Samstarf innan íslensks vísinda- og nýsköpunarsamfélags, þar sem háskólar, fyrirtæki og rannsóknastofnanir vinna saman á ákveðnu fræðasviði.
Til að efla rannsóknir og nýsköpun og hvetja til samvinnu ólíkra aðila innanlands og í alþjóðlegu samhengi, til að ýta undir verðmætasköpun og fjárfestingu í rannsóknum í atvinnulífinu.
Umsóknarfresti lauk 12. maí 2022
Markáætlun í tungu og tækni er opinn samkeppnissjóður sem starfar samkvæmt lögum um opinberan stuðning við vísindarannsóknir (nr. 3/2003 með áorðnum breytingum).
Hlutverk Markáætlunar í tungu og tækni er annars vegar að vernda og efla íslenska tungu, og hins vegar að auðvelda nýtingu nýrrar samskiptatækni í íslensku samfélagi, til hagsbótar almenningi, stofnunum og fyrirtækjum.
Háskólar, stofnanir og fyrirtæki geta sótt um styrki úr Markáætlun í tungu og tækni.
Umsóknum í sjóðinn er skilað inn í gegnum rafrænt umsóknarkerfi Rannís.
Markáætlun veitir styrki samkvæmt þeim áherslum sem eru skilgreindar fyrir sjóðinn, og á grundvelli faglegs mats á gæðum verkefna, hversu víðtækt verkefnið er, þörf á afurðum verkefnisins, færni þeirra einstaklinga sem stunda rannsóknirnar og aðstöðu þeirra til að sinna verkefninu.
Rannsóknamiðstöð Íslands er umsýsluaðili sjóðsins.