Segulharpa er nafn á nýrri tegund hljóðfæris, sem vinnur á mærum hljóðfæra- og raftónlistar. Hljóðfærið er 25 strengja harpa sem hefur verið í þróun undanfarin sex ár, þar af hafa síðastliðin 4 ár verið gerð möguleg fyrir tilstilli Verkefnastyrks frá Tækniþróunarsjóði.
Lesa meiraTilgangur verkefnisins var að bæta hagnýtingarmöguleika íslenskra jarðefna, aðallega með tilliti til leir- og postulínsgerðar, með því að finna hentuga staði til jarðefnatöku og þróun umhverfisvænna vinnsluaðferða til að hreinsa járn og önnur óæskileg efni úr jarðefnunum.
Lesa meiraFundurinn sem er rafrænn verður haldinn mánudaginn 11. janúar 2021 kl. 13.00-14.00. Fundurinn er á vegum Tækniþróunarsjóðs og viðfangsefni fundarins er kynning á styrktarflokknum Hagnýt rannsóknarverkefni auk kynningar á Eurostars.
Lesa meiraDermos ehf í samstarfi við Matís hlaut sprotastyrk frá Tækniþróunarsjóði um mitt ár 2018 með það að markmiði að kanna hvort hægt væri að vinna olíu úr grálúðu sem hægt væri að vinna áburð ætluðum þeim sem þjást af exem og psoriasis.
Lesa meiraLokið er íslenska hluta verkefnisins „BLUETEETH” sem styrkt hefur verið af Tækniþróunarsjóði. BLUETEETH er samstarfsverkefni á vegum Marine Biotech ERA-NET sem Tækniþróunarsjóður tekur þátt í ásamt öðrum evrópskum rannsóknasjóðum.
Lesa meiraMarkmið verkefnisins var að þróa tækni til að binda úrgangsefni sem falla til í íslenskri stóriðju, með umhverfisvænu sementslausu steinlími sem gæti orðið arftaki sements.
Lesa meiraAgado ehf hefur lokið verkefninu „Þróun titringsbeltis til að miðla upplýsingum“. Í verkefninu var þróaður titringsbúnaður sem miðlar upplýsingum til notanda með titringi.
Lesa meiraEpiEndo hefur þróað og fengið einkaleyfi fyrir lyfjaafleiðum af þekktu sýklalyfi sem áður hefur verið sýnt fram á að hafi þekjustyrkjandi áhrif.
Lesa meiraTækniþróunarsjóður vekur athygli á styrkjum sem utanríkisráðuneytið veitir íslenskum fyrirtækjum sem vilja leggja sitt af mörkum til að ná heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna um sjálfbærni. Um er að ræða stóra verkefnastyrki allt að 200.000 evrur til allt að þriggja ára. Einnig eru smærri forkönnunarstyrkir í boði til að móta hugmyndir sem gætu leitt til stærri þróunarverkefna.
Lesa meiraVerkefnið „Talgreinir og framsetning gagna við sjúkdómsgreiningu“ sem styrkt var af Tækniþróunarsjóð er nú lokið. Markmið verkefnisins var að þróa og innleiða sérhæfðan talgreini fyrir íslenska röntgenlækna til að draga úr vinnuálagi þeirra og stytta vinnuferla við myndgreiningu.
Lesa meiraSmart.Guide er vefkerfi og smáforrit fyrir Android og iOS tæki sem er ætlað að tengja leiðsögumenn við alla þá sem vilja kaupa þeirra þjónustu. SmartGuide er hannað bæði með fagaðila (t.d ferðaskipuleggjendur) og almenna ferðamenn í huga.
Lesa meiraJustikal hefur lokið verkefni vegna þróunar á hugbúnaði fyrir starfrænt réttarkerfi. Verkefnið hlaut styrk frá Tækniþróunarsjóði á árunum 2018-2020.
Lesa meiraNýlokið er alþjóðlega rannsóknarverkefnið Biorefinery and biotechnological exploitation of marine biomasses (Mar3Bio) sem Matís var aðili að. Þetta var EraNetMBT samstarfsverkefni nokkurra rannsóknahópa í Evrópu um að byggja upp þekkingargrunn varðandi hagnýtingu fjölskykra úr þangi og krabbaskel og þróa líftækniferla til sjálfbærra nýtingar þeirra.
Lesa meiraRunmaker er símaforrit fyrir hlaupara og annað íþróttafólk. Runmaker vinnur með öllum helstu tegundum snjallúra og greinir hjartsláttargögn með nýrri greiningartækni Driftline. Driftline hefur uppgötvað aðferð til að mæla þol með beinum hætti.
Lesa meiraEraNet MBT verkefninu „Thermofactories“ er nýlokið en það snérist um að þróa og sýna fram á möguleika hitakærra örvera til að nýta sykrur úr brúnþörungum til framleiðslu á verðmætum lífefnum.
Lesa meiraFyrirtækið Plan ehf. hefur þróað mælibúnað sem hægt er að nota í mjólkuriðnaði til að stýra framleiðslu. Búnaðurinn hjálpar framleiðendum að ná réttu þurrefnisinnihaldi og tryggja þannig rétt gæði og lágmarka sóun efnis og orku.
Lesa meiraKerecis Wound Omega3 er vefjastoðefni unnið úr affrumuðu roði. Innan þessa verkefnis hefur verið unnið að því að auka þekkingu á líffræðilegri virkni Kerecis Wound Omega3 lækningavörrunni samfara stuðning við rannsóknarinnviði í massagreiningum við Háskóla Íslands.
Lesa meiraHáskóli Íslands og Össur ehf. hafa undanfarin þrjú ár unnið saman að hönnunarverkefni, styrktu að Tækniþróunarsjóði. Í verkefninu voru rannsakaðar leiðir til að nýta snjallefni til að bæta hönnun gervifótar framleiddum af Össuri með það fyrir augum að líkja betur eftir virkni mannslíkaman.
Lesa meiraLokið hefur verið við verkefnið Bætt nýting og stöðugleiki makrílaafurða sem unnið var af Matís, Háskóla Íslands og Síldarvinnslunni með styrk frá Tækniþróunarsjóði Rannís.
Lesa meiraÁ Textílmiðstöð Íslands á Blönduósi hefur undanfarin þrjú staðið yfir rannsóknin: Bridging textiles to the digital future - Að byggja stafræna textílbrú inn í framtíðina, en rannsóknin var styrkt af Tækniþróunarsjóði Rannís frá 2017 – 2020 og lauk henni formlega 31. ágúst sl.
Helsta markmið verkefnisins var í stuttu máli að þróa vistvæna og afkastamikla ræktunaraðferð fyrir efnið fucoxanthin og þróa vöruform sem að tryggði stöðugleika og virkni.
Lesa meiraMarkmið verkefnisins var að rannsaka og þróa nýjar leiðir til að framleiða verðmætar og vel skilgreindar lífvirkar fjölsykrur og phlorotannin andoxunarefni úr íslensku þangi.
Lesa meiraÁrlega falla til hér á landi um 1000 tonn af sauðfjárull. Af fyrrgreindu ullarmagni flokkast um það bil 40-50% sem 1. flokks ull, er nýtist til framleiðslu á ullarbandi. Afgangurinn flokkast sem 2. flokks ull eða úrgangsull og selst annaðhvort á mjög lágu verði erlendis eða er fleygt.
Lesa meiraFyrirtækið Samvist ehf. var stofnað á árinu 2017 með það markmið að þróa algaeponics kerfi, sem snýst um að nýta næringarríkt affallsvatn frá fiskeldi (hringrásarkerfum, enska: Recirculating Aquaculture System – RAS) til að rækta þörunga.
Lesa meiraTeymið á bak við Evolytes námskerfið hefur unnið lengi að þróun gagnadrifins námskerfis sem kennir fyrstu skrefin í stærðfræði á skemmtilegri og árangursríkari máta. Evolytes kerfið samanstendur af þremur vörum, námsleik, námsbók og upplýsingakerfi fyrir foreldra sem vinna allar saman í gegnum gagnadrifið námskerfi.
Lesa meiraZeto hefur á undanförnum árum þróað sjálfbærari aðferð við vinnslu lífvirks þaraþykknis fyrir snyrtivöruiðnað, sem sýnt hefur einstaka virkni í prófunum.
Lesa meiraTölvuleikurinn No Time to Relax hefur nú verið gefinn út fyrir borðtölvur og leikjatölvuna Nintendo Switch. Um er að ræða fyrsta tölvuleik félagsins Porcelain Fortress og um leið fyrsta íslenska tölvuleikinn á leikjavélum Nintendo leikjatölvuframleiðandans.
Lesa meiraÞað er fararheit Klappa að búa til áþreifanleg langtímaverðmæti fyrir viðskiptavini sína og samfélagið sem við lifum í. Við vinnum að þessu með því að hjálpa skipulagsheildum að verja, varðveita og endurheimta náttúrverðmæti fyrir kynslóðir framtíðar, byggja upp ný og verðmæt störf í grænni nýsköpun og skapa framtíðarkynslóðum vettvang til að takast á við áskoranir í umhverfinu.
Lesa meiraÍslenskur skólahugbúnaður einfaldar persónumiðað nám LearnCove er skóla- og fræðsluhugbúnaður sem hefur verið í þróun hjá nýsköpunarfyrritækinu Costner ehf. síðan 2016 með stuðningi frá Tækniþróunarsjóði.
Lesa meiraÍ jarðsjó sem fellur til á jarðhitasvæðinu á Reykjanesi er mikið magn verðmætra efna. Nýting þeirra hefur lengi verið á dagskrá en strandað á tæknilegum örðugleikum og þá einkum á útfellingum af völdum kísils í lögnum og tækjabúnaði.
Lucinity er nýsköpunarfyritæki sem vinnur að því að enduruppgötva varnir fjármálafyrirtækja gegn peningaþvætti. Fyrirtækið nýtir hjálpargreind til þess að kalla fram umtalsvert betri árangur í peningaþvættivörnum viðskiptavina sinna.
Lesa meiraVöxtur í nýju ljósi snýst um hönnun og framleiðslu á byltingarkenndum ljósgjafa ætlaðan í matvæla framleiðslu og þá aðallega sem ræktunarljós fyrir inniræktun af ýmsum toga.
Lesa meiraMarkmið verkefnisins var að ná beinu sambandi við núverandi notendur Theme í Bandaríkjunum og kynna rannsóknarhugbúnaðinn fyrir nýjum mögulegum notendum á núverandi og nýjum fræðisviðum.
Lesa meiraMarkmið verkefnisins fól í sér undirbúning fyrir alþjóðlega markaðssókn Gagarín. Unnin var mörkun fyrir Astrid (MapExplorer) og vörur innan þeirrar línu ásamt vörumerkjahandbók, markaðsáætlun og hönnun og þróun nýrrar heimasíðu fyrir Gagarín. Þá var unnið kynningarefni fyrir heimasíðu og sölukynningar auk þess sem félagið tók þátt í sjö sýningum og ráðstefnum á verkefnisárinu.
Lesa meiraBrandr hlaut eins árs markaðsstyrk Tækniþróunarsjóðs (Rannís) 2019-20 fyrir verkefnið; Uppbygging markaðsinnviða vegna markaðssóknar eBBI.
Lesa meiraUndanfarin ár hefur verið aukinn áhugi á að bora dýpri jarðhitaborholur til að afla meira orku sem þýðir hærra hitastig og þrýstingur og tærandi umhverfi. Þetta leiðir til tæringaráraunar og varmaþenslu og samdráttar sem getur leitt til brots á fóðringum.
Lesa meiraUndanfarin 2 ár hefur Activity Stream unnið að verkefninu AS Exchange – hámarksvirði upplýsinga með rausnarlegum stuðningi frá Tækniþróunarsjóði.
Lesa meiraMarkmið verkefnisins voru að betrumbæta, þróa og undirbúa fyrir markað litlar míkró vindtúrbínur sem eru sértaklega hannaðar fyrir fjarskipta-, eftirlits- og neyðarkerfi við krefjandi veðuraðstæður.
Lesa meiraVerkefni 3Z ehf. Útrás sebrafiska í lyfjaleit hlaut nýverið markaðsstyrk frá Tækniþróunarsjóði. Fyrirtækið hefur síðustu tvö ár unnið að því að efla markaðssetningu sína og kynna þjónustuframboð sitt á alþjóðlegum lyfjaleitarmarkaði
Lesa meiraNý viðbót frá Mentor fyrir skólasamfélagið. Í samstarfi við Tækniþróunarsjóð hefur orðið til nýtt kerfi og ný eining innan Mentor.
Lesa meirajan., feb., mar., apr., maí, jún., júl., ágú., sep., okt., nóv.
jan., feb., mar., apr., maí, jún., júl., ágú., sep., okt., nóv., des.
jan., feb., mar., apr., maí, jún., júl., ágú., sep., okt., nóv., des.
jan., feb., mar., apr., maí, jún., júl., ágú., sep., okt., nóv., des.
jan., feb., mar., apr., maí, jún., júl., ágú., sep., okt., nóv., des.