Nordforsk auglýsir eftir umsóknum í áætlunina Future Working Life Research Programme

6.4.2022

Vel starfhæft atvinnulíf er lykilatriði í þróun samfélagsins þar sem það skapar skilyrði fyrir hagvöxt og fjármögnun velferðarkerfa. Markmið áætlunarinnar Future Working Life Research Programme er að efla þekkingu á vinnumarkaði framtíðarinnar. 

Til stendur að úthluta 46 milljónum norskra króna til fimm verkefna og er umsóknarfrestur 21. júní nk. Markmiðið er að styrkja verkefni til 3-4 ára þar sem um er að ræða samstarf nokkurra aðila og er hámarksupphæð sem hægt er að sækja um eru 9 milljónir norskra króna.

Þátttökulönd eru Svíþjóð, Noregur, Ísland, Litháen og Álandseyjar.

Umsóknarfrestur er 21. júní 2022. 


Frekari upplýsingar: Research projects in the Future Working Life Research Programme 









Þetta vefsvæði byggir á Eplica