Umsóknarfrestur í Markáætlun í tungu og tækni hefur verið framlengdur

27.4.2022

Ákveðið hefur verið að framlengja umsóknarfrest Markáætlunar í tungu og tækni um tvær vikur, eða til 12. maí kl. 15:00. 

Markáætlun í tungu og tækni er opinn samkeppnissjóður sem starfar samkvæmt lögum um opinberan stuðning við vísindarannsóknir (nr. 3/2003 með áorðnum breytingum). Áherslur áætlunarinnar eru ákvarðaðar af Vísinda- og tækniráði. Rannís er umsýsluaðili sjóðsins.

Markáætlun í tungu og tækni styður við verkefni í máltækni sem hafa það að markmiði að gera íslensku gjaldgenga í stafrænni upplýsingatækni og stuðla að notkun hennar á þeim vettvangi. Hlutverk hennar er að auðvelda nýtingu nýrrar samskiptatækni í íslensku samfélagi til hagsbótar almenningi, stofnunum og fyrirtækjum.

Áhersla er á hagnýtingu, þ.e. að koma máltæknibúnaði í almenna notkun í íslensku málsamfélagi. Lausnin þarf að standa notendum til boða innan tveggja ára.

Umsækjendur eru beðnir að kynna sér vel handbók og reglur Markáætlunar í tungu og tækni áður en hafist er handa við gerð umsóknar. Umsóknum skal skilað rafrænt í gegnum umsóknarkerfi Rannís.

Nánari upplýsingar á síðu sjóðsins









Þetta vefsvæði byggir á Eplica