Stjórn Tækniþróunarsjóðs hefur samþykkt að bjóða fulltrúum 63 verkefna sem sóttu um í sjóðinn á haustmisseri hans að ganga til samninga um nýja styrki.
Lesa meiraHaustúthlutunin fer fram í beinni útsendingu frá Grósku fimmtudaginn 9. desember nk. kl. 15:00-15:30.
Lesa meiraCrewApp þróar byltingarkennda hugbúnaðarlausn fyrir fyrirtæki í hópsamgöngum með áherslu á flugfélög. Þróun á hugbúnaði hófst árið 2012 innan veggja Air Atlanda til að stemma stigu við algengum hindrunum í daglegum rekstri flugfélagsins sem snéri að samskiptaleiðum við áhafnir.
Lesa meiraTöflureiknar eru allsráðandi í atvinnulífinu. Hvert einasta fyrirtæki býr yfir samansafni töflureikniskjala sem þau nota til að reka áfram verkefni og verkferla, hjálpa við skipulag og ákvarðanatöku um reksturinn daglega.
Lesa meiraGRID hóf vorið 2021 sölu nýrrar þjónustu inn á alþjóðlegan markað. Í undanfara þess vann fyrirtækið að verkefni um markaðsfærslu þjónustunnar að fengnum Markaðsstyrk frá Tækniþróunarsjóði.
Lesa meiraMaul hlaut styrk til þess að þróa hugbúnaðarlausn í skýinu sem er byggð á vefþjónustum. Lausnin gerir smærri og meðalstórum fyrirtækjum kleift að bjóða starfsmönnum sínum upp á innsendan mat í hádeginu eins og um mötuneyt væri að ræða. Starfsmenn hafa val um nokkra rétti frá mismunandi veitingastöðum á hverjum degi og panta með viku fyrirvara. Með þessu móti verða pantanir hentugar fyrir veitingastaði og hefur þjónustan notið mikilla vinsælda meðal veitingahúsaeigenda, jafnt sem atvinnurekenda og starfsmanna.
Lesa meiraMalbiksbransinn hefur þróað nýja gerð af malbiki sem notar úrgangasplast til þess að styrkja vegi. Hið svokallaða Plast malbik notar öll hefðbundin hráefni og verkfæri fyrir framleiðslu. Úrgangsplastið kemur í staðinn fyrir nýtt plast sem hefur verið notað í vegi síðustu áratugi, líkt og annarsstaðar í heiminum, og dregur úr notkun biks sem er afurð jarðefnaeldsneytis.
Lesa meiraLipid Pharmaceuticals hefur um árabil, í samstarfi við Lýsi hf. unnið að þróun hægðalosandi stíla unnum úr fiskiolíu og gert á þeim klínískar prófanir.
Lesa meiraÁrið 2019 ákvað Tækniþróunarsjóður að styrkja verkefni Kerecis þar sem unnið er að þróun á vörum til notkunar sem ígræðsluefni í munnholi.
Lesa meiraUndanfarin ár hefur þróun á tölvusjón og róbótatækni fleygt fram og er hún í vaxandi mæli notuð á seinni stigum vinnslu sjávarafurða, t.d. við skurð á fiskflökum. Þessi tæknivæðing hefur ekki enn rutt sér til rúms við fyrstu handtök vinnslu sem eru blóðgun og slæging fiska um borð í fiskiskipum. Gæði og afköst þeirrar vinnu hafa afgerandi þýðingu fyrir verðmæti endanlegra afurða úr sjó og því er til mikils að vinna með innleiðingu þessarar tækni.
Lesa meiraMeð hjálp Tækniþróunarsjóðs náði Nordverse Medical Solutions (NMS) að klára 2. útgáfu af Niðurtröppun.is.
Lesa meiraFræ og Þróunarfræ hafa það að markmiði að styðja við hugmyndir og verkefni á frumstigi sem geta leitt af sér stærri þróunarverkefni. Umsóknir sem berast fyrir 8. nóvember nk. verða teknar fyrir af fagráði sjóðsins í næstu lotu.
Lesa meiraTilkynnt hefur verið um úthlutun úr Tækniþróunarsjóði fyrir Fræ/Þróunarfræ 2021.
Lesa meiraVið viljum vekja athygli á umsóknarfresti forumsókna þann 4. október nk. í sameiginlegt kall GEOTHERMICA Era-Net og JPP SES í verkefnaflokkinn Accelerating the Heating and Cooling Transition.
Lesa meiraKarolina Fund ehf. hlaut styrk til að markaðssetja lausnir til ríkisstofnana og sveitarfélaga á Íslandi, á Norðurlöndunum og í Bretlandi. Áhersla var lögð á greiningar á mörkuðum og vörumerki fyrirtækisins, gerð kynningarefnis og stafræna sölusókn.
Lesa meiraTækniþróunarsjóður hefur opnað fyrir umsóknir í styrktarflokkunum Sproti, Vöxtur/Sprettur og Markaðsstyrkur. Umsóknarfrestur er til 15. september 2021, kl. 15:00.
Lesa meiraFyrri fundurinn verður haldinn í streymi þriðjudaginn 24. ágúst kl. 10:00-11:00 og svo endurtekinn miðvikudaginn 25. ágúst kl. 12:00-13:00 (einnig í streymi). Fundirnir eru öllum opnir en nauðsynlegt að skrá þátttöku.
Lesa meiraSprenging hefur orðið í umræðu og verkefnum í Evrópu um kolefnisfótspor, vatnsnotkun og umhverfismál. Um 70% af vatninu í Evrópu er notað við matvælaframleiðslu og 25% af kolefnisfótspori Evrópu er vegna matvælaframleiðslu.
Lesa meiraNepsone has now finished a two year grant period with Tækniþróunarsjóður working on a new treatment for psoriasis.
Lesa meiraAtmonia ehf. lauk í lok apríl 2021 verkefni sem styrkt var af Tækniþróunarsjóði. Tilgangur verkefnisins var að þróa viðskiptasambönd fyrir tækni Atmonia sem er í þróun og kemur á markað á næstu árum.
Lesa meiraÞróað hefur verið kerfi til þess að fækka bakteríum á kjúklingi og kæla kjúkling við vinnslu. Markmið verkefnisins var að vera með frumgerðir á lokastigi og hefur það tekist. IceGun kerfið er í daglegri notkun í 4 verksmiðjum og verið er að ljúka framleiðslu á nýjum viðbótum fyrir kerfið.
Lesa meiraSprotafyrirtækið Spectaflow ehf., í samstarfi við íslenska hugbúnaðarfyrirtækið Godo, opnaði þjónustu sína Pronto inn á markaðstorg þýsku bókunarþjónustunar Beds24 sem er með 30 þúsund gististaði í 140 löndum
Lesa meiraMen&Mice sérhæfir sig í þróun og sölu hugbúnaðarlausna fyrir DNS-, DHCP- og IP-innviði (DDI) alþjóðlegra stórfyrirtækja og stofnana. Þessar skammstafanir standa fyrir ákveðnar grunnþjónustur í netkerfum sem oft eru tengdar saman og eiga það sameiginlegt að hjálpa fyrirtækjum að fá betri innsýn í hvað er að gerast á netinu hjá þeim og stjórna því með öruggum hætti
Lesa meiraÍ verkefninu Súrþang var þróuð aðferð til þess að gerja þang. Markmiðið var að nýta súrþang sem fóðurbæti í laxeldi.
Lesa meiraLumina Medical Solutions hlýtur styrk til þess að þróa fjöltyngt sjúkraskráningarkerfi. Lausnin gerir læknum og hjúkrunarfræðingum kleift að greina og skrá upplýsingar um heilsufar sjúklings á fjölmörgum tungumálum, senda lyfseðla í apótek og tilmæli til sjúklings með mun hraðvirkari hætti en viðgengst í dag
Lesa meiraNú er verkefninu „SustainCycle – Lóðrétt stórskalaeldi á sæeyrum“ lokið. Að verkefninu stóðu Sæbýli, Matís, Háskóli Íslands og Centra. Markmið verkefnisins var að byggja grunn til að skala upp sæeyrnaeldi á Íslandi.
Lesa meiraÖryggiskrossinn (e. The Safety Kross) er ný tegund merkinga til að loka flugbrautum og akbrautum flugvalla tímabundið. Varan er hönnuð og handunnin hér á landi úr nýstárlegum en gamalreyndum efnivið – neti sem venjulega er notað til fiskveiða. Einkaleyfi hefur fengist fyrir vörunni hér á landi og er einkaleyfisumsókn fyrir Bandaríkjamarkað í ferli.
Lesa meiraFyrirtækið Euler ehf. hefur frá árinu 2019, með stuðningi Tækniþrjóunarsjóðs, þróað rauntíma gæðavöktunarkerfi fyrir málm þrívíddarprentiðnað. Afurðin, sem nefnist ,,gæðavaktarinn‘‘ er vél- og hugbúnaðar gæðaeftirlitslausn fyrir iðnaðarþrívíddarprentara sem með aðstoð nýjustu framförum í myndgreiningu sinnir sjálfvirku gæðaeftirlit á meðan prentun stendur og stuðlar að frekari innleiðingu þrívíddarprentstækni í iðnaði.
Lesa meiraÓskað er eftir tilnefningum fyrir Vaxtarsprotann 2021. Vaxtarsprotinn er samstarfsverkefni Samtaka iðnaðarins, Samtaka sprotafyrirtækja, Háskólans í Reykjavík og Rannís. Tilgangur verkefnisins er að vekja athygli á góðum árangri sprotafyrirtækja í örum vexti og skapa þannig aukinn áhuga og skilning á uppbyggingarstarfi þessara fyrirtækja.
Lesa meiraÁrlegur vorfundur Tækniþróunarsjóðs var haldinn fyrir boðsgesti og í streymi sem var öllum opið á Nauthól fimmtudaginn 24. júní kl. 15:00-17:00 undir yfirskriftinni: Tækni og skapandi greinar og mikilvægi samspils þar á milli.
Lesa meiraHinn árlegi vorfundur Tækniþróunarsjóðs verður haldinn fyrir boðsgesti og í streymi sem er öllum opið fimmtudaginn 24. júní undir yfirskriftinni: Tækni og skapandi greinar og mikilvægi samspils þar á milli.
Lesa meiraERA-NET Cofund Blue Bioeconomy – Unlocking the Potential of Aquatic Bioresources (BlueBio) er samstarfsnet 17 Evrópuþjóða til að efla samvinnu og ýta undir rannsóknir og nýsköpun á bláa lífhagkerfinu og er Ísland aðili að netinu í gegnum Rannís
Lesa meiraMeiri fjölbreytni þarf innan tölvuleikjageirans, bæði í framleiðsluteymum og vörunni sjálfri. Íslenska tölvuleikjafyrirtækið Parity er að svara þeirri þörf með sinni fyrstu vöru, tölvuleiknum Island of Winds. Island of Winds verður gefinn út á PC og Playstation 5 á næsta ári.
Lesa meiraOpinn kynningarfundur verður haldinn á netinu þann 9. júní 2021 frá kl. 13:00 - 15:30, þar sem farið verður yfir áherslur og umsóknarskilyrði.
Lesa meiraStjórn Tækniþróunarsjóðs hefur samþykkt að bjóða fulltrúum 73 verkefna, sem sóttu um í sjóðinn á vormisseri, að ganga til samninga um nýja styrki.
Lesa meiraNýsköpunarvikan fer fram 26. maí - 2. júní nk. Hátíð er haldin á Íslandi ár hvert en markmiðið er að auka aðgengi og sýnileika nýsköpunar á Íslandi og gefa fyrirtækjum og sprotum tækifæri á að kynna eigin nýsköpun.
Lesa meiraTilkynningar um úthlutanir í sjóðina Hagnýt rannsóknarverkefni, Markaðsstyrk, Sprota, Vöxt og Fræ/Þróunarfræ verða tilkynntar í síðasta lagi í lok maí 2021.
Lesa meiraÝmir technologies ehf. (áður Lífsdísill ehf.) hefur lokið nýsköpunar- og þróunarverkefninu „Frá urðun til auðlindar – sorptækni á alþjóðamarkað“, með stuðningi Tækniþróunarsjóðs Íslands og í samstarfi við Háskóla Íslands og byggðasamlagið SORPU.
Lesa meiraVerkefni GEMMAQ um sjálfvirknivæðingu kvarða um kynjahlutföll, er hlaut sprotastyrk Tækniþróunarsjóðs á árinu 2019, er lokið. Afurð verkefnisins er svokallaður GEMMAQ Kynjakvarði sem varpar ljósi á kynjahlutföll í framkvæmdastjórnum og stjórnum félaga á kauphallar mörkuðum með einstöku reitunar- og litakerfi.
Lesa meiraRóró fékk markaðsstyrk frá Tækniþróunarsjóði til að styrkja stöðu vörumerkisins Róró og Lulla doll á Evrópumarkaði. Áhersla var lögð á greiningu á mörkuðum, aukinn sýnileika, uppbyggingu vörumerkisins, aukna dreifingu og samskipti við endursöluaðila og viðskiptavini.
jan., feb., mar., apr., maí, jún., júl., ágú., sep., okt., nóv.
jan., feb., mar., apr., maí, jún., júl., ágú., sep., okt., nóv., des.
jan., feb., mar., apr., maí, jún., júl., ágú., sep., okt., nóv., des.
jan., feb., mar., apr., maí, jún., júl., ágú., sep., okt., nóv., des.
jan., feb., mar., apr., maí, jún., júl., ágú., sep., okt., nóv., des.