Tækniþróunarsjóður: ágúst 2022

31.8.2022 : Treble - Sýndarhljóðvist - verkefni lokið

Treble Technologies lauk sprotaverkefninu „Treble-sýndarhljóðvist“ haustið 2021. Upphaflega var áætlað að verkefnið yrði í gangi í tvö ár en þar sem Treble hlaut nýjan styrk Vaxtar frá Rannís á haustmánuðum 2021 er verkefninu lokið undi merki Spretts. 

Lesa meira

29.8.2022 : League Manager - verkefni lokið

Sprotafyrirtækið Vettvangur íþrótta ehf. hlaut sprotastyrk fyrir verkefnið „League Manager“.

Lesa meira

29.8.2022 : Midbik - umhverfisvænt, kalt viðgerðarmalbik - verkefni lokið

Markmið verkefnisins var þróun vélar sem framleiðir sérhæft, kalt, umhverfisvænt viðgerðarmalbik, fyrir íslenskar aðstæður og er sérsniðin að endurnýjanlegum orkugjöfum. 

Lesa meira

29.8.2022 : Birta-Gróðurhúsalausn - verkefni lokið

ABC lights ehf. hefur hannað frumgerð Birtu; hátæknilausn sem framleiðir litrófs- og hitastýrt ljós fyrir gróðurhús. Hún byggir á öflugri kælitækni og því að nýta miðlægan ljósuppskrifabanka og stafrænt snjalltækjaviðmót til að gera ræktendum kleift að beita vísindalegri nákvæmni og deila ræktunarþekkingu með öðrum.

Lesa meira

16.8.2022 : Tækniþróunarsjóður heldur kynningarfund á Ísafirði

Fundurinn verður haldinn á Vestfjarðastofu, Árnagötu 2-4 þriðjudaginn 23. ágúst nk. klukkan 10:00-11:00 á staðnum og í streymi.

Lesa meira

15.8.2022 : Opið fyrir umsóknir í Tækniþróunarsjóð

Tækniþróunarsjóður hefur opnað fyrir umsóknir í styrktarflokkunum Sproti, Vöxtur og Markaður. Umsóknarfrestur er 15. september 2022, kl. 15:00.

Lesa meira

12.8.2022 : Opið fyrir umsóknir í Fræ/Þróunarfræ

Fræ og Þróunarfræ hafa það að markmiði að styðja við hugmyndir og verkefni á frumstigi sem geta leitt af sér stærri þróunarverkefni. Umsóknir sem berast fyrir 26. ágúst nk. verða teknar fyrir af fagráði sjóðsins í næstu lotu.

Lesa meira

11.8.2022 : Kynningarfundur um Tækniþróunarsjóð og Skattfrádrætti rannsókna- og þróunarkostnaðar

Samtök iðnaðarins, Samtök sprotafyrirtækja og Rannís standa fyrir kynningarfundi um Tækniþróunarsjóð og Skattfrádrætti rannsókna- og þróunarkostnaðar fimmtudaginn 18. ágúst kl. 8:30-10:00 í fundarsalnum Hyl á 1. hæð í Húsi atvinnulífsins, Borgartúni 35.

Lesa meira

11.8.2022 : Tækniþróunarsjóður í samstarf við KLAK um Dafna

Ágúst Hjörtur Ingþórsson, forstöðumaður Rannís og Kristín Soffía Jónsdóttir, framkvæmdastjóri KLAK - Icelandic Startups, komu saman í Grósku 10. ágúst sl. til að undirrita samning milli Tækniþróunarsjóðs og KLAK um stuðningskerfið Dafna. 

Lesa meira









Þetta vefsvæði byggir á Eplica