Opið fyrir umsóknir í Tækniþróunarsjóð
Tækniþróunarsjóður hefur opnað fyrir umsóknir í styrktarflokkunum Sproti, Vöxtur og Markaður. Umsóknarfrestur er 15. september 2022, kl. 15:00.
- Sproti er fyrir ung nýsköpunarfyrirtæki og frumkvöðla og hefur það að markmiði að styðja við verkefni á byrjunarstigi. Fyrirkomulag umsóknarkerfis í Sprota er breytt.
- Vöxtur er fyrir lítil og meðalstór fyrirtæki og er ætlaður til að styrkja þróunarverkefni sem eru komin af frumstigi hugmyndar og er Sprettur öndvegisstyrkur innan Vaxtar.
- Markaður er nú skipt í tvo ólíka styrktarflokka og því mikilvægt að umsækjendur kynni sér vel reglur sjóðsins. Sjóðurinn er ætlaður litlum og meðalstórum fyrirtækjum sem verja að lágmarki 10% af veltu sinni til rannsókna- eða þróunarstarfs samkvæmt síðasta reikningsári.
Umsóknarfrestur er 15. september 2022, kl. 15:00.
Fyrirhugað er að halda rafræna kynningarfundi í seinna í ágúst og verða þeir auglýstir um leið og dagsetningar liggja fyrir.
Sótt er um rafrænt í gegnum umsóknarkerfi Rannís.
Nánari upplýsingar á síðu Tækniþróunarsjóðs.