Ritill fyrir GRID – Excel drifið vefefni - verkefni lokið

Fréttatilkynning verkefnisstjóra

8.11.2021

Töflureiknar eru allsráðandi í atvinnulífinu. Hvert einasta fyrirtæki býr yfir samansafni töflureikniskjala sem þau nota til að reka áfram verkefni og verkferla, hjálpa við skipulag og ákvarðanatöku um reksturinn daglega.

GRID ætlar að umbreyta því hvernig almenningur tjáir sig með tölum og texta. GRID hefur þróað veflæga hugbúnaðarlausn sem gerir notandum fært að fella tölulegar upplýsingar og myndrit úr töflureiknaskjölum inn í texta.

Logo tækniþróunarsjóðs

Markmið verkefnisins, Ritill fyrir GRID, Excel-drifið verkefni, er að þróa ritil sem tengist GRID hugbúnaðinum.

Ritillinn er lykilatriði í að þróun þjónustu sem byggð á GRID tækninni. Þjónustan verður boðin almennum Excel- og Google Sheets notendum sem ekki hafa sérstaka vefforritunarkunnáttu en geta allt í einu byggt falleg veflæg, aðgangsstýrð skjöl og skýrslur byggðar á gögnum sem sótt eru í töflureiknaskjöl.

GRID mætir notandanum í því vinnuumhverfi og þeim verkferlum sem þeim eru tamir og þeir þurfa ekki að læra nýja hluti til að geta nýtt sér þjónustu GRID.

Ritillinn er hugbúnaðarlausn sem veitt er sem þjónusta (Software-as-a-Service, SaaS) ásamt öðrum hlutum GRID tækninnar á vefslóð fyrirtækisins https://grid.is/

HEITI VERKEFNIS: Ritill fyrir GRID - Excel drifið vefefni

Verkefnisstjóri: Þorsteinn Yngvi Guðmundsson

Styrkþegi: GRID ehf.

Tegund styrks: Sproti

Fjöldi styrkára: 2

Fjárhæð styrks: 10.000.000 ISL kr. alls

VERKEFNIÐ VAR STYRKT AF TÆKNIÞRÓUNARSJÓÐI.









Þetta vefsvæði byggir á Eplica