SustainCycle – Lóðrétt stórskalaeldi á sæeyrum - verkefni lokið
Fréttatilkynning verkefnisstjóra
Nú er verkefninu „SustainCycle – Lóðrétt stórskalaeldi á sæeyrum“ lokið. Að verkefninu stóðu Sæbýli, Matís, Háskóli Íslands og Centra. Markmið verkefnisins var að byggja grunn til að skala upp sæeyrnaeldi á Íslandi.
Heimsmarkaðurinn hefur vaxið með undraverðum hætti undanfarin 10-15 ár og allt bendi til að vöxtur verði áfram. Sæbýli hefur ný byggt upp aðstöðu í Eyrabakka fyrir áframeldi og Þorlákshöfn fyrir undaneldi og frjóvganir. Við upphaf verkefnisins var framleiðsla inn á markað á fyrstu stigum en eldisstöðin hefur framleiðslugetu upp á 70 tonn/ári inn á heimsmarkað sem telur a.m.k. 150 þúsund tonn. Langtímamarkmið Sæbýlis er að byggja upp sjálfbæran eldisiðnað á Íslandi með því að byggja upp staðlaðar framleiðslu einingar víðar á Íslandi. Til þess að svo verði þurfti að leysa ákveðnar tæknilegar hindranir fyrir uppskölun og út frá því hanna „state-of-the-art“ staðlað framleiðsluhús. Ennfremur var markmiðið að kanna hollustu og heilnæmi afurðanna ásamt því að meta umhverfisáhrif framleiðslunnar. Að lokum við áætlað að koma á samskiptum við íslenska neytendur, veitingastaði og hagsmunaaðila ásamt markaðsaðgerðum erlendis.
Dæmi um afrakstur verkefnisins eru:
- Forhönnun og teikningar á nýju eldishúsi fyrir 200 tonna framleiðslu ásamt kostnaðar- og rekstraráætlun – Meistaraverkefni
- Snjallar lausnir fyrir uppskölun t.a.m. umbætur í stýringu sýrustigs í eldisvatni
- Þróun á sjálfvirkum búnaði til að mæla vaxtarhraða eldisdýra
- Mælingar á næringarinnihaldi og óæskilegum efnum sýna að sæeyru eru holl og heilnæm
- Umhverfisvöktun á frárennslisvatni úr eldishúsinu benda til þess að sæeyrnaeldi hafi hverfandi umhverfisáhrif*
- Innviðiðr efldir; verklýsingar, þjálfunarmál og sjúkdómavarnir
- Samstarf við innlendan veitingarekstur t.a.m. Nostra, Apótekið, Hosiló og Aalto Bistro með einum eða öðrum hætti boðið upp á sæeyru
- Ný viðskiptaáætlun m.a. byggð á niðurstöðum verkefnisins hefur verið gerð
- Nýtt húsnæði í Grindavík hefur verið tekið til notkunar fyrir seiða- og ungviðaframleiðslu
Heildarávinningur verkefnisins er skýrari sýn um hvernig hægt er að ná fram aukinni verðmætasköpun á sæeyrnaeldi á Íslandi með uppskölun á eldisferlinu með vistvænum hætti
HEITI VERKEFNIS: SustainCycle – Lóðrétt stórskalaeldi á sæeyrum
Verkefnisstjóri: Eyjólfur Reynisson
Styrkþegi: Sæbýli ehf.
Tegund styrks: Vöxtur
Fjöldi styrkára: 2
Fjárhæð styrks: 49.954.000 ISL kr. alls
VERKEFNIÐ VAR STYRKT AF TÆKNIÞRÓUNARSJÓÐI.