Nidurtroppun.is, new digital solution in designing tapering plans for addictive medication and glucocorticoids - verkefni lokið
Fréttatilkynning verkefnisstjóra
Með hjálp Tækniþróunarsjóðs náði Nordverse Medical Solutions (NMS) að klára 2. útgáfu af Niðurtröppun.is.
Styrkurinn gerði okkur kleift að ráða til okkar sérhæfða starfsmenn með forritunar og hönnunarkunnáttu til að bæta grunn viðmót síðunnar sem notuð er af læknum auk þess að bæta við fleiri möguleikum á lyfjum til niðurtröppunar út frá þörfum notenda okkar. Á sama tíma og sú vinna fór fram hóf NMS samstarf með Heilbrigðisstofnun Norðurlands við framkvæmd svokallaðrar niðurtröppunarmóttöku fyrir skjólstæðinga þeirra síðarnefndu. Afrakstur þess verkefnis var notaður til endurbóta viðmótshönnunar á 2. útgáfu síðunnar auk prófunar á notendaupplifun.
Á næstu vikum mun 2. útgáfa fara í gegnum villuprófun og vera keyrð í loftið til notkunar fyrir íslenskt heilbrigðisstarfsfólk. Með tilkomu 2. útgáfu Niðurtröppun.is hefur NMS nú hafist handa við að hanna snjallsímaforrit sem tekur á móti niðurtröppunarskemum og býður notendum upp á skráningu einkenna, tól sem hjálpa með niðurtröppun og meðferðarheldni auk tengingu við meðferðaraðila. Mun sú útgáfa verða loka afurð Niðurtröppun.is og þá teljast sem fullbúin vara sem mun skapa gífurlegt virði fyrir samfélagið í gegnum minni áhættu á ávanabindingu á uppáskrifuðum verkja- og róandi lyfjum, tímasparnað fyrir heilbrigðisstarfsfólk auk sparnaðar fyrir tryggingaraðila.
HEITI VERKEFNIS: Nidurtroppun.is, new digital solution in designing tapering plans for addictive medication and glucocorticoids.
Verkefnisstjóri: Árni Johnsen
Styrkþegi: Nordverse Medical Solutions
Tegund styrks: Sproti
Fjöldi styrkára: 1
Fjárhæð styrks: 10.000.000 ISL kr. alls
VERKEFNIÐ VAR STYRKT AF TÆKNIÞRÓUNARSJÓÐI