Rannís tekur þátt í Nýsköpunarviku
Nýsköpunarvikan fer fram 16. - 20. maí nk. Hátíðin er haldin á Íslandi ár hvert en markmiðið er að auka aðgengi og sýnileika nýsköpunar á Íslandi og gefa fyrirtækjum og sprotum tækifæri á að kynna eigin nýsköpun.
Mánudaginn 16. maí nk. kl. 16:00 til 17:00 kynnir Rannís tækifæri sem eru í boði í húsnæði Grósku og samtímis í beinu streymi. Allir eru velkomnir að fylgjast með hvort sem er á staðnum (meðan húsrúm leyfir) eða í beinu streymi.
Fulltrúar Rannís munu segja frá stuðningi við rannsóknir og nýsköpun, innan sem utan Íslands með það að markmiði að ná til frumkvöðla, á öllum aldri og úr ólíkum sviðum og geirum.
Rannís hefur fjölbreytt úrval valkosta þegar kemur að fjármögnun og stuðningi við nýsköpunarverkefni. Við viljum kynna á einfaldan hátt hvernig hægt er að finna réttan stuðning hvort sem er hjá Tækniþróunarsjóði, Enterprise Europe Network eða innan rannsókna og nýsköpunaráætlunar Evrópusambandsins.
Einnig verður sagt frá tengslanetinu okkar og tengingum sem við teljum að margir á nýsköpunarsviðinu geti notið góðs af.