Loftslagsmót 2022

20.4.2022

Stefnumót fyrirtækja um nýsköpun og lausnir á sviði umhverfis- og loftslagsmála þann 4. maí 2022 í Gullteig á Grand Hótel kl. 08:30 – 12:30

Loftslagsmót leiðir saman fyrirtæki, frumkvöðla og aðra úr atvinnulífinu á örfundum. Loftslagsmót er vettvangur fyrir fyrirtæki sem leitast eftir/bjóða upp á ráðgjöf og lausnir, á sviði umhverfis- og loftslagsmála. Hér er átt við hverskyns lausnir sem styðja við umhverfisvænni rekstur.

Markmið viðburðarins eru að:

  • Hvetja fyrirtæki til að kynna sér þær lausnir sem eru í boði.
  • Bjóða fyrirtækjum upp á vettvang til að kynna sínar lausnir og þjónustu.
  • Stuðla að jákvæðum aðgerðum í rekstri fyrirtækja í þágu loftslagsmála.

Allir sem skrá sig geta í framhaldinu óskað eftir örfundum með öðrum þátttakendum á Loftslagsmótinu.

Skráning á Loftslagsmót

Dagskrá

  • 08:30 Húsið opnar 
    Kaffi og léttur morgunverður
  • 09:00 Ávarp frá ráðherra umhverfis-, orku og loftslagsmála
    Ö
    rerindi frá stuðnings- og styrkjaumhverfi
  • 09:30 Stefnumót hefjast
    12x15 mínútna fundir fara fram í 3 klst.
  • 12:30 Stefnumótum og dagskrá lýkur

Nánari upplýsingar veita Birta Kristín Helgadóttir hjá Grænvangi (birta@green.is) og Katrín Jónsdóttir hjá RANNÍS (katrin.jonsdottir@rannis.is).

Viðburðurinn er haldinn af Grænvangi, Rannís og EEN í samstarfi við Festu og umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið.









Þetta vefsvæði byggir á Eplica