Úthlutun Tækniþróunarsjóðs í Fyrirtækjastyrk Fræ/Þróunarfræ
Tilkynnt hefur verið um úthlutun úr Tækniþróunarsjóði fyrir Fræ/Þróunarfræ 2021.
Stjórn Tækniþróunarsjóðs hefur samþykkt að bjóða fulltrúum 10 verkefna sem sóttu um í sjóðinn á haustmisseri, að ganga til samninga um nýja styrki.
Á fundi sínum 4. október 2021 ákvað stjórn Tækniþróunarsjóðs að bjóða verkefnisstjórum eftirtalinna verkefna að ganga til samninga. *
Heiti verkefnis | Verkefnisstjóri |
arMOFi – Þróun með málm-lífrænum netum | Arni Sturluson |
Frostþurrkun íslenskra hráefna | Hrafnhildur Árnadóttir |
Hagræðing fæðukeðju | Renata Stefanie Bade Barajas |
Heimaræktun | Lok Yin Larissa Lai |
Kólófón | Baldur Bjarnason |
Markaðstorg ferðapakka útbúna af heimamönnum | Bjarki Benediktsson |
Mín Leið Upp | Agnes Hulda Barkardóttir |
Saltberg – Sælkera sjávarsaltflögur til heildsölu | Erla Sigurlaug Sigurdardottir |
Skjávörpunarkerfi fyrir leiksýningar í rauntíma | Owen Christopher David Hindley |
SoFolio | Friðrik Örn Gunnarsson |
* Listinn er birtur með fyrirvara um hugsanlegar villur
Opið er allt árið fyrir umsóknir í styrktarflokknum Fræ og Þróunarfræ.