Uppbyggingarsjóður EES í Rúmeníu auglýsir eftir umsóknum

25.4.2022

Opnað hefur verið fyrir umsóknir í flokknum viðskiptaþróun, nýsköpun og lítil og meðalstór fyrirtæki. Umsóknarfrestur er til og með 14. júlí 2022.

  • EEA-grants

Markmið áætlunarinnar er að styðja við lítil og meðalstór fyrirtæki í þróun á nýjum og grænum tæknilausnum, innan bláa hagkerfinu og á sviði upplýsingatækni (ICT).

  • Heildarfjármagn tilvonandi úthlutunar er 3,584,738 evrur.
  • Hámarksstærð verkefna er 200.000 evrur
  • Lágmarksstærð verkefna er 10.000 evrur

Nánari upplýsingar um kallið: 14/07/2022: Romania, Support for start-ups (innovasjonnorge.no)

Fljótlega verður haldinn vefviðburður og fyrirtækjastefnumót tengt umsóknarferlinu, en nánari tímasetning og skráning verður auglýst síðar.

Uppbyggingarsjóði EES er ætlað að styrkja samstarf EES ríkjanna þriggja; Íslands, Liechtenstein og Noregs við 15 móttökuríki.

Bendum á Gagnagrunninn hjá Utanríkisráðuneytinu þar sem áhugasamir um möguleg samstarfsverkefni geta leitað styrkja í Uppbyggingarsjóð EES.

Ef þið/ykkar stofnun/fyrirtæki/félagasamtök hafið áhuga á að bætast við lista áhugasamra samstarfsaðila og setja upplýsingar um ykkur og mögulegar verkefnahugmyndir í grunninn









Þetta vefsvæði byggir á Eplica