Frestur til að taka þátt í opnu samráði um Horizon Europe framlengdur til 4. október

11.9.2019

Frestur til að taka þátt í opnu samráði um stefnumótun fyrir næstu rannsókna- og nýsköpunaráætlun ESB, Horizon Europe, hefur verið framlengdur til 4. október 2019. Þetta er kjörið tækifæri fyrir stofnanir, fyrirtæki og aðra hagsmunaaðila til að hafa áhrif á nánari útfærslu og framkvæmd áætlunarinnar.

  • Horizon-Europe-cover

Undirbúningur að framkvæmd Horizon Europe áætlunarinnar er nú í fullum gangi en hún mun taka gildi í ársbyrjun 2021 til sjö ára, og er áætlað að á þeim tíma muni nærri 100 milljarðar evra renna til rannsókna og nýsköpunar. Ísland hefur tekið virkan þátt í rannsókna- og nýsköpunaráætlunum ESB allt frá gildistöku EES samningsins.

Nú er í gangi opið samráð um áherslur og stefnumótun Horizon Evrópu og verða niðurstöður þess nýttar til stefnumörkunar við framkvæmd áætlunarinnar. Sjá nánar um opið samráð hér, en einnig er hægt að fara beint í spurningakönnunina hér.

Allir sem áhuga hafa á rannsóknum og nýsköpun, stofnanir jafnt sem einstaklingar, geta tekið þátt í samráðinu, en fresturinn hefur nú verið framlengdur til 4. október 2019.









Þetta vefsvæði byggir á Eplica