópa og gefið óskekkta mynd af viðhorfum borgaranna; hvernig beita má þessum aðferðum og með hvaða hætti stjórnvöld geta (og hvernig þeim ber) að taka tillit til niðurstaðna samráðsins.

Í aðdraganda Vísindavöku Rannís 2019 verður hellt upp á fjögur vísindakaffi á Kaffi Laugalæk og þrjú vísindakaffi á landsbyggðinni, á Ströndum, í Bolungavík og á Akureyri.

Sjá nánar um vísindakaffi









Þetta vefsvæði byggir á Eplica