Lumina - verkefni lokið
Fréttatilkynning verkefnisstjóra
Lumina Medical Solutions hlýtur styrk til þess að þróa fjöltyngt sjúkraskráningarkerfi. Lausnin gerir læknum og hjúkrunarfræðingum kleift að greina og skrá upplýsingar um heilsufar sjúklings á fjölmörgum tungumálum, senda lyfseðla í apótek og tilmæli til sjúklings með mun hraðvirkari hætti en viðgengst í dag
Samhliða skráningu leitar lausnin að hugsanlegri sjúkdómagreiningu og er fært um að styðja og leiðbeina um frekari rannsóknir, lyf eða spurningar. Enn fremur þýðir lausnin skráninguna frá einu tungumáli yfir í annað í rauntíma en heilbrigðisstarfsfólk eyðir að jafnaði tveimur klukkustundum á dag í skráningarvinnu. Prófanir voru framkvæmdar þar sem notkun á Lumina var borin saman við notkun á núverandi sjúkrakerfum. Niðurstöður sýndu að þátttakendur styttu að meðaltali 71% af skráningartíma með notkun Lumina.
Origo hefur keypt lausnina til þess að nýta í nýtt sjúkraskráningakerfi.
Origo sem rekur sjúkraskráningakerfið Sögu sem nýtt er af 90% lækna á Íslandi hefur keypt lausnina og allan kóðann af Lumina. Origo ætlar að nýta lausnina í þróun á nýju sjúkraskráningakerfi fyrir markaðinn á Íslandi. „Origo hefur fylgst lengi vel með þróuninni á Lumina og sýnt mikinn áhuga á þeirra nýstárlegum hugmyndum og tækni útfærslum sem snúa að læknum og hjúkrunarfræðingum. Við trúum því að lausnin hjálpi okkur mikið við þróun á nýju sjúkraskráningakerfi“ segir Hákon Sigurhansson framkvæmdastjóri heilbrigðislausna Origo.
Lumina Medical Solutions er í dag að þróa alveg nýja lausn fyrir alþjóðlega heilbrigðismarkaðinn. Lausnin greinir einkenni sjúklings óháð tungumáli og skrifar sjáfaglega og fjöltyngda læknaskýrslu fyrir viðkomandi lækni til að nota við greiningu og skoðun á sjúklingi. Nú þegar hefur skapast mikill áhugi á alþjóðlegum markaði fyrir lausninni til þess að efla þjónustu við sjúklinga, stytta skráningartíma og minnka álag á lækna og lækka kostnað heilbrigðisstofnana. „Við erum ákaflega stolt að sjá að Lumina lausnin verði nýtt fyrir lækna og hjúkrunarfræðinga hérlendis og þakklát fyrir áhuga Origo og stuðning Tækniþróunarsjóðs við verkefnið“ Segir Arnar Freyr Reynisson framkvæmdastjóri Lumina Medical Solutions*.
*Nafni Lumina Medical Solutions verður breytt í Dicino vegna inngöngu inn á erlendan markað þar sem fyrrgreinda nafnið reyndist frátekið í alþjóðlegum gagnagrunni.
HEITI VERKEFNIS: Lumina
Verkefnisstjóri: Arnar Freyr Reynisson
Styrkþegi: Lumina Medical Solutions
Tegund styrks: Vöxtur
Fjöldi styrkára: 2
Fjárhæð styrks:. 50.000.000 ISL kr. alls
VERKEFNIÐ VAR STYRKT AF TÆKNIÞRÓUNARSJÓÐI.