Tækniþróunarsjóður

Fyrirtækjastyrkur Fræ/Þróunarfræ

Fyrir hverja?

Fyrirtæki yngri en 5 ára og einstaklinga.

Til hvers?

Fræ er undirbúningsstyrkur til ungra frumkvöðlafyrirtækja eða einstaklinga og er sniðinn að verkefnum á hugmyndastigi eða á frumstigi í þróun afurðar.

Þróunarfræ er forkönnunarstyrkur til ungra frumkvöðlafyrirtækja og einstaklinga til að ráðast í þróunarsamvinnuverkefni.

Umsóknarfrestur

Alltaf er opið fyrir umsóknir. 

Allar umsóknir sem berast eru teknar fyrir og úthlutun tilkynnt að lágmarki tvisvar á ári.

Umsækjendur senda inn umsókn í umsóknargátt Rannís hér að ofan. 

Mikilvægt er að umsækjendur hugi vel að þeim gögnum sem þarf að skila með umsókn.

Sjá nánar í reglum Tækniþróunarsjóðs - Fræ/Þróunarfræ

Hámarksstyrkur

Hámarksstyrkur er 2.000 þ.kr.

Mótframlag

Ekki er gerð mótframlagskrafa í þessum styrkjaflokki.

Hámarkslengd verkefnis

Skil á niðurstöðum verkefna þurfa að liggja fyrir innan 12 mánaða frá umsóknardegi.

Skil á umsókn

Alltaf er opið fyrir umsóknir. Umsóknir sem berast eru teknar fyrir og úthlutun tilkynnt að lágmarki tvisvar á ári. Umsókn skal skila rafrænt í umsóknarkerfi Rannís.

Matsferli

Umsóknir eru metnar af fagráði Tækniþróunarsjóðs. Fagráðið er þverfaglegt og skipað einstaklingum frá fyrirtækjum, háskólum og stofnunum.

Í þessum flokki fá umsækjendur ekki einkunn eða umsögn um verkefnið. Umsækjendur fá tilkynningu um hvort stjórn hafi ákveðið að styrkja verkefnið eða ekki. 

Skýrsluskil

Skila þarf inn lokaskýrslu eigi síðar en 12 mánuðum frá úthlutun. 

Minniháttar aðstoð (De minimis)

Þessi styrkjaflokkur fellur undir reglur um minniháttar aðstoð. Nánari upplýsingar um minniháttar aðstoð má sjá í reglum Tækniþróunarsjóðs. 


Nánari upplýsingar

  • - Sendið fyrirspurnir til Tækniþróunarsjóðs á netfangið: taeknithrounarsjodur@rannis.is
  • - Símatímar starfsfólks eru mánudaga til fimmtudaga frá kl. 10-12 í síma 515 5800







Þetta vefsvæði byggir á Eplica