Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins vill heyra frá þér
Í öllum Evrópuáætlunum er mikilvægt að fylgjast vel með framkvæmd og árangri þeirra til að sjá hvað hefur heppnast vel og hvað mætti betur fara. Nú er að hefjast matsferli fyrir Erasmus+ sem almennilegur er hvattur til að taka þátt í.
Fyrsti hluti ferlisins snýst um að safna saman upplýsingum og áliti frá frjálsum félagasamtökum og stofnunum á sviði mennta- og æskulýðsmála, stjórnvöldum, alþjóðlegum samtökum, einstaklingum sem hafa tekið þátt í Erasmus+ og öllum öðrum sem málið varðar. Hægt er að senda álit inn til framkvæmdastjórnarinnar gegnum sérstaka síðu til 12. september nk. Innsent efni er birt opinberlega og þarf því að lúta ákveðnum reglum.
Matsferlið snýr að tveimur kynslóðum Erasmus+. Annars vegar er um að ræða svokallað miðmat á nýju áætluninni sem hófst 2021 og stendur til 2027 og hins vegar er framkvæmt lokamat á forvera hennar, sem var í gangi frá 2014 til 2020.
Matið felur í sér fleiri leiðir sem kynntar verða á seinni stigum, svo sem opinbert samráð þar sem almenningur er beðinn um að fylla út könnun og skýrslur sem yfirvöld þátttökulandanna vinna.